Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Marion p> Jones • 1 Hvaða íþrótt stundar Marion Jones? 2 Frá hvaða landi er Marion Jones? 3 Fyrir hvað var hún ásök- uð nýverið? 4 Hvað vann hún til margra verðlauna á Ólympíuleik- unum í Sydney? 5 Með hverjum eignaðist hún barn í júní 2003? Svör neðst á síðunni Norðmenn ráðastá Skotland Skoskum kóngum þóttí löngum miður að Norðmenn réðu yfir Suðureyjum og vildu hrekja þá þaðan. Hákon kóngur IV. sendi 100 skipa flota til Largs á Skotlandi Stríðið - 1263 sumarið 1263. Alexander Skotakóngur III. dró innrás- ina á langinn með samninga- þófi fram á haust en hann vissi að þá var allra veðra von á Skotlandi. Stormar eyðilögðu svo mikinn fjölda norsku skipanna að Norð- menn sáu sér ekki fært að leggja í sjóomstu enda vann veðrið ekki síður á hermönn- unum sem treystu sér varla í omstur. Hákon IV. tapaði því omstunni við Largs og flúði áleiðis til Noregs en andaðist í Kirkwall á Orkneyjum. Rflds- arfi hans, Magnús IV., færði Alexander III. Suðureyjar með friðarsamningunum í Perth 1266 og lét syni sína kvænast dætrum hans. Mellurog dólgar I fornu máli merkir mella gýgureða tröllkona en dólgur er óvinur. Mellu dólgur er kenning; Þór var nefnilega tröllkvenna óvin- ur. I nútfmamerkingu er mella skækja, gleðikona eða hóra og eftil vill er orö- ið afsömu rót og í fornu merkingunni, rót sem gæti hafa merkt þriflega konu eða feita. Dólgur merkirmeðal annarsyfírgangs- samur maður og á það vel við nútímamerkingu orðs- ins melludólgur því mellu- dólgar eru oftar en ekki yf- irgangssamir og harð- neskjulegir við konur sem þeirþykjast hafa undirsln- um verndarvæng. Málið 1. Frjálsar íþróttir... 2. Bandaríkjunum... 3. Fyrir að nota ólögleg steralyf... 4.5 (þriggja gullverölauna og tveggja bronsverð- launa)... 5. Spretthlauparanum Tim Montgomery... Ónýt lög um vitnavernd Nýlegur úrskurður Hæstaréttar um að vítni í máli gegn alkunnum ofbeldis- manni yrðu að mæta honum augliti til auglitis í réttarsal er fáránlegur og stofriar réttaröryggi í landinu í hættu. Þött sú hafi síst af öllu verið ætlunin. f örstuttu máli er forsagan sú að splunku- ný lög frá Alþingi kváðu aum að vitni gegn sakamönnum gætu notið nafnleyndar í ákveðnum tilvikum. Þegar ætla mætti að vitnisburður þeirra stofnaði þeim í beina hættu. Því miður voru þessi lög ekki sett að til- efnislausu. Eins og lesendur DV ættu manna best að vita, þá hafa ýmis mál gegn ofbeldis- mönnum faliið um sjálf sig að undanfömu vegna þess að ofbeldismennimir hafa haft í hótunum við vitni. f lögunum vom ákvæði um nafnleynd sem nokkur vitni í hinu yfirstandandi máli höfðu óskað eftir og fengið. Hins vegar nýtti verjandi f málinu sér að hann gat krafist þess að þótt vitnin ættu að heita nafniaus, þá yrðu þau að mæta og gefa sinn vitnisburð að ákærða viðstöddum. Sem þýðir að hann fær að vita hver vitnin Shonum em, þar eð hann þekldr þau í nefur þar með möguleika á að hóta þeim öllu illu og hugsanlega að fá þau til að breyta vitnisburði súium. Almennt séð er ég þeirrar skoðunar að dómskerfið í landinu eigi að starfa sem allra mest fyrir opnum tjöldum. Vitni eiga ekki að vera nafrilaus nema eitthvað alveg sérstakt valdi því. En nú hefúr Iöggjafinn séð ástæðu til þess að setja þessi lög um vitnavemd og er tii marks um þær breytingar sem verða em á samfclagi okkar. Og munu því miður líklega halda áfram. Ef ástæða er Ul þess að hafa lög um að vitni megi vera nafnlaus, þá er öldungis fá- ránlegt af Hæstarétti að grafa strax undan þeim lögum með úrskurðinum um að vitn- isburðinn verði að gefa að ákærða viðstödd- um. Þar með er vitnavemdin farin fyrir ekki neitt. Fyrst Hæstiréttur kaus að túlka hin nýju lög svona, þá verður ríkisstjómin og/eða al- þingismenn að setja þegar í stað fyrir lekann og setja ný lög sem heimila vitnum að gefa vitnisburði án þess að ákærði geti þekkt þau og jafnvel setið glottandi fyrir framan þau íeðan þau vitna. Ulugljökulsson D 3 «o ftí w -nj *o »TJ 0) <u c (D sz «J ■U c flj JD *o (TJ £ *0 Ol SILFUR EGILS á sunnudag ein- kenndist af heift í garð þeirra sem vilja ekki að íslendingar séu í hópi hinna staðföstu eða réttara sagt Itínna viljugu þjóða. Svo mikil var heiftin, fannst okkur, að við getum eiginlega ekki orða bundist. Við héldum, í barnaskap okkar, að það væru bara andstæðingar þátttöku íslands í stríðinu við íraka sem væru reiðir. Að hinir yndu sáttir við sitt. Enda er ísland að taka þátt og þeir „viljugu" á íslandi hafa því undirtök- in í málinu þrátt fyrir andstöðu mik- ils meirihluta þjóðarinnar. Heiftin og reiðin sem þarna grasseruðu benda til þess að þetta íraksmál sé nú að skapa hér sömu Bandaríkjunum. ÞESS VEGNA K0M þessi reiði okkur á óvart. Að hún skyldi allt í einu blossa upp í settinu hjá Agli Helgasyni og koma frá þeim sem hafa lítið til að vera reiðir yfir: Fylgjendum stríðins. Þeir bentu og messuðu og töluðu af hörku. Sameinuðu þjóðirnar voru sagðar mslsamkoma sem lítið vit væri í að styðja. Minnti frekar á um- ræðuþátt á Fox-fréttastöðinni en huggulegan sunnudagsþátt hjá Agli. Enda fer það íslendingum seint að tala af innblásinni hörku um hernað í útlöndum. Ekki frekar en það myndi fara íbúum Afríkurfldsins Tsjad að tala um friðun á íslenskum fiskimiðum. ÞAÐ VAKTI SV0 enn frekari athygli okkar þegar Hans Kristján Árnason Itíeypti þættinum endanlega upp í hysteríu þegar hann Jtíammaði sér í einn stólanna fldæddur bol með styrktarsímanúmeri. Hann og vinir hans ætla að kaupa auglýsingu í New York Times og segja að þessi stríðsrekstur sé ekki í þeirra nafni. Eiginlega frekar sniðug hugmynd. Að minnsta kosti frumleg. En fólkið við hlið Egils var reitt út í hann. Sagði að peningunum væri betur varið í að byggja skóla í írak (það er búið að sprengja þá marga í loft upp). Átti maður að hlæja að því? HEIFTIN 0G REIÐIN sem þarna Forsætisráðherrann smíðar nýyrði En að vísu bara í hinum tilbúnu „dagbókum“ á Deiglunni.com. Kæra dagbók! Hvað með nýyrði yfir stjórnar- andstöðuna? Umhverfisvemdaraftur- haldsasnaflokkur Bakheldinsfortíðarleitandifi'fla- flokkur Fiskveiðistjórnunarandstæð- ingadvergaflokkur Svo mætti jafnframt hugsa sér: Framsóknarfurðusnillingur Forsætisráðherrabaráttu- mannsefrii Framtíðarflokksforingjasleikja Af hverju er ég ekki eins orð- heppinn og Davíð? Eitt orð, eitt orð og öll athygli íjölmiðla beinist að honum? Ég vildi að ég gæti þetta fika og held reyndar að ég geti það alveg. Þarf bara aðeins að æfa mig. Ætti að fá Binga til að þjálfa mig, hann á það til að vera svolítið orð- heppinn. Við gætum kannski gert skemmtilegan leik úr þessu. Hann lætur mig búa til svona nýyrði og svo ef hann er sáttur við það fæ ég nudd að launum. Ég held ég beri þetta undir Binga á morgun. Biö aö heilsa Binga, ForsætisráOherrann Halldór Ásgríms- son „Afhverjuerég ekkijafn orðheppinn og Davfð?' Fyrst og fremst grasseruðu benda til þess að þetta Iraksmál sé nú að skapa hér á landi sömu gjá og í Bandaríkjunum. Þar var þetta strax spurning um hvort þú værir með hryðjuverkamönn- um og illmennum eða á móti. Við héldum að svo bjánaleg umræða myndi aldrei ná til íslands. Alla- vega ekki heiftin sem er oft fylgi- fiskur slíkra öfgaskoðana. En þegar öllu er á botninn hvolft erum við kannski miklu amerískari en við héldum. Ameríkansering í Sillri Egils

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.