Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Page 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 13 Rúllettu- svindlar- ar sleppa Hópur fjárhættuspilara sem unnuyfir milljón pundá Ritz Casino í London með hjálp leisertækni fá að halda feng sínum. Hópurinn, ung- versk kona og tveir Serbar, var handtekinn í mars sl. eft- ir aðra heimsókn sína á Ritz. Það kvöld vann fólkið yfir milljón pund með því að nota sérstakan leiserskanna til að meta á hvaða tölu kúl- an í rúllettunni myndi lenda. Lögreglan hefur nú fellt nið- ur málið þar sem ekki er hægt að sjá að hópurinn hafi brotið nein lög með þessu athæfi sínu. Blakvakning áHöfn Vakning er orðin í blak- íþróttinni á Höfri í Horna- firði. 80 börn æfa nú blak, en í haust var í fyrsta sinn boðið upp á æfingar í íþróttinni fyrir börn. Blak er því á góðri leið með að verða vin- sælasta íþróttin á Höfn, enda stundar nú stór hluti barnanna þessa íþrótt. Myndir Magnúsar Þórs af brottkasti draga dilk á eftir sér Ríkið græðir hundruð milljóna á brottkastlögum Magnús Þór og Níels Sjáv- arútvegsráðherra gagnrýndi Magnús Þór Hafsteinsson og Níels Ársælsson harkalega eftir heimildarmynd um brottkast. íslenska ríkið hefur grætt minnst 471 milljón króna á lagasetningu Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sem heimilar sjómönnum að landa allt að 5% af afla sínum án þess að það dragist frá kvóta, en rík- ið fær 80 prósent af verðmæti hans. Þetta kom ffarn í svari sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Lagasemingin kom í kjölfar þess að myndbandsupptökur vom sýnd- ar af brottkasti á íslandsmiðum, en þær vom einnig sýndar í Noregi. Myndirnar vom sýndar í nóvember 2001 og ollu miklu fjaðrafoki, en í desember sama ár setti Árni lög. Það var Magnús Þór sem stóð að gerð heimildarmyndarinnar. Hann segist hafa unnið þjóðþrifaverk, en hafa verið hengdur fyrir. „Við sem stóð- um að myndatökunum vorum hengdir í hæsta gálga. Mannorð okkar var troðið í svaðið. Við út- hrópaðir og ásakaðir um falsanir og svindl. Útgerðir bátanna vom svipt- ar veiðileyfum. Nilli [Níels Ársæls- son] fékk rúma milljón í sekt eða fjóra mánuði í fangelsi. Ég fór í meiðyrðamál við sjávarútvegsráð- herra sem ég vann í héraðsdómi en tapaði í Hæstarétti. Það kostaði mig tæpa milljón í það heila. Síðan hefur komið heldur betur í ljós að við vomm að benda á raunverulegan vanda sem var til stórtjóns fýrir þjóðarbúið," segir Magnús. „Hægt er að margfalda aflaverðmæti með þremur til að finna út útflutnings- verðmæti. Þannig má segja að þjóð- arbúið hafi þénað 1,5 milljarða á þessu sem rekja má beint til sýninga brottkastmyndanna. Verðmætari fféttamyndir hafa ekki farið í loftið hér á landi." Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er orðið 130 ára og gegnir enn hlutverki fangelsis í hjarta höfuðborgarinnar þrátt fyrir að uppfylla nær því engin þeirra skilyrða sem gerð eru til fangelsa í dag. Fangelsismálastjóri myndi vilja loka fangels- inu ef hann bara vissi hvað hann ætti að gera við fangana. Tímaskekkja á Skólavörðustíg Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg er tímaskekkja sem þarf að víkja. Ekki húsið sjálft heldur fang- elsið sem þar er rekið úr takti við aUar nýjustu hugmyndir manna um hvernig fangelsi eiga að vera. „Ifúsið hentar aUs ekki sem nú- tímafangelsi og á það erum við aUtaf að benda," segir Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofriunar, en segist þó ekki vUja loka því strax á morgun. „Því þá myndi ég ekki vita hvað gera ætti við fangana," segir hann. Eftirsóttur kostur Valtýr og menn hans hafa verið óþreytandi við að benda á og óska eftir öðru fyrirkomuiagi á móttöku- fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa reyndar aUtaf fengið góðar undirtektir en Utlar efndir. Hegning- arhúsið stendur enn við Skólavörðu- stfginn, stútfuUt af föngum: „Samt vilja fangarnir vera þarna og kjósa það umfram annað þótt aðbúnaður sé enginn. Þeim finnst hlýlegt þarna og starfsfóUdð gott," segir Valtýr Sigurðsson. Veitingahús? Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg var tekið í notkun fyrir 130 árum og hefur alltaf gegnt hlutverki fangelsis. Þá var húsið reist við ytri borgarmörk í austri sem síðan hafa færst verulega tU. Vitað er að ákveðnir framkvæmdamenn hafa sýnt húsinu áhuga og þá ekki síst með það í huga að opna þar veit- ingahús eða skemmtistað. Stað- setningin er frábær og umgjörðin „Samt vilja fangarnir vera þarna og kjósa það umfram annað þótt aðbúnaður sé enginn. Þeim finnst hlýlegt þarna og starfsfólkið gott." nær því án hliðstæðu. Ekki síst vegna fangelsisgarðsins sem er bæði skjólgóður og stór. Kertaljós í klefa „Þarna gæti verið flottur restaur- ant en ég held að erfitt gæti orðið að nýta húsið þannig því það er að stór- um hluta friðað," segir Valtýr Sigurðsson en samt eru fordæmi fyrir því að veitingastaðir séu reknir í friðuðum húsum. Kvöldverður í fangaklefa gæti orðið góð söluvara; borð fyrir tvo á rólegum stað við kertaljós í klefa. „Menn hafa varpað fram þeirri hugmynd að hér verði lögreglu- minjasafn en meira veit ég ekki,“ segir Guðmundur Gíslason, hæst- ráðandi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og annarra fangelsa á höfuðborgarsvæðinu að auki. ... að vera trúður? „Það er reyndar frekar erfitt að vera trúður í dag því þeir virðast ekki vera lengur í tísku. Ég kom heim árið ‘99 og þá var meira að gera í afmælum og grillveislum en nú er eins og Disney og Lati- bær hafi tekið yfir. Gamli góði trúðurinn er ekki lengur inn en vonandi stendur það til bóta þar sem teiknimynd um trúð er vænt- anleg frá Walt Disney. Þá breyt- ist þetta vonandi hjá mér enda get ég ekki verið í þessu „full tirne" í dag, ég þarf að taka að mér ýmsa aðra vinnu til að ná endum saman. Þegar foreldrar mínir komu frá útlöndum gáfu þeir mér alltaf nýjan og nýjan trúðabúning og nú á ég líklega um 20 til 30 búninga í öllum stærðum og gerðum. Skólinn er ágædega sóttur þótt aðsóknin hafi minnkað aðeins á síðustu árum. í skólanum lærð- um við um sögu trúðsins í mis- munandi menningarsamfélögum og um hinar ýmsu útgáfur af trúðnum. Uppáhaldið mitt er kómíski trúðurinn enda finnst mér lang- skemmtilegast að tala við fólk og þá sérstaklega börn- in. Svo er líka gaman að vera á götunni í London eða Kaupmanna- höfn en fyrir það er hægt að fá mikinn pening. Trúðurog jólasveinn Alveg frá því ég var krakki hafði mig dreymt um að vera trúður. Ég var alltaf að leika trúð í afmælum og jólasveina um jóhn og þegar ég varð unglingur fór ég að fá borgað fyrir. Mig langaði aldrei að læra alvöruleiklist, hef alltaf haft meiri áhuga á trúðnum og látbragðsleik og var alltaf ákveðin að vera í skemmtanabransanum. Þegar foreldrar mínir komu frá útlöndum gáfu þeir mér alltaf nýjan og nýjan trúðabúning og nú á ég líklega um 20 til 30 bún- inga í öllum stærðum og gerðum. Það er alltaf gaman að komast í búðir erlendis þar sem úrvalið af nefjum og skóm er ijölbreytt. í trúðaskóla í Bretlandi Ég lærði trúðinn í trúðaskóla í Bretlandi. Námið tekur tvö ár og er leiklistartengt. Skemmtir í fullorðins- afmælum Frá því ég kláraði skólann hef ég verið að vinna við þetta af og til. Verkefnin koma mikið í syrpum sem er ágætt því þá get ég notað tímann til að endur- hugsa mig og læra nýjar aðferðir. Þetta starf getur verið ágætlega borgað. Á sumrin er ég kannski með 3-4 afmæli á dag og svo full- orðinsafmæli á kvöldin. Ég er yfirleitt með sama atriðið, er með blómið, blöðrur og alls kyns töfrabrögð en aðlaga mig eftir því hvað krakkarnir eru gamlir. Ég mæli hiklaust með þessu starfi. Þetta er svo ofsalega skemmtilegt og gefandi að vera í kringum börnin. Ég er þó að spá í að flytja út svo ég geti einbeitt mér að trúðastarfinu. Ég á vini í Kaupmannahöfn sem eru líka trúðar og við gætum gert eitthvað skemmtilegt í sameiningu." leiður Gestsdóttir lærði trúðinn í trúðaskóla í Bretlandi. Eftir PV-mynd Hnri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.