Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Page 9
DV Fréttir ÞRtÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 9 Kratar gefa pening Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði segja í yfirlýs- ingu að þeir hafi ákveðið að gefa Þjóð- arhreyfing- unni 10 þús- und krónur til þess að birta auglýsingu í The New York Times gegn stríðinu í írak. í yfirlýsingunni skora Hafnfirðingarnir á aðrar ungliða- og stjórnmála- hreyfingar að gera slíkt hið sama. Þeir segja stríðs- hörmungarnar í írak og drápin á börnum ekki með vilja þjóðarinnar en á ábyrgð ríkisstjórnar íslands. Auglýsingin í New York Times sé mikilvægt andóf og Þjóðarhreyfing- unni til sóma. Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir að misnota stjúpdóttur sína frá því hún var átta ára. Hann segist hafa átt í „ástarsambandi“ við hana þegar hún var 17 ára. Stúlkan segir stjúpföður sinn hafa neytt sig til að þekkjast áralangra misnotkun af hans hendi. Viöurkenndi kynmök við stjúpdóttur ú segiiandi Óboðinn svaf í stofunni Snemma á sunnu- dagsmorgun var tilkynnt með stuttu miliibili um innbrot í tvær kjallara- íbúðir í miðborginni. í báðum tilvikum voru húsráðendur heima. Þegar þeir gerðu vart við sig lét innbrotsþjófurinn sig hverfa. Hann náðist á hlaupum eftir seinna innbrotið. Þá urðu hús- ráðendur í íbúð í Hlíða- hverfi varir við ókunnug- an mann sofandi inni í stofu hjá sér þegar þeir vöknuðu á sunnudags- morgun. Maðurinn hafði engar skemmdir unnið en var vistaður í fanga- geymslu sökum ölvunar- ástands. Stálu bíl og óku á vegg Aðfaranótt sunndags var brotist inn í vélsmiðju í Hafnarfirði og stolið þaðan talsverðu af verkfærum. Frá sama stað var einnig stolið bifreið. Nokkru síðar handtóku lögreglumenn í Reykjavík nokkra aðila, eftir að sömu bifreið hafði verið ekið á vegg í Breið- holti. í bifreiðinni fannst einnig meint þýfi úr inn- brotinu. Kynferðisbrotamál gegn Guðjóni Ómari Haukssyni, umverfis- og mengunarfulltrúa í Reykjanesbæ, verður tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness í dag. Stjúpdóttir hans kærði hann til lögreglu fyrir að misnota sig árum saman eða allt frá því hún var átta ára. Lögreglan hefur lokið rannsókn á málinu og ríkissaksóknari hefur sent það fyrir dóm. Honum var birt ákæra í gær. Stúlkan, sem nú er 23 ára, kærði misnotkunina í febrúar síðastliðnum eftir að hafa átt fundi með fulltrúum Stígamóta og verið hvött til þess af sálfræðingi. I kæru hennar til lögregl- unnar er því lýst að hún hafi verið misnotuð að staðaldri um árabil og með hrottafengnum hætti. Sam- kvæmt heimildum DV tók stúlkan upp á segulband samtal hennar við stjúpföðurinn í febrúar þar sem hann játar að hafa átt í kynferðislegu sam- bandi við hana. Segulbandið lagði hún fram til lögreglunnar, en þar heyrist hann meðal annars biðja hana fyrirgefhingar. Stúpfaðirinn var 39 ára þegar meint misnotkun hófst, um það leyti sem hann tók upp sambúð við móð- ur stúlkunnar. Guðjón Ómar, sem nú er á sextugsaldri, hefúr þegar verið yfirheyrður af lögreglu og þvertók þá fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sína en sagðist hafa átt í „ástarsam- bandi" við hana þegar hún var 17 ára og því yfir lögaldri. Kveðst hafa megna óbeit á þeim sem misnota börn Upp úr sambandi móður stúlkimnar og Guðjóns Ómars slitn- aði í byrjun desember síðastliðins. Hann segir að allar ásakanir gegn sér séu úr lausu lofti gripnar. „Ég held að þetta sé einhver skiln- aðarvitleysa," segir hann og kveðst hafa megna óbeit á þeim sem mis- nota böm. Guðjón Ómar segist hafa svarað spurningum lögreglunnar skilmerki- lega þegar hann var kallaður fyrir vegna málsins. Hann sagðist hafa vonað að málið yrði fellt niður. „Ég er eyðilagður yfir þessu og vonast til að það fáist botn í þetta sem allra fyrst," segir hann. Hann baðst undan því að tjá sig um hvað hann meinti með því að hann hefði átt í ástarsambandi við fósturdótturina. „Ekkert annað en bara að þetta var samband okkar. Og við slitum þessu 2001,“ segir hann. Vinkonur þekktu málið Vinkonur stúlkunnar hafa verið kallaðar til yfirheyrslu vegna málsins, til að fá úr því skorið hvort þær vissu af misnotkuninni. Ein vinkonan stað- festir í samtali við DV að stúlkan hafi greint henni firá misnotkun stjúpföð- urins þegar hún var 16 ára og að þá hafi hún sagt misnotkunina hafa staðið yfir um árabil. Aðspurð hvort um ástarsamband hafi verið að ræða segir stúlkan sem kærði: „Nei, guð minn góður! Hann segir að eftir 17 ára aldur hafi ég sam- þykkt. En hann neyddi mig til að segja já og sleppti mér ekki fýrr. Hann Guðjón Ómar Hauksson Stúlka íKeflavík hefur kært stjúpföður sinn, Guðjón Ómar Hauks- son, fyrir að hafa misnotað hana frá átta ára aldri. Hann viðurkennir að hafa átt I ástarsam- bandi við stúlkuna þegarhún var 17 ára. var stundum í hálftíma eða klukku- tíma segjandi: gerðu það, gerðu það. Hann hætti ekki fyrr en hann fékk eitthvað eða ég hljóp út. Þá var hann búinn að vera að þessu frá því ég var átta ára.“ Móðirin vissi ekkert Stúlkan kveðst hafa flúið að heim- an þegar hún var 14 ára. Bjó hún þá hjá kærasta sínum til að forðast stjúpföður sinn. „Þá var ég farin að búa með strák til að forðast hann. Svo hætti ég með stráknum og flutti heim, því ég hafði í engin önnur hús að venda." Hún sagði móður sinni frá málinu um það leyti sem hún kærði til lög- reglunnar. Móðirin segist ekki hafa vitað af því sem gerðist, en meint brot munu hafa átt sér stað eftir að hún fór til vinnu að morgni, sem og í löngum jeppaferðum stjúpföðurins og dótturinnar. Hjónin hafa undan- farið staðið í skilnaðarmáli. Guðjóni Ómari er lýst sem dag- farsprúðum manni og hvers manns hugljúfa. jontrausti@dv.is Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80% við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% viö kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna). Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað alit annað. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr. Lánstími 4,15% vextir Lán meö jafngreiösluaðferd án veröbóta Ragnheiður Þenglls^óttir viðskiptafjtæóingui er 1.1 n<if 11IItrni á viöskiptasvíði Ráðgjafar okkm veita allar náriari upplysingar. Þú getur litið inn i Armúla 13a, hríngi i síma 540 5000 eöa sent tölvupóst á frjalslÖfrjalsi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.