Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 Menning DV ÁHUGAMENN um bókmenntir eru standandi hlessa yfir tilnefningum til Islensku bókmenntaverðlaunanna. ÆTLA útgefendur endanlega að klúðra bókmenntaverðlaunum sem þeir stofnuðu sér með forsetaskrif- stofuna sem skálkaskjól? Nú ersvo komið að hin metnaðar- fullu verðlaun verða valin bæði í flokki fræða og bókmennta af viðskiptafræðingi, handritafræðingi og stjórnmálafræðingi. Vita pær Valgerður Bjarna- dóttir, viðskiptafræðing- ur á lyfjasviði, og Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í alpjóðalögum, eitthvað um bókmenntir annað en pað sem áralangur skemmti- lestur hefur kennt þeim? NÚ má spyrja hvernig eryfirleitt hægt að taka alvarlega verðlaun sem taka aðeins til eins tíunda afútgefnum bókum ársins í landinu, útheimta að- gangseyri til að komast í pottinn og » hafa reyndar verið kölluð útgefenda- verðlaunin. Þegar það er sagt fer grátkór félags bókaútgefenda í gang og hrln. Flugur EN fræðaverðlaun er ekki hægt að taka alvarlega þegar ekki eru með í vali verkJóns Viðars, Torfa Tuliníus, Matthíasar Viðars né Harðar Ágústs- sonar. Er verðlaununum ekki ætlað að verðlauna nýmæli I rannsóknum eða skoðun? Ekki eru þau fyrir myndskreyt- ingar. Myndskreytt dýrafræði telst varla til nýmæla I fræðimennsku. Bók Ingu Dóru stenst ekki þær kröfur sem gera verður til verka I besta flokki. Valið einkennist afskiptingu milli þeirra mörgu deilda sem innan flokksins eru: ein ævisaga, dýrafræði, mannfræði, sagnfræði og myndabók. BÓKMENNTIR voru upphaf þessara verðlauna: er ástandið betra I þeim flokknum? Er einhverjum greiði gerð- ur með því að draga barnabók inn í þann flokk. Hvaða látalæti eru þetta? Auður Jónsdóttir og Sigfús Bjart- marsson eiga sannarlega heima þarna en er hitt bara til að látast? Hvað með Guðberg, Braga, Auði Ólafsdóttur, Geirlaug Magnússon? VÍST má ganga frá því sem vlsu að alltafverði deilur um verðlaun sem þessi. Hér gildir meðalhófen ekki ýtr- ustu kröfur. Valið lyktar að miðlunar- hugsun, sátt við heldrimenn - það er miðjumoðsfýla afþvl upp I miðjar ^ hlíðar. Valnefndir eru aö vikja sér undan því að tilnefna þau verk sem bera afsem bókmenntir og sem fræðirit. Það þýðir að hvorki bók- mennta- né fræðasamfélagið munu virða þau nokkurs. Þá er llka best að fela FM957 framkvæmdina og breyta þessu Ialmenn vinsældaverðlaun. Þá má safna verðlaunafénu meö inn- hringingum og bókaútgefendur sleppa við útlagðan kostnaö. VERÐLAUN sem þessi geta aðeins haldið lífi efstrangar fagurfræðilegar og rannsóknarlegar kröfur eru geröar til þeirra verka sem til álita koma. Með þessu móti má ætla að verð- launin þyki lítils virði og höfundum þyki smán frekar en sómi aö fá þau, • þótt þeir þiggi aurinn og skáli I volgu hvítvíni á Bessastöðum. Breska hljómsveitin The Stranglers spilaði í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi á laugardagskvöldið. Trausti Júlíusson mætti á tónleikana og var nokkuð sáttur við frammistöðu gömlu pönkaranna, en saknaði samt upprunalega söngvarans, Hughs Cornwell, mikið. Það var svolítið eins og að vera kominn á „reunion“ pönkkynslóðar- innar að ganga í salinn í íþróttahús- inu Smáranum á laugardagskvöldið þar sem The Stranglers spiluðu ásamt Fræbbblunum. Gamlir jálkar af senunni í Kópavogsbíói og Hótel Borg fjölmenntu á staðinn, sumir ailsgáðir með krakkana með sér, aðr- ir enn í partíinu aldarfjórðungi seinna. Það var ekki uppselt á tón- leikana, en mæting nokkuð góð samt, húsið sem tekur 3000 manns var orðið nokkuð þétt skipað þegar leið á kvöldið. Fræbbblamir stigu fyrstir á svið. Þeir spiluðu sambland af lögum af nýju plötunni, Dót, og gömlum smell- um eins og Ljóð, Nekróffll í Paradís, Hippar, Bjór og Lover Please. Hljóm- sveitin var þétt og skilaði sínu vel og var ágætlega tekið. Hún endaði á lag- inu í nótt og þá tók salurinn vel við sér, enda lagið eitt af einkennislögum ís- iensku pönkáranna. Hljómburðiirinn var frekar slakur, en skánaði eftir því sem það leið á dagskránna. Eftir stutt hlé gekk The Stranglers á sviðið undir tónum lagsins The Men In Black og byrjaði svo á titillag- inu af nýju plötunni, Norfolk Coast. Þeir spiluðu svo til skiptis ný lög og gömul: Skin Deep, Big Thing Com- ing, Peaches... Þegar það leið á prógrammið tóku gömlu smellirnir nánast alveg yfir- höndina. Hljómsveitin spilaði flest sín þekktustu lög; Always The Sun, Golden Brown, Walk On By, (Get A) Grip (On Yourself), Something Better Change... Hún var klöppuð upp tvisvar, tók fýrst Nuclear Device og Five Minutes við mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar hún kom aftur á svið eftir það þakkaði Jean-Jacques Burnel bassaleikari fyrir góðar mót- tökur íslendinga og lýsti sig reiðubú- inn til að leggja inn í genabanka landsmanna seinna um kvöldið. Hann bætti því svo við að 17 ára son- The Stranglers „Madur getur ekki annað en borið þá saman við tón- leikana i Höllinni fyrir 26 árum og samanburðurinn er hinum nýju fimm manna Stranglers ekki hag- stæður," segir Trausti Júliusson í umfjöllun sinni um tónleikana. ur sinn væri með í för og sagðist full- viss um að hann hefði líka áhuga... Hann ítrekaði svo enn eina ferðina að breska þjóðin væri mótfallin íraksstríðinu. Stranglers tók svo tvö lög til viðbótar, í því fyrra var sungið gegn stríðsrekstrinum í írak, en það seinna var No More Heroes og þá náði stemningin hámarki. Ég var nú mátulega bjartsýnn á The Stranglers fyrir þessa tónleika. Og mátulega ánægður þegar þeim lauk. Maður getur ekki annað en bor- ið þá saman við tónleikana í Höllinni fyrir 26 árum og samanburðurinn er hinum nýju fimm manna Stranglers ekki hagstæður. Það var að vísu góð- ur kraftur í bandinu, töluvert meiri en þegar ég sá það spila í Frakklandi um miðjan níunda áratuginn. Sveitin náði líka alveg að kýla upp stemning- una sérstaklega þegar leið á kvöldið. Og þegar yfir lauk voru áhorfendur margir alveg í skýjunum. Ég saknaði hins vegar Hughs Comwell meira heldur en ég bjóst við. Paul Roberts er ekki alslæmur og stundum tókst honum ágætíega upp, en það vantaði heiftína sem gerði svo mikið fyrir sönginn hjá Hugh. Þegar Hugh söng viðlagið í Something Better Change þá var eins og hann væri að springa úr frekju og reiði, en þegar Paul söng það var eins og hann væri að fara yfir innkaupalista, tilfinninguna vantaði. Á heildina var þetta ágæt skemmtun þó að upplifunin hafi ekki verið eins sterk eins og í Höllinni 3. maí 1978 og vægi tónleikanna í Smáranum í íslenskri rokksögu ekki nálægt því að vera það sama. Trausti Júlíusson Söngvar fyrír meginlöndin Kristján Jóhannsson tenór hefur sent frá sér nýjan disk með ellefu nýjum og nýlegum dægurlögum, itölskum og ís- lenskum. Hann kom hingað á dögun- um til að kynna útgáfuna og syngja á óskyldum tónleikum og olli nokkru uppnámi, eins og honum er títt í norð- urferðum sinum, en inýjum stil. Það er nýi diskurinn lika: Portami via heitir hann og ersunginn á ítölsku og ensku. Þar slæst Kristján ihóp margra klass- iskra söngvara sem hafa á undanförn- um áratugum lagt út af hefðbundnu lagavali hinnar klassísku raddar og tekið til við dægurlagasöng og þar með reynt að bæta dvinandi sölu á klass- ískri tónlist. Nú hefur Kristján aldrei verið„recor- ding artist". Þrátt fyrir velgengni hans á óperusviðinu beggja megin hafsins hefur hann aldrei náð inn á markað hljóðritana. Eini markaðurinn sem hef- ur litið við hljómplötum hans er hér á islandi þarsem velgengni hans hefur verið nokkur og haldist í hendur við þá látlitlu áróð- ursherferð sem hér hefur verið rekin fyrir ágæti hans sem söngvara og heims- frægð. Þessi áheyrandi hefur alltaf haft þá tilfinningu að Krist- ján væri maður hinna stóru sala. Hann skortirþann lýriska tón sem heillar mann svo oft hjá góðum tenórum: en hann hefur hátt, belgir sig jafnvel i söng sér maðurá myndskeiðum af flutningi hans. Hann er ekki Ijóða- söngsins. Styrkur hans hefur mér sýnst vera öryggi og snerpa, vissa í fram- göngu sem gerir hann að sannfærandi túlkanda. Eins ogþaðernú lofsvert að stækka efnisskrána, þá skil ég ekki fylli- lega erindi disksins á markaðinn. Lög og Ijóð eru flest óþekkt hér. Texta vant- ar og stautfærum því lokuð sú slóð um heim Ijóðanna, og þá ekki heldur gef- inn kostur á islenskum þýðingum, ekki einu sinni í tausamáli. Enda hefur listamaðurinn sagt að útgáfan hérsé aðeins tilhlaup að megin- landsmarkaði. Tónlist og útsetn- ingar eru á skjön við það stefnu sem yngri söngvarar hafa fylgt i nýrri útsetningum, hér er leitað i erfiða sambúð rythma-deildar rokksins með strengjafyllingu i bak. Sumar melódíur eru fallegar en söngv- arinn tekur þetta á kraftinum, söngur- inn víðast fjarlægur og eins og keppst sé við að keyra sönginn á miklum radd- styrk á móti hljómsveitinni á fullu. Áhrifamikið? Sjaldan. Minnir á söng- leikjamúsik sem dregur klassískt menntaðir raddir inn i mjúsikalið. Tilraunin er þvi á misskilningi byggð. Raddgæði höfðingjans eru ekki fyrir þessa tegund tónlistar. Lögin eru flest samin fyrir mjúka tenóra sem er veikur partur á raddsviði Kristjáns. Glamurmiklar útsetningar fara langt i að halda i við rómmikla röddina þegar Portami via Kristján Jó- hannsson Útsetningar: Matteo Helfer, Matteo Falloni, Andr- ea Bandel, Marco Mojan. Skífan. ★ Plötudómur hljómmagnið eykst, en þetta er eins og staðin dressing - olia fljótandi á ediki - passar einhvern veginn ekki saman. Sveiflandi vibrato í löngum nótum verður óþægilegt undir rokkbandi með brassi og strengjum. En - þeir kaupend- ursem eru aðdáendur Kristjáns og fer- ils hans og eiga allar hljóðritanir hans heima og heiman geta auðveldlega lagst i samburð og ráðið sínu. Er þetta hans tún? Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.