Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 Fréttir DV Elskuðust við pylsuvagn Snemma á laugardags- morgun barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um par í ástaratlotum í bifreið sem lagt var við pylsuvagn í miðbænum. Lögreglan fór á staðinn og hafði tal af elskendunum. Reyndist þetta vilji beggja og var því ekkert frekar aðhafst í mál- inu en parinu bent á að halda leiknum áfram utan almannafæris. Ábyrgðar- lausir foreldrar Lögreglan á Selfossi telur rétt að brýna fyrir foreldrum að börn þeirra noti endurskins- merki en það hefur vak- ið athygli lögreglu- manna að notkun þeirra er lítil. Þá sést af og til til endurskinsmerkjalausra barna á ljóslausum hjól- um án hjálma í myrkr- inu. Verður að telja að foreldrar séu ekki að axla ábyrgð í foreldra- hlutverkinu þegar svona gerist. Tilnefningar til bókmennta- verðlauna Eirfkur Guðmundsson, bókmenntafræöingur á Rás 1. „Nei, ég er ekki sáttur. Það vantaði á þennan lista þá Braga Ólafsson, Steinar Braga og Guðberg Bergsson. Val nefndarinnar að þessu sinni kom méralveg f opna skjöldu en eigi að síöur virðist tiigang- urinn vera sá að gera alla sátta. Þarna er barnabókin, giæþasagan og Ijóðið en ekki endilega bestu bækurnar í ár.“ Hann segir / Hún segir „Þetta eru fremurléleg skáld- sagnajól og ég hefekki mikla skoöun á tilnefningum þetta árið. En minn listi hefði orðið öðruvísi. Þaö er margt skrýtiö I bókmenntaheiminum. Einar Már fékk ekki tilnefningu á sinum tíma fyrirEngla alheimsins en er nú tilnefndur fyrir eina slökustu skáldsögu sína. Af tilnefndum bókum eru það bækur Arnaldar og Halldórs Guðmundssonar sem standa upp úr. Ég vona aö þeir vinni. Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntagagnrýnandi. Kokkurinn á Litla-Hrauni, sem varö fyrir aðkasti eftir aö gleraugu fundust í blað- laukssúpu, biðst afsökunar á að fingur af hanska hafi lent í londonlambi. Kokkur- inn, Páll Björgvin Ingimarsson, segir mannleg mistök hafa orðið en yfirleitt gangi samstarfið við fangana vel. Hanski í sunnudapssteikinni hiá föngunum á Litla-Hrauni Fangi fann fingur af hanska í londonlambi á sunnudagskvöld. Kokkurinn segir þetta mannleg mistök sem hann hafi beðist af- sökunar á, en þetta er sami kokkur og missti gleraugu í blað- laukssúpu fanganna um daginn. Fangi á Litla-Hrauni varð orðiaus þegar hann fann pjötlu af hanska í londonlambi sem borið var fram sem sunnudagssteik fyrir fanga í fyrrakvöld. „Það var gúmmípjatla í lamba- kjötinu og ég skildi ekkert í því hvernig hún hafði komist þangað. Svo sáum við að þetta var framan af hanska og getur ekki komið annars staðar en úr eldhúsinu," segir fang- inn sem býr á fyrirmyndargangi en vill ekki koma fram undir nafni. Hann situr inni fyrir að hafa orðið manni að bana. Baðst afsökunar Páll Björgvin Ingimarsson kokkur segist hafa beðist afsökunar. „Ég er búinn að útskýra þetta fyrir fangan- um og biðjast afsökunar," segir hann. „Það hefur skorist af enda á hanska sem ég var að vinna með. Þetta var venjulegur gúmmfhanski sem við notum til að passa upp á hreinlætið. Þetta var nýr hanski en það getur hafa gerst að þetta hafi farið af þegar ég var að skera netið utan af london- lambinu. Svona // Svona getur komið fyrír, þetta voru mannleg mistök." getur komið fyrir, þetta voru mann- leg mistök." Páll segir af og frá að hann hafi skaðast þegar hcmskinn fór í sundur. „Ég er heill á höndunum." Hrekkur? Páll sá líka um matinn þegar fangar á öðrum gangi fundu gler- augu í blaðlaukssúpunni fyrir tæpum mánuði. Þá sagði PáÚ öruggt að það væru ekki hans gleraugu. „Maður hrekkur náttúrulega við þegar svona gerist, sagði Páll þá. „Ég hef fært sannanir fyrir því að þetta eru ekki mín gleraugu. Það getur að sjálfsögðu Sunnudagssteik Gúmmihanski í mathjáfanga. gerst að gleraugun renni úr brjóst- vasanum hjá manni þegar verið er að hella súpunni í dalfana. Ég kann- aði þetta mál þegar það kom upp og gleraugun mín voru hérna inni í hillu,“ sagði Páll. Hann segir að gleraugun sem fundust hafi verið ódýr gleraugu, líklega keypt á bensínstöð. Páll vill ekki rifja gler- augnamálið upp núna og segir ýmislegt ganga á á vinnustað eins og Litla- áP** ’ Hrauni. „Fangarnir á þeim gangi hafa ekki verið með neina stæla síð- an þá,“ segir hann og bætir við að hann telji samstarfið við fangana yfirleitt ganga mjög vel. Kristján Stefánsson, fangelsis- stjóri á Litla-Hrauni, rannsakaði gleraugnasúpumálið en fann ekki eiganda gleraugnanna. Kristján grunaði einna helst að um hrekk hefði verið að ræða. kgb@dv.is Framkvæmdastjóri Adams og Evu Líkamsárásir um helgina Klámdúkkur ekki lífsförunautar „Þessar dúkkur eiga ekki að leka,“ segir Þorvaldur Stefánsson, framkvæmdastjóri Adams og Evu. DV fjallaði í gær um áhyggjur Sauð- krækinga af Ólafi Bergmann Sig- urðssyni, manni sem býr í bænum og er ástfanginn af klámdúkkunni Pamelu. Ólafur sagðist fara með Pamelu í göngutúra, kaupa á hana föt og sitja með henni á barnum. Þá gaf Ólafur lítið fyrir áhyggjur bæjarbúa af þessari hegðun; sagði sitt helsta áhyggjuefni það að Pamela læki lofti svo hann þyrfti trúlega að fá sér nýja. Þovaldur segir að Ólafi sé frjálst að hafa samband við búðina og fá sér aðra dúkku. „En ég vil samt taka Ólafur Bergmann og Pamela Nýdúkka bíöur Ólafs I höfuðborginni. það fram að svona dúkkur eru leik- föng en ekki lífsförunautar," segir hann. Stúlka lét tvo þrekna menn berja dyravörð Slagsmál Alls voru til- kynntar sjö líkamsárásir til lögreglunnar í Reykjavik um helgina. Ráðist var á dyravörð á skemmti- stað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins. Stúlka hafði komið að staðnum og reynt að komast inn á fölsuðum skilríkjum. Var lagt hald á skilríkin og hélt þá stúlkan á brott en kom stuttu seinna með tvo þrekna menn með sér sem lömdu dyravörðinn og náði hún skilríkjunum af honum í kjölfarið. Dyravörðurinn var með sprungna vör eftir átökin. Þá gekk maður berserks- gang á skemmtistað í mið- borginni og þurfti þrjá dyra- verði til að halda honum. Hafði hann meðal annars slegið til gesta á staðnum. Um svipað leyti var tilkynnt um slasaðan mann á öðrum skemmtistað í nágrenninu. Sá hafði ___ fengið glas í andlitið og hlotið skurð á vinstra eyra. Hann fór sjálfur á slysadeild. Alls var tilkynnt um sjö líkamsárásir til lögreglunnar i Reykjavík um helgina/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.