Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Qupperneq 29
I>V Sjónvarp ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 29 Hvað veistu umKeanu Reeves? Taktu prófið 1. Hvar er Keanu fæddur? a. Hawal b. Maul c. Beirút d. Toronto 2. Gætunafn Keanu er...? a. TheWall b. Ace c. Speedy d. Neo 3. Hljómsveit Keanu heitir...? a. Polestar b. Lonestar c. Dogstar d. Northstar 4. Keanu gaf áhættuleikurum f Mat- rix Reloaded...? a. Porche b. Harley Davidson mótorhjól c. Jeppa d. Hluta aflaunum sínum 5. Hvað af þessu er í mestu uppá- haldi hjá leikaranum? a. TaíChí b. Samkvæmisdansar c. Sund d. Listmálun 6. Keanu ferðast aldrei án þessara þriggja hluta...? a. Gltar, mótorhjól og einkaþjálfari b. Mótorhjól, hokklkylfa og bækur c. Hjólhýsi, gítar og bækur d. Höfuðklútur, gítar og geisla- diskasafnið 7. Nafnið Keanu merkir „svalandi fjallagustur" á hvaða tungumáli? a. Lakhota b. Tallensku c. Mandrln d. Hawalsku 8. Hvaða leikkonan lék á móti Keanuf Speed? a. Natascha McElhone b. Mena Suvari c. Natalie Portman d. Sandra Bullock yooiing ojpuog 8 mjsjoMDi-i y jn ->iæq 60 DjiÁyjwoq jgíqjojgyj g josuopsi -wæAqujDS 'S IQfqJOipuj uospiADQ fopoH > JDISÖOQ £ IIDM 31IX Z WWl -’JOAS Lógík er lógík, en reglup ern reglur „Lógík er lógík, en reglur eru regl- ur,“ segir ein persónan í L.627, hinni drungalegu en oft á tíðum mein- fyndnu frönsku löggumynd sem nú er endursýnd í Háskólabíó á franskri film noir hátíð. Og mikill fengur er að fá hana aftur í bíó, enda einhver besta löggumynd sem gerð hefur verið síðan hin álíka drungalega Serpico Sidney Lumets. Aðalpersóna L.627, Lulu, er ekki hin dæmigerða Hollywood hetja, með krullað hár og yfirvaraskegg sem hefði líklega ekki heldur þótt flott frumsýningarárið 1992. Meðan A1 Pacino í Serpico var eina heiðar- lega löggan í New York, og barðist gegn spillingunni sem hann sá alls- staðar í kringum sig, er Lulu ekki yfir það hafinn að skrifa undir skýrslur fyrir fólk í skiptum fyrir inneign á veitingastöðum. En ólíkt flestum kollegum sínum hefur hann raun- verulegan áhuga á að handsama ffkniefnasala. Er það líklega vegna hrifningar hans á vændiskonu sem getur ekki komist út úr vítahring eit- ursins. Hún þarf eiturlyf til að geta selt sig og þarf að selja sig til að fá eiturlyf. Flestar löggurnar eru hvítar og flestir skúrkarnir svartir. í Banda- rískri bíómynd yrði þetta kallaður rasismi, en lýsir líklega ástandinu eins og það raunverulega er. Margir innflytjenda fá ekki sómasamleg störf og gerast því glæpamenn, og þar sem hvítir sækja frekar um og eru kannski frekar ráðnir í lögguna hefur stríðið gegn eiturlyfjum stundum á sér yfirbragð kynþátta- stríðs. En eins og myndin L.627 sýnir berlega er stríðið gegn eiturlyfjum tapað frá fyrsta degi. Lögregluþjón- arnir hafa lítinn áhuga, eru illa laun- aðir og illa græjaðir og reyna rétt að handtaka nógu marga til að geta fyllt út nóg magn af skýrslum til að halda ráðherrum ánægðum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða mæður sem leiðst hafa út í neyslu eða harðsvíraða sölumenn, svo lengi sem nógu margar skýrslur eru fylltar út. Lulu sjálfur notar afar vafasamar aðferðir, lemur játningar út úr múslímum meira en áratug fýrir Guantanamo og Abu Ghraib. Enda segir hann í myndinni að eiturlyfja- salar séu hryðjuverkamenn, sem gefur kannski hugmynd um það sem koma skal. En stríðið gegn eiturlyfjum verð- L.627 Lulu sjálfur notar afar vafasamar aðferðir, lemur játningar út úr múslímum meira en áratug fyrir Guant- anamo og Abu Ghraib. Enda segir hann í myndinni að eiturlyfjasalar séu hryðjuverkamenn, sem gefur kannski hugmynd um það sem koma skal. ur ekki unnið með ofbeldi, ekki frek- ar en stríðið gegn hryðjuverkum. Jafnvel þó leitað sé á hverjum ein- asta flugfarþega munu eiturlyfin komast í gegn. Þetta ætti markaðs- fræðin að kenna okkur að því dug- legri sem löggan er, því minni fíkni- efni eru á markaðnum, sem leiðir af sér hærra verð og þár með aukið framboð til að sinna eftirspurninni. Lulu og félagar berjast, ólíkt flestum Hollywood-hetjum, ekki við einhvern einn ljótann kall sem L.627 Leikstjórn: Bertrand Travernier. Aðalhlutverk: Didier Bezace, Jean-Paul Comart, Charlotte Kady. Hand- rit: Michel Alexandre, Bertrand Travernier ★ ★★★ Valur fór í bíó nóg er að handsama svo að allt falli í ljúfa löð. Hver dagur er öðrum lík- ur. Barátta þeirra er gegn þjóðfél- agsmeinum, hún er jafn endalaus og hún er vonlaus. Svarið er að sjálfsögðu að fara að rótum vand- ans og reyna að útrýma fíkniefna- neyslu með því að bjóða fólki mannsæmandi líf. En það virðist af einhverjum ástæðum ekki vera stjórnmálamönnum mögulegt, enda minna líklegt til að ganga í augun á múgnum heldur en loforð um hertar refsingar. L.627 náði kannski aldrei jafn stórum áhorfendahóp utan heima- landsins og Hollywood-löggumynd- ir, eða jafnvel franska Hollywood- löggumyndin Taxi. En hún er marg- falt, margfalt betri. Valur Gunnaisson. Leikarinn og hjartaknúsarinn Orlando Bloom er orðinn búddisti. Bloom sem er þekkt- astur fyrir hlutverk sitt í Hringadróttinssögu tók þátt í klukkatímalangri vígsluathöfn þar sem hann helgaði sig trúnni. Bloom var ásamt 60 öðrum tilvonandi búddistum við hátíðina sem var virðuleg og faUeg. „Bloom var mjög ánægð- ur, það var augljóst að honum leið vel,“ sagði gestur. Eftir vígsluathöfnina var fagnað og allir klöppuðu. Fólkið fékk sér te saman og fólk stóð í biðröðum eftir að fá eiginhandaráritun frá Or- lando og láta taka mynd af sér með honum. „Hann var afar vinsamlegur og virtist standa á sama þó svo margir væru í kringum hann,“ sagði einn viðstaddra. Orlando, sem lék álfin Legolas í þríleiknum Hringadróttinssögu, hefur aldrei talað opinberlega um trú sína en sést hef- ur til hans með bækur um búddatrú. Orlando sem er 27 ára hefur verið í sambandi við hina 21 árs gömlu leikkonu Kate Bosworth í eitt og hálft ár og eru þau mjög hamingjusöm. Ekki er vitað hvort að Kate hefur hugsað sér að feta í fótspor kærastans í trúmálum. Orlando Bloom hefur aldrei talað opinberlega um trú sína en hefur nú tekið sín fyrstu skref sem búddisti. Vípjðist tíl Buddatriiar Orlando Bloom Varsæll og glaður msö vigslu- athöfnina. Stjörnuspá Ólaffa Hrönn Jónsdóttir leikkona er 42 ára í dag. „Konan veit að hún er í þess- um heimi til að láta gott af sér leiða og ekki síður til að geisla af kærleika. Hún hefur verk að vinna og veit að hún er aðeins fær um að vinna k það þegar hún hefur tekið ktil hjá sjálfri sér. Hér birtist k hún í samhljómi við alit líf og finnur þann frið sem hún þarfnast til að ná stórkostlegum ár- 1 angri," segir i stjörnu- |spánni hennar. Ólafía Hrönn Jónsdóttir yv Vatnsberinn (20.jan.-1s. febrj '/ ' Ef þú ert ólofuð/-lofaður munt þú hitta sálufélaga og elskuhuga fyrir árslok miðað við stjörnu þina. Þér er hins vegar ráðlagt að nota tíma þinn vel þessa dagana. F\skm\r (19. febr.-20.mars) Passaðu þig að mikla hlutina ekki fyrir sjálfum þér. Þetta eru óþarfa- áhyggjur. Þú færð loksins tækifæri til að stjórna gangi mála þegar líða tekur á desembermánuð. Ábyrgðin er sett í þínar hendur og þú leysir málið af áræðni og öryggi. H T Hrúturinn (21. mars-19.1 Þú hefur stórt hjarta en ert stundum ekki meðvituð/meðvitaður um það kæri hrútur. Þú sérð án efa líf þitt í nýju Ijósi eftir reynslu þína síðustu misseri. Þú hefur þreytt vissa þolraun sem hefur kennt þér margt og leitt þig áfram á rétta braut. ö NaUtÍð (20. aprll-20. mai) Ef þér líður ekki vel í vinahópn- um ættir þú að draga þig í hlé og rækta þá sem skipta þig máli. Þú nærð mjög góðum árangri í starfi þínu eða námi ef þú heldur dampi og leggur þig fram, kæra naut. Gefðu þér tíma til að betrum- bæta aðstæður og ekki síður sjálfa/n þig. V\bmm (21.maí-21.júní) Talan 5 er tala tvíbura um þessar mundir sem segir að mikil læti eru í kringum þig. Láttu vinnutímann ekki ráða ferðinni hérna og reyndu að fara meðalveginn bæði heima fyrir og i starfi. Þú hefur öflugan innri styrk sem virðist halda draumum þínum á lífi. /-£5 Kfább'm (22.júnl-22.júlí) Q** Þú leitar stöðugt að öryggi en munt fyrr en þig grunar komast að raun um að leit að öryggi er ávallt skamm- góður vermir. Núna virðist fólk fætt und- ir stjörnu krabbans vera háð peningum. Það er merki um öryggisleysi. LjÓflið (H.júlí- 22. ágúst) Þú virðist vera umkringd/ur vinum og kunningjum sem munu styðja þig og veita þér alla þá hjálp sem þú þarft á að halda. Eitthvað tengt hjartastöð þinni virðist angra þig þessa dagana. Mundu að hver stund er eins og hún á að vera. Meyjan (21 ágúst-22. septj Fjárhagslegar áhyggjur virðast eyðileggja annars þægilegt andrúms- loft þegar stjarna meyju er skoðuð. Finnst þér hlutirnir ganga hægt fyrir sig? Ekkert að óttast, þetta verður tíma- bundið ástand og þú ættir að nota tím- ann vel og njóta þess að taka það ró- lega með vinum og fjölskyldu. n o Vogin (2lsept.-2J.okt.) Smæstu smáatriði sem fara kannski fram hjá öðrum sleppa ekki fram hjá þér. Þú hefur skarpar gáfur og ættir ekki að hika við að treysta á þær í desember. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Þú verndar ástvini þína vissu- lega en átt það til að taka þátt í athöfn- um annarra út af áhyggjum kæri sporð- dreki. Þú ert kannski utan við þig þessa dagana en þegar félagar þínir eða aðrir nákomnir eiga í vandræðum þá bregst þú ávallt skjótt við. Bogmaðurinn/22 mv.-21.itej Mundu að áhrifamestu gjafir þínar eru ekki efnislegar kæri bogmaður. / Steingeitin (22. ies.-19.janj Hér kemur fram að fólk fætt undir stjörnu steingeitar á til að slá um sig með snarræði sínu í hugsun og at- höfnum. Nýttu þennan jákvæða hæfi- leika þinn betur I desember. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.