Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 Fréttir DV Búa sig undir 460 milljóna skatt Og Voda- fone gerir ráð fyrir að skatta- kröfur yfir- valda vegna meintra skattaskulda Norð- urljósa geti numið allt að 460 milljónum króna. í gær ákváðu stjórnir Og Voda- fone og Norðurljósa að í stað þess að Vodafone kaupi hlutabréf í Norður- ljósum, eins og tilkynnt var í október, eignist fyrirtækið öll hlutabréf í dótturfélög- unum íslenska útvarps- félaginu og Frétt. Eigendur dótturfélaganna fá hluta- bréf í Og Vodafone fyrir 810 milljónir króna. Þrjátíu og sjö með niðurgang Yílr eitt þúsund manns leituðu til Læknavaktar- innar á Smáratorgi síðastu viku nóvember. Eins og oft áður voru flestir sem komu með hálsbólgu eða 423 sjúklingar. Næst á eftir hálsbólgu var eyrnarbólga en 86 sjúklingar leituðu að- stoðar við henni. Allmargir leituðu sér aðstoðar vegna bráðaniðurgangs eða 37 sjúklingar. Örvæntingarfullur eltingaleikur Helgu Einarsdóttir viö kærleikann endaði í fanga- geymslu lögreglunnar. Helga var að reyna að ná tali af Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum, sem hún segir sig hafa leitt sig í gildru. Samstarf Háskóla og heilsugæslu Háskóli íslands og Heilsugæslan á höfuðborg- arsvæðinu undirrituðu í gær flmm ára samning um að efla samstarf háskólans og heilsugæslunnar. Sam- starf heilsugæslunnar og heilbrigðisvísindadeilda HÍ er skilgreint og fellt í ákveð- ið form. Meginmarkmið samningsins eru að auka hlutfall ungs fagfólks í heilsugæslunni, að starfs- fólk heilsugæslunnar og nemendur og starfsfólk Há- skóla íslands hafi gagn- kvæman aðgang að sér- þekkingu. Einnig að stuðla að framgangi vísindarann- sókna heilbrigðisstétta. Dansi,dansi dúkkan mín... karlmenn á gangi með gúmmídúkk- ur á götum úti. Nægt er framboðið á Ölstofunni ef karlar vilja taka dömu- snúning í bólinu. Gallinn við Pamelu var einna helst sá að hún var farin að leka þannig að Ólafur þurfti alltaf að blása hana upp þegar eitthvað stóð til. Og vegna ald- urs er eiginlega ailt loft úr Ólafi. Hann hefur því þurft hjálp við blásturinn. En það er allt og sumt. Pamela hefur uppfyllt aðrar þarfir hans og verið honum algert hjálpartæki í dagsins önn. Hún hefur verið ljósið í lífl hans. Það ber ekki að vanmeta og h'ta fram hjá vanþóknun smáborgara sem þykjast betri en aðrir. Svarthöfði veit sem er að í lífi allra karlmanna er einhver Pamela. Það skiptir ekki alltaf máli hvort hún sé af holdi eða plasti. Svaithöföi Elflngaleikur viO kærleikann endaði í fangelsfsklefa „Ég kom bara til þess að biðja um hjálp og lendi svo í þessu," segir Helga Einarsdóttir, sem keyrði tvisvar sinnum á lögreglubíl á mánudaginn eftir að hafa reynt að ná tali af Gunnari í Krossin- um, sem hún segir hafa lokkað sig í gildru. Helga var handsöm- uð seinna um kvöldið af lögreglumönnum á ómerktum lög- reglubíl. beint inn í lögreglubilinn sem skaust til hliðar," segir Helga. Hún fullyrðir að hún hafl ekki keyrt á bílinn vilj- andi eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum. „Ég er f helmingi verri málum núna,“ segir Helga eftir að hún losnaði úr fangelsi þar sem hún var látin dúsa í tæplega sólarhring. Að- dragandi málsins er sá að Helga hafði verið að reyna að ná í Gunn- ar í Krossinum í örvæntingafullri leit að kærleikanum sem hún segir hann tala svo mikið um. Hún segir Gunnar hafa hringt á lögregluna og leitt sig í gildru við Ársel í Breið- holti þar sem hún keyrði tvisvar á lögreglubflinn í panik að hennar sögn. í örvæntingafullri leit að kær- leika „Ég fór heim til Gunnars og ætl- aði að tala við hann. Þetta var í al- gjöri örvæntingu í leit að kærleika. Þetta fólk er alltaf að tala um kær- leikann og mig vantar hann,“ segir Helga. Hún segir Gunnar hafa elt sig og hringt á lögregluna. „Ég sá bara blá ljós lengst fjarska. Ætlaði að koma mér undan og keyrði upp að þessu húsi í Breiðholti. Ég lagði svo bfln- um mfnum þar. Skyndilega sé ég að Gunnar ivjum I skemn kominn með bílinn sinn við hlið mér,“ segir Helga um atvikið fyrir framan Árselsblokkimar á mánu- dagskvöldið. Keyrði á lögreglubílinn tvisvar í panik „Ég ætlaði að skrúfa niður rúð- una þegar ég sá blikkandi lögreglu- bfl fyrir aftan mig. Ég fékk panikkast og ætlaði að stinga af. Sá lögreglu- manninn ganga að bflnum mínum. Ég sneri þá bflnum við og keyrði ekki skemma „Ég er á nýjum bfl og veit ekki af hverju ég ætti að vera að skemma hann með því að keyra á aðra bfla. Eftir að ég hafði keyrt á lögreglubfl- inn bakkaði ég og ætlaði að koma mér í burtu. Eg náði ekki að snúa stýrinu og þess vegna keyrði ég aftur á bflinn. Þeir sögðust hafa séð mig horfa á þá og glotta áður en ég keyrði aftur á þá. Ég er með slæma sjón og engin leið að ég geti séð inn í næsta bfl þegar ég er að keyra,“ seg- ir Helga. Þetta var í algjöri ör- væntingu í leit að kærieika. Þetta fólk er alltafað tala um kær- leikann og mig vantar hann." Gunnar biður fyrir Helgu Lögreglubfllinn skemmdist talsvert auk þess sem lögreglu- mennirnir hlutu minni háttar meiðsli við höggið, sem var svo mikið að líknarbelgir í bflnum skutust ffaman í lögreglumenn- ina. Gunnar Þorsteinsson í Krossin- um vill sem minnst segja um elt- ingaleik konunnar. „Hvað getur maður tjáð sig um svona atburði? Það eina sem maður getur gert er að biðja fyrir svona ein- staklingum," segir Gunnar. freyr@dv.is Helga Einarsdóttir Var reiö eftir að hún slapp úr fangelsinu eftir að hafa keyrt tvisvará lögreglubll. Svarthöfði tekur ofan fyrir DV sem þorir þegar aðrir þegja. Eða hvar voru fréttir af Ólafi Bergmann og dúkkunni hans nema í DV. Sjón- varpsstöðvarnar þögðu þunnu hljóði. Útvarpið lflca. Og meira að segja Mogginn. Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar einmana maður á lands- byggðinni kemur sér upp dúkku sem félaga í einstæðingsskap sínum. Og gerir það með stæl. Tekur hana með sér í kaupfélagið, í gönguferðir um helgar og jafnvel á barinn á kvöldin. Þar situr Ólafur ekki einn heldur með dúkkuna sér við hlið m Svarthöfði sem hefur það ffam yfir aðrar vin- konur að það kostar ekkert að gefa henni að drekka. Dúkkan heitir Pamela og drekkur alls ekki, and- stætt við nöfriu sína í Dallas. Það em fféttir eins og þessar sem sýna okkur best það líf sem lifað er á landsbyggðinni. Þar hefur kynja- hlutfallið raskast karlmönnum í óhag þó pólskar flskvinnslukonur hafi kannski kippt því eilítið upp. í Reykjavík er það sjaídgæf sjón að sjá Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað fínt," segir Askasieikir, leiðtogijólasveinanna.„Ég ferstundum í aukaferðirá snjó- sleðanum en ég á líka flugskó sem ég nota til ferða og svo get ég lika ferðast um á galdralurk- inum mínum. Svo kann ég að ferðast á norðurljósunum. Ég athuga líka stundum færðina fyrir hina sveinana sem eru ekki eins vel búnir. Vettlingarnir eru vinsælir í ár, stundum koma þeir með dagatali. En börn vilja líka sokka i skóinn. Vettlingar og sokkar gera börn heilbrigð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.