Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 Fréttir 0V Fannst eftir fjöra daga Lítill kínverskur 1 faxhundur úr Breiðholti sem týndist í síðustu viku, fannst eftir fjóra daga í Víðihvammi í Kópavogi. Hann hafði þá verið á þvælingi á svipuðum slóðum í bænum í fleiri daga. Eigendur hans höfðu haft fregnir af honum við Hlíðarveginn en hann var hræddur og þorði ekki til þeirra. Þau náðu honum með því að króa hann af, en þegar hundurinn fann lyktina af eigendunum, kastaði hann sér i fang þeirra og grét mikið og lengi. Hann var í furðu góðu ástandi en svangur og hræddur að sögn þeirra. Nú styttist óðum í hina sívinsælu jólagöngu deildar þýska fjárhundsins, en gangan er fyrirhuguð fimmtudaginn 9. desember. Að þessu sinni, eins og reyndar tvö undanfarin ár, ætlum við að ganga um fjörðinn sem hýrastur er allra fjarða, enda höfum við ávalit verið velkomin til Hafnarfjarðar. Við ætl- um að hittast á planinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju, Strandbergi við Strandgötu, rétt fyrir klukkan átta og halda síðan af stað i gönguna stundvíslega kl. 20.00. Hvetjum við sem flesta til að koma og ganga með hundana sína í góðum félagsskap. berglJot@dv.li Bergljót Davíösdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. Þau láta vel hvor að öðrum og hundurinn þvær naggrísnum öllum hátt og lágt. Naggrísinn og hundurinn Mér finnst þeir skemmtilegri en nokkur köttur og hefógurlega gaman afþeim. Lítill Chihuahua týndur Tímon, lítill Chihuahua hundur, hvarf af heimili sínu við Hverfisgötuna í Hafharfirði á sunnudagskvöldið og hefur ekki fundist siðan. Eigandi hans, Ing- unn Hallgrímsdóttir, hefur leitað ásamt fleira fólki um allt en án árangurs. Hún fékk til liðs við sig sporhund sem fer alltaf sama hringinn nærri heimili hennar en Ingunn á eftir að kanna betur í þeim húsum hvort fólk hefur séð hann. Hún vonast þó til að ef einhver hafi tekið hann inn til sín og láti hana vita því hann er ekki merktur. „Maður getur aldrei vitað hvað hefur komiö fyrir en ég vona að fólk láti sér ekki detta í hug að stela svona hundi," segir Ingunn. Þeir sem einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hringja í Ingunni í síma 6976912 eöa Ursúlu í síma 6615521. Tfmon er Ijós á lit, grákremaður og afar fallegur. „Hann dó fyrir skömmu naggrís- inn okkar sem við áttum í ein sex eða sjö ár og fengum í hans stað Stefaníu sem er að aðlagast og venjast okkur núna,“ segir Sverrir Már Sverrisson sem er mikill naggrísaaðdáandi. Sverrir Már segir þann gamla hafa verið orðin ansi mannelskan og segir hann hafi legið á maga sínum á meðan hann strauk honum, auk þess sem naggrísinn fagnaði húsbóndanum eins og hundur þegar hann kom heim á kvöldin. „Þá vildi hann láta taka sig og lyftist allur upp í búrinu," segir Sverrir og tekur fram að ekkert sé líkt með naggrísi og hamstri. Naggrísinn sé mun stærri og alls ekki með neitt skott. „Mér finnst þeir skemmtilegri en nokkur köttur og hef ógurlega gaman af þeim. Sá gamli svaf við hlið mér og í hvert sinn sem ég vaknaði á næturna þá vaknaði hann líka og vildi fá klapp frá mér. Stundum tók ég hann upp í og þá lá hann á maga mínum og naut þess að láta strjúka sér. Það kom fyrir að hann skreið undir sængina og þótti gott að kúra þar í hlýjunni. Þessi nýi sem við fengum að honum látnum átti að vera strákur líka og hét til að byrja með Stefán. En það kom fljótlega í ljós að það vantaði á hann punginn. Það leyndi sér því ekki að um Stef- aníu en ekki Stefán var að ræða," segir Sverrir, en hann og kona hans, Sigríður Benediktsdóttir, eiga einnig hund af Terrier tegund sem lætur sér mjög annt um naggrísinn. „Hún tók á móti honum og byrjaði að sleikja hann allan og þvo. Stef- anía lét sér það vel líka," segir hann. Sverrir segir að Stefama sé geymd í búri þar sem hún unir sér vel. Hún fær grænmeti, ávexti og korn að borða og gerir þarfir sínar í eitt hom- ið á búrinu. „Stefama er dálítið stygg enn þá en er öll að koma til. Hún á líklega eftir að kynnast okkur betur en þetta kemur allt með tímanum," segir Sverrir er en þau hjón em mikl- ir dýravinir og njóta þess að hafa bæði naggrísinn og hundinn á heimilinu. Sverrir Már með naggrfsinn og Silki Terrier. Naggrísirm vill koma upp i á næturn- ja og fær stundum að kúra hjá Sverri. Þá skrið- lurhann undirsæng i hlýjuna. Lögreglan í Reykjavík gefur út nýjar reglur vegna afskipta af dýrum. Dýrin verða ætíð bókuð hjá lögregiu Lögregan í Reykjavlk hefur tekið saman nýjar reglur vegna afskipta af dýmm en eins og þeir sem tapa dýr- um sínum vita hefur verið allur gang- ur á hvemig tekið hefur verið á mál- um. Það hefur einkum helgast af hveijir hafa þar komið að og mati manna hverju sinni. í þesum nýju reglum er tekið skýrt fram að eftirlitsmenn í viðkomandi umdæmi skulu taka við dýmnum og þeim haldið á kostnað viðkomandi sveitarfélaga. Ef dýrsins er ekki vitjað innan einnar viku, verður það selt fyrir áföllnum kostnaði, ráðstafað til nýs ábyrgs eiganda eða aflífað. í reglunum er ennfremur tekið fram að ætíð skuli tilkynnt til héraðs- dýralæknis eða UST ef gmnur leiki á að dýr sæti illri meðferð. Ef gmnur leikur á að um alvarlegri brot sé að ræða er lögreglu heimilt að brjótast fyrirvaralaust inn og taka dýr úr vörslu eiganda. Þá er lögreglu heimilt að fara inn í útihús eða heimili án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á ferðum eða ef talið er að bið eftir úr- skurði valdi dýrunum heilsutjóni. Reglurnar tóku gildi þann 1. desem- ber sl. í reglunum er ákvæði um að ef lögregla kemur að lemstmðu eða dauðu dýri skal því komið til dýra- læknis svo fljótt sem auðið er en aflíf- að ef ætla má að það sé svo illa slasað að því verði ekki bjargað. Það skal bókað og héraðsdýrlækni tilkynnt um málið. Á þessu hefur verið mikill misbrestur og ber að fagna því að reglur em skýrar um hvað beri að gera. Samkvæmt þessu á ekki lengur að fara á milli mála ef ekið er kött eða hund. Það skal bókað hjá lögreglu ef hún kemur að því, jafnvel þótt dýrið sé ekki lengur á lífi. IIIF7ÖLSKYLPU-OC HUSPÝRACARÐURINN Opið alla daga frá kl. 10-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.