Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Qupperneq 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 9 Meiri líkurá lífi á Mars Vísindamenn telja sig nú hafa fengið sönnun fyrir því sem þá hefur lengi grunað, að vatn hafi einu sinni runnið á yf- irborði reiki- stjörnunnar Mars og mynd- að þar ár, vöm og jafnvel höf. Þetta er niðurstaða 11 greina sem birtast í nýjasta hefti tímaritsins Science. Þessi staðreynd eykur stór- lega líkurnar á því að líf hafi þrifist á Mars áður en hitinn þar jókst og vatnið gufaði upp. Sérfræðingar viðurkenna hins vegar að þeir hafi ekki hugmynd um hvenær vatnið hvarf, hvort það var fyrir milljónum ára eða ef til vill aðeins nokkur þúsund árum. Fyrstu fylli- bytturnar voru kín- verskar Fyrsm fyllibytmr mann- kynsins hafa hingað til verið taldir hafa búið þar sem nú heitir íran fyrir 7.400 árum. Þar hafa fundist ílát með áfeng- um drykkjum. Nýr forn- leifauppgröftur í Kína hefur hins vegar leitt í ljós að í gröf sem tekin var fyrir allt að 9.000 ámm vom lögð leirker sem höfðu að geyma áfengi bruggað úr hun- angi, hrísgrjónum og ávöxmm. Ljóst er að hinn látni hefur verið gefinn fyrir áfengið úr því það var lagt í gröfina með honum, til neyslu hinum megin. Mikil fjölgun í Hveragerði Ibúar í blómabænum Hveragerði em nú í fyrsta sinn komnir yfir tvö þúsund manna markið. Sam- kvæmt nýjusm tölum Hagstofu íslands vom íbúar í bænum samtals 2007 þann 1. des- ember. Fjölgunin nemur 6 prósentum á einum ári, en á sama tíma í fyrra voru Hvergerðingar innan við 1900 talsins. í samræmi við mikla uppbyggingu hafa nú verið auglýstar lausar 69 lóðir fyrir raðhús, parhús og einbýlishús í vesturhluta bæjarins í nýju hverfi sem þar er að rísa. Stofna fjögur fyrirtæki Ker, eignarhaldsfélag sem á Olíufélagið Esso, hef- ur stofnað fjögur fyrirtæki með út- gerðarfyrirtækinu Skinney Þinga- nesi. Fyrirtækin heita Melatangi ehf, Klettavík ehf, Loðna ehf og Klav ehf. Öll em þau skráð á Suðurlandsbraut 18 þótt Skinney Þinganes sé á Hö&i í Homafirði. Fram- kvæmdastjóri Skinneyjar, Aðalsteinn Ingólfsson er stjórnarformaður allra fé- laganna sem hafa öll sama tilgang: útgerð, fiskvinnslu og annan skyldan rekstur. Gunnar Kvaran sellóleikari er vanur að koma fram á góðgerðartónleikum og ekki síður skipuleggja þá fyrir samtökin Vini Indlands. Gunnar hefur fengið alla helstu listamenn þjóðarinnar til að koma fram og hafa þeir aldrei tekið greiðslu fyrir. Gunnar segir dæmi Kristjáns Jóhannssonar undantekninguna sem sanni regluna. Teknr aldrei krónn íyrir góðneröertónleika Einn fremsti sellóleikari landsins, Gunnar Kvaran, tekur aldrei krónu fyrir að koma fram á góðgerðartónleikum en það gerir hann oft. Bæði leikur hann á shkum tónleikum og skipuleggur þá. Hefur Gunnar oftsinnis fengið marga af fremstu listamönn- um þjóðarinnar til áð koma fram á vegum samtakanna Vina Ind- lands og í því sambandi hefur aldrei verið rætt um peninga. Ekki einu sinni flutning á hljóðfærum. Diddú og Bubbi og allir „Mér finnst að umræðan um tónleika Kristjáns Jóhannssonar hafi verið á villigötum hvað þetta varðar. An þess að vilja setjast í dómarasæti sýnist mér sem dæmi hans sé undantekningin sem sann- ar regluna," segir Gunnar Kvaran, sem kvæntur er Guðnýju Guð- mundsdóttur, konsertmeistara Sin- fóníuhljómsveitarinnar, þannig að þau hjón vita hvernig landið liggur í þessum efnum. „Ég hef haldið sex góðgerðartón- leika í nafni samtakanna Vina Ind- lands og fengið til mín listamenn á borð við Diddú, Bubba, KK, Garðar Cortes, Óperukórinn, Gunnar Eyj- ólfsson, Arnar Jónsson, Tríó Reykja- víkur og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta fólk komið ff am án end- urgjalds og aldrei hvarflað að nein- um að fara fram á slfkt. Þó má til sanns vegar færa að ef listamenn eru sóttir út fyrir landsteinana er kannski eðlilegt að ferðakostnaður sé greiddur en ekki meira. Kristján lóhannsson og aðrir sem fram koma á góðgerðartónleikum og þiggja fyrir það fé verða að eiga það við eigin samvisku." Alltaf ókeypis Samtökin Vinir Indlands hafa lengi verið Gunnari Kvaran kær og hélt hann síðast góðgerðartónleika fyrir hálfum mánuði í Salnum í Kópavogi. Þar þurfti hann ekki að greiða einum einasta listamanni krónu: „En ég greiddi fyrir salinn enda vart annað hægt því ella fengju menn þar ekki frið," segir Gunnar Kvaran, sem er vanur að koma fram á góðgerðartónleikum bæði hjá Caritas, hjálparsamtökum kaþólsku kirkjunnar, og Amnesty International svo fátt eitt sé nefnt: „Aldrei hef ég tekið krónu og ekki neinn sem þar hefur komið fram," segir hann. „Aðrirsem fram koma ... og þiggja fyrirþað fé verða að eiga það við eigin samvisku." Kristján Jóhannsson Undantekningin sem sannar regiuna þegar kemur að góðgerðar- málum. Ólafur Bergmann Sigurðsson fluttur á geðdeild Iðnaðarmenn söfnuðu 30 þúsund krónum fyrir dúkkukall „Strákarnir lásu fréttina og vildu gera eitthvað til að hjálpa karlinum," segir Hermann Ragnarsson, sem rekur fyrirtækið Flotmúr. Starfs- mennirnir söfnuðu saman 15 þús- und krónum í hádegismatnum í gær til að styðja Ólaf Bergmann Sigurðs- son dúkkukall á Sauðárkróki, og fyr- irtækið lagði annað eins á móti. „Okkur finnst bara að hann eigi skil- inn stuðning," segir Hermann og segir hugmyndina vera að aðrir sýni mönnum eins og Ólafi stuðning og sýni jólaandann í verki. Hermann fór að geðdeild Land- spítalans þar sem hann ætlaði að af- henda Ólafi glaðninginn en fékk ekki að hitta hann. Starfsfólk lofaði að koma gjöfinni til skila. „Þetta eru frábærir strákar sem ég elska alla mína ævi eftir þetta," segir Ólafur. „Ég er innilega þakklát- ur. Þetta er eina jólagjöfin sem ég fæ,“ segir hann. „Hafið ekki áhyggjur af mér," segir Ólafur. „Mér líður vel líkam- lega en skuldirnar eru rosalegar." Ólafur er ekki sáttur við að ákveðið hafi verið að vista hann á geðdeild í að minnsta kosti þrjá daga. Hann var sóttur á heimili sitt í fyrrakvöld og lögreglan keyrði hann suður til Reykjavíkur þar sem hann verður undir eftirliti geðlækna á Landspít- alanum. Ólafur lítur ekki þannig á að hann sé að fá aðstoð en áttar sig á að hann þurfi hjálp. Þegar hann er spurður hver geti hjálpað honum, segir hann: „Ég sjálfur. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir og Guði er ekkert ómögulegt. Guð ræður og vegir hans eru órannsakanlegir." Dúkkan hans, Pamela varð eftir á Sauðárkróki en Ólafur segir að hann sé búinn að fá sér nýja dúkku. „Það er ekki sexdúkka heldur er hún úr postulíni," segir hann. „Hún heitir Didda og er með mjög fallegt hár og hún bíður eftir mér í Kaupfélaginu fyrir norðan." Ólafur Bergmann Sigurðsson.fg er innilega þakklátur. Þetta er eina jóla- gjöfin sem ég fæ."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.