Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 Fyrst og fremst BV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hv^ð veist þú um Sad-, MlU' 1 Hvað heitir höfuðborg landsins? 2 Hvað heitir stærsta hafn- arborgin? 3 Við hvaða haf stendur hún? 4 Hvað heita helgustu borgir múslima í landinu? 5 Af hverju er nafh landsins dregið? Svör neðst á síðunni Sjá, ég hefi kennt yður lög og ákvæði, eins og Drottinn Guð minn lagði fyrir mig, til þess að þér breytið eftir þeim í því landi, sem þér haldið nú inn í til þess að taka það til eignar. Varðveitið þau því og haldið þau, því að það mun koma á yður orði hjá öðrum þjóðum fyr- ir visku og skynsemi. Þegar þær heyra öll þessi lög, Brot úr Biblíunni Fimmta Mósebók4,5-8 munu þær segja: „Það er vissulega viturt og skyn- samt fólk, þessi mikla þjóð.“ Því að hvaða stór- þjóð er til, sem hafi guð, er henni sé eins nálægur eins og Drottinn Guð vor er oss, hvenær sem vér áköllum hann? Og hver er sú stór- þjóð, er hafi svo réttlát lög og ákvæði, eins og allt þetta lögmál er, sem ég legg fyrir yður í dag? Verslað Þegar við verslum, segir í Málkrókum Marðar Árna- sonar íslenskufræöings, skiptumst við á verömæt- um, oftast peningum fyrir vörur. Kaupmenn geta verslað með eitthvað og þeir versia við neytendur.Á siðari hluta liðinnar aldar fór sögnin að versla að birt- ast æ oftar með þolfalli, menn tóku að versia bíla, hesta, áfengi og tóbak nft- ast í stað þess að kaupa varning- inn. En þegar við höfum verslað, höfum við keypt vörur afkaupmanninum og hann hefur þá selt okkur vörurnar. Kaupmaðurinn og við höfum vissulega verslað; viö keyptum en hann seldi. Málið E 8 ■o =o 1. Rijadh. 2. Jeddah. 3. Rauöahafiö. 4. Mekka og Medína. 5. Saud-ættinni. Stjömum rignir ekki Islenzkir kokkar tóku trú á Bocuse hinn franska, er stjarna hans datt af franska himninum, þegar hann var dottinn af gæðakortinu, nema hjá Michelin-handbók- inni. Einnig eru þeir nú að taka trú á Michel- in, þegar loksins er komið í ljós, að eftirlits- menn hennar heimsækja ekki staðina, sem þeir meta. Norrænir kokkar eru að sameinast um gæðastaðal, „nýnorræna" eldamennsku, sem á samkvæmt viðtali í Mogga að láta Michelin stjömum „rigna yfir“ Norðurlönd. Homstein- ar staðalsins em Paul Bocuse og Michelin. Þessi staðall er afbrigði af nýklassískri elda- mennsku, úreltri eldamennsku fyrir snobba. Ekki á að forðast frosin hráefni eða niður- soðin. Ekki á að auka áherzlu á grænmeti og fisk. Ekki á að spara við sig fitu, einkum brúnaða. Ekki á að sleppa hveiti og eggjum í sósum og súpum. Ekki á að sleppa for- vinnslu og upphitun fyrir máltíð. Ekki á að elda eins snöggt og nákvæmlega þarf. Sá nýnorræni á fátt skylt við þann ný- franska, sem bylti vestrænni eldamennsku eftir 1975. Það fáa sem situr af nýfrönskum reglum í nýnorræna staðlinum er, að notuð séu fersk hráefni árstíðarinnar og að borin sé virðing fyrir eðlisbragði hráefna og fyrir staðbundnum hráefnum og hefðum. í rauninni er það fyrst og fremst síðasta at- riðið, sem er vitrænn hornsteinn nýnorræna staðalsins. Hann á að koma norrænum vöm- merkjum á framfæri og býður samstarf við hagsmunaaðUa á borð við landbúnað. Hann minnir mig á skemmtilegar tilraunir til sölu á lambakjöti til útlanda. Nýfranski staðallinn var hugmyndafræði, sprottin af kröfúm breyttra tíma, partur af veraldarsögunni, uppreisn franskra kokka gegn klassíkinni, sem einnig var frönsk. Sá nýnorræni er hins vegar saminn af markaðs- og ímyndarsérfræðingum til að gleðja ýmsa aðra en neytendur, það er að segja kerfíð. Norræni staðallinn sýnir, að kokkunum dugar ekki lengur að gefa hver öðmm gull- verðlaun. Nú sækja þeir gull sitt og sjálfs- mynd til fallins skemmtikrafts í Collonges. Nýi staðallinn er afturhvarf. Ekki mun rigna Michelin-stjörnum, því að það tekur Michel- in minnst tíu ár að fatta breytingar. Kokkar vorir em þreyttir á gamalfranska sósueldhúsinu, sem viðskiptavinir þeirra girnast, og enn frekar á norrænu hlaðborð- unum, sem þeir girnast mest. En ég efa, að norræn nýklassík þeirra hafi aðdráttarafl. Sumt fólk eldar þannig upp úr Gestgjafanum tU spari heima hjá sér fyrir gesti. En það tímir ekki að borga 20.000 krónur á hjón fyrir að fara út að borða. Fínu húsin standa því auð á kvöldin, þegar æði jólahlað- borðanna linnir og alvara lífsins tekur við. Jónas Kristjánsson ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRARINN- AR er stærra verkefni en svo að unnt sé að treysta stjórnmálaflokkunum einum fyrir því. Enda er núna farið af stað eingöngu vegna þess að upp kom stjórnmálaleg krísa í sumar þegar Ólafur Ragnar Grfmsson ákvað, fyrstur forseta, að nýta sér málskotsrétt sinn. Það var satt og rétt hjá Halldóri í fyrrakvöld að það atvik sýndi fram á að lfklega þarf að skýra ýmis ákvæði þar að lútandi, eða altént setja um þau lög, en end- urskoðun stjórnarskrár má þó ekki snúast eingöngu um þetta atriði. En væntanlega verður það það eina sem stjórnmálamennirnir hafa verulegan áhuga á. STJÓRNMALAMENNIRNIR eða þeir fulltrúar þeirra sem skipaðir verða í nefndina hans Halldórs munu efa- lítið halda því ffam að þeir muni Einar Kristinn Sérótöluleg atvinnutækifæri. rekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferða- menn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykavíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri..." skynjað undirölduna í Reykjavík; borgarbúar munu einfaldlega aldrei sætta sig til lengdar við að flugvöllurinn taki allt það land sem nú er raunin. En Einar Kristinn leggur flugvöllinn að jöfnu við Hovedbanegarden í Kaupmanna- höfn eða lestarstöðvarnar í London sem þó taka náttúrlega margfalt minna pláss en flugvöllurinn. En yndisleg er grein Einars Kristins fyrst og fremst vegna þeirrar fögru lýsingar sem hann gefur á innanlandsfluginu og starfinu á Reykjavíkurflugvelli en þar er stflað þannig að helstu höfundar sósíalrealismans væru fúllsæmdir af: „Það er rífandi gangur í inn- anlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flug- Yndislega grein eftir Einar Krist- in Guðfinnsson alþingismann birti Fréttablaðið í gær. Þar furðar hann sig á því að enn séu kviknaðar um- ræður um að flytja Reykjavflcurflug- völl úr Vatnsmýrinrii og spurning reyndar hvort Einar er almennilega starfi sínu vaxinn ef hann getur ekki Starfsfólk Reykjavfkurflugvallar gengur ánægt til vinnu sinnar. Alfa og ómega HALLDÓR ASGRÍMSSON forsætisráð- herra kynnti í fyrrakvöld tvær nýjar nefndir sem eiga að setja fram tillög- ur um endurskoðun stjórnarskrár- innar. Það er gott og blessað enda ekki vanþörf á. Okkur þykir hins vegar ýmislegt umræðuvert við nefndaskipan Hall- dórs. FYRST 0G FREMST finnst okkur vafasamt að í aðalnefndinni skuli einungis eiga að vera fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi. Þar er farið eftir styrk flokk- anna á þingi nú og fær Sjálfstæðis- flokkurinn þrjá fulltrúa, Framsókn og Samfylking tvo og Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir einn fulltrúa hvor. Af hverju bara stjómmálaflokk- arnir? NÚ ERU FULLTRÚAR hinna pólitísku flokka ævinlega óþreytandi að benda á að þeir séu í raun fulltrúar allrar þjóðarinnar. Þjóðin hafi kosið þingmenn sem þar með fari með umboð þjóðarinnar. Og engir aðilar í samfélaginu geti gert betra tilkall til þess. Nokkuð má það til sanns vegar færa. Á hinn bóginn er þó ljóst að stjórnmálaflokkarnir em í rauninni sjálfbærar skepnur sem lúta sínum eigin lögmálum og hafa sínar eigin langanir og þrár. Við þurfúm ekkert að setja hér á langar tölur til að finna dæmi um að stjórnmálaflokkar hneigjast til að hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig - síðan þjóðina. [V]ærí ekki lýðræðis- legra að skipa full- trúa fleiri afla ein- faldlega í nefndina og láta skila niður- stöðu heldur fyrr, svo þjóðin fái al- mennilegan tíma til að melta niðurstöð- una og hún hverfi ekki í skuggann af þeim pólitísku þræt- um sem þá verða hafnar vegna vænt- anlegra kosninga? Fyrst og fremst kappkosta að leita eftir öllum sjón- armiðum sem hjá þjóðinni kunna að leynast um stjórnarskrána. Og hafi nægan tíma til leitarinnar þar eð nefndinni sé ekki ætlað að skila niðurstöðu fyrr en í upphafi árs 2007 - rétt fyrir kosningar. En væri ekki lýðræðislegra að skipa fúlltrúa fleiri afla einfaldlega í nefndina og láta skila niðurstöðu heldur fyrr, svo þjóðin fái almenni- legan tíma til að melta niðurstöðuna og hún hverfi ekki í skuggann af þeim pólitísku þrætum sem þá verða hafn- ar vegna væntanlegra kosninga? Vor yndislegi flugvöllur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.