Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 Fréttir DV Vill ekki vera þræll Ástþ Natalía Wium vill skilja við Ástþór Magnússon. Hún íhugar að leita réttar sins fyrir dómstólum þar sem Ástþór krefst helmings eigna hennar. Sjálfur segist Ástþór ekki eiga neitt. Allt sé á nafni Friðar 2000. Meira að segja einbýlishúsið í Vogaseli. Natalía segist hafa verið á móti forsetaframboði Ástþórs frá upphafi. í kosningunum hafi hún þurft að leita sér hjálpar og fengið róandi lyf. „Þetta hjónaband er búið,“ segir Natalía Wium, eiginkona Ástþórs Magnússonar. í viðtali við DV segir Natalía að Ástþór hafa neytt sig til að taka þátt í forsetakosningunum. Það hafi verið gegn hennar vilja. Nú vilji hún skilja en sér fram á dómsmál þar sem Ástþór vill fá helming eigna hennar á íslandi. Natah'a segir frá stormasömu hjónabandi sínu við einn umdeildasta mann íslensku þjóðarinnar. „Ástþór átti að mæta til sýslu- manns á föstudaginn en sagðist vera úti í Danmörku," segir Natalía sem situr í fallegum sófa á heimili sínu í Kópavogi. Þennan sama föstudag hafði DV samband við Ástþór vegna fréttar um deilur hans og Natah'u. Ástþór sendi frá sér skriflega yfirlýs- ingu þar sem hann kenndi systur Natalíu um hjónabandserjur þeirra. Um kvöldmatarleytið mætti hann á heimili ritstjóra DV með prest til að mótmæla frétt sem birtist síðan á mánudaginn. Fékk róandi lyf „Já, en ... Hann sagðist vera í Danmörku," endurtekur Nataha hissa. Hún segir yfirlýsingu Ástþórs ástæðuna þess að nú vilji hún tala. „í þessari yfirlýsingu biður hann fólk að virða það að ég eigi mitt einkalíf og eigi að gefa mér frið til að lifa mínu hfi með eðlilegum hætti. Svo segir hann deilur okkar til komnar vegna systur minnar sem hefur hjálpað mér meira en nokkur ann- ar." Natalía segir Ástþór sjálfan hafa gert hana að opinberri persónu. Ef hún verði fyrir aðkasti sé það ekki fólki úti í bæ að kenna. Sökin sé hans. „Ég var alltaf á móti þessu for- setaframboði," segir Natalía. „Þegar við giftumst á „Nú veit ég að Ástþór á engar eignir hér á landi. Hann hefur sagt mér að aiit sé á nafni Friðar 2000." Þingvöllum talaði ég við prestinn og bað hann að stoppa Ástþór. Það var ekkert sem hann gat gert. Þegar kosningarnar svo byrjuðu fór ég oft til geðlæknis og fékk róandi lyf. Ég var svo stressuð. Svo hrædd." Bældi mig niður Systir Natalíu situr með okkur í stofunni. Hún segir Natalíu hafa lið- ið mjög illa á meðan Ástþór barðist fyrir forsetaembættinu. Natalía segir að eftir kosningarnar hafi einkalífið orðið sífellt erfiðara. „Hann varð vondur og stressað- ur. Við bjuggum í Vogaselinu öh þrjú en sysfir mín þoldi ekki ástandið. Hann bannaði okkur að tala rúss- nesku saman. Notaði valdið tíl að bæla mig niður. VUdi skUja okkur í sundur og á endanum flutfi systir mín út. Hún þoldi þetta ekki," segir Natalía. Effir kosningarnar var Natalía oft ein á heimUi Ástþórs í Vogaseli. Hún segir Ástþór hafa farið tU úfianda en hún hafi aldrei vitað nákvæmlega hvar hann var. Hann hafi ekki hringt í hana nema örsjaldan. Hún hafi verið afar einmana og liðið Ula. Vildi skilnað „í júlí fórum við saman fil Malaga," segir Natalía, en Ástþór sagði í viðtölum að hann hefði farið þangað í viðskiptaerindum. Natalía verður hissa á svipinn þegar hún er spurð hvers eðlis viðskipti Ástþórs voru. „Ég veit það ekki," segir hún. „Ástþór var bara aUtaf á strönd- inni. Ég tók ekki eftir því að hann hefði verið að vinna." Natalía sneri heim á undan Ást- þóri. Á þeim mánuðum „Ástþór var bara alltafá ströndinni. Ég tók ekki eftir því að hann hefði verið að fýlgdu segir Natalía að Ástþór hafa verið á sífeUdum ferðalögum og htið talað við hana. Hún hafi áttað sig á því að sambandið væri búið og sagt Ástþóri frá því að hún vUdi skilnað. „Hann varð mjög reiður þegar ég sagði honum að ég vUdi skilja. Ást- þór viU vera sá sem ræður. Sá sem hefur valdið. Ég er þrisvar sinnum búin að panta tíma hjá sýslumanni tU að ganga frá skilnaðinum en hann hefur aldrei mætt. Er aUtaf upptek- inn eða ekki á landinu," segir Natal- ía. Átök í Kópavogi Það var svo síðustu helgina í nóv- ember sem sauð upp úr. DV greindi ffá því að Ástþór hefði ruðst óboðinn inn á heimUi Natalíu og systur hennar í Kópavogi og lögregl- an verið köUuð tU. Þessu neitaði Ást- þór í samtali við blaðamann fyrir helgi og sagði þetta lygar og róg- burð. Natalía lýsir sinni hhð á mál- inu. „Hann kom inn tU mín," segir Nataha. „Við fórum að rífast um skUnaðinn en þegar við giftumst gerðum við kaupmála. Hann hafði sýnt mér stóra húsið í Vogaseli og fleiri eignir. Þetta kvöld sagði hann mér hins vegar að húsið væri á nafni Friðar 2000 en ekki hans. Hann ætti því ekkert í húsinu en ef tU sldlnaðar kæmi vUdi hann fá helminginn af íbúðinni minni." Natalía segist hafa fengið sjokk. Hún hafi safnað sjálf fýrir íbúðinni í vmna. Kópavogi og vinni núna á hjúkrun- arheimUi fil að ná endum saman. „Nú veit ég að Ástþór á engar eignir hér á landi. Það er aUt á nafni Friðar 2000," segir Natalía og heldur áfram að rifja upp kvöldið örlagaríka þar síðustu helgi. „Ég sagði honum að fara út en hann neitaði. Hann tók símann úr sambandi svo ég hljóp yfir tU nágranna og hringdi á lögregl- una. Sem betur fer kom hún fljótlega á svæðið og tókst að stöðva hann." Leið eins og konu Eftir þessa frásögn liggur kannski beint við að spyrja hvað vakti áhuga Natalíu á þessum manni? AUt samtal okkar hefur Natalíu ekki stokkið bros á vör. Nú brosir hún hins vegar út í annað. „Ástþór kom bara vel fyrir. Hann var góður við mig, átfi faUegt hús, vissi hvað hann átti að segja. Ástþór veit hvernig á að koma ffam við konu. Hann lét mér Uða eins og konu," segir Natah'a sem var áður gift íslenskum lækni. „Ég kynnfist honum þegar ég var að klára lögfræði úti í Rússlandi og flutfi með honum tU íslands árið 2001," segir Natalía en margar sögur hafa gengið um fortíð hennar. Sjálf segist hún hafa verið ósköp venjtúeg stelpa alin upp við óvenjulegar að- stæður. Breyttir tímar „Mamma mín er Ustakona en þegar ég var lítU var hún láfin vinna í verksmiðju. í Sovétríkjunum áttu aUir að vinna. Sama hvort þú varst listamaður eða eitt- hvað annað. Amma mín var ung kona í seinni heimsstyrjöldinni og hún harðbannaði okkur aUtaf að leyfa mat. Geymdi aUa brauðbita í Utlum pokum og henti aldrei sígar- ettustubbi," segir Natalía sem man eftir byltingunni á Rauða torginu þegar Jeltsfn komst tíl valda þótt hún hafi ekki verið þar sjálf. „Nokkrir vinir mínir fóru á torgið og sáu skriðdrekana skjóta," segir Natalía. „Sjálf var ég á báðum áttum hvort ég ætti að vera kommúnisti, en effir breytingarnar í Rússlandi komst kommúnismi úr fi'sku." Natalía segir Rússland í dag vera hættulegan stað. „í Sovétríkjunum voru aldrei glæpir. Þar var bara agi, aUt skammtað og aUir fengu jafrit. í dag eru glæpamenn á hverju homi. Nútímavæðingin hefur breytt miklu." Vill ekki vera þræll Talið berst aftur að Ástþóri. Natalía segist hafa haldið því leyndu fyrir móður sinni að Ástþór hafi far- ið í forsetaframboð. „Um daginn veikfist mamma alvarlega og þá hringdi Ástþór í hana og kaUaði mig öUum Ulum nöfnum," segir Natalía sem óskar þess eins fyrir hana og fjölskylduna að losna við Ástþór og verða aftur ftjáls. „Mig langar tU að fara aftur að læra. Verða leiðsögumaður eða kannski flugfreyja," segir Natah'a. „AðaUega langar mig samt tU að fá aftur fi'ma fyrir sjálfa mig. Að þurfa ekki að vera þræU einhvers. Eg vera ég sjálf." simon@dv.is Eg vU sem Astþór og Harpa Ingólfsdóttir Fyrrverandi eiginkona Astþórs sem studdi hann í fyrstu kosningabarátt- unni. ----------T í sjónvarpssal þegar dregin var röð vegna framboðsfundar Natalía segir að eftir kosningar hafi sambandið farið útum þúfur. ■ Ástþór paparazzar DV Einn affjöimörgum ■ uppátækjum Astþórs sem vakið hafa athvali --------------------------- tf Heimsóttu gamla konu Natalla var Astþórimikillstyrkur. Astpór og Natalía f kosninga baráttunni Þegar allt lék llyndi. Flýja út af skemmtistað Myndin pBI birtist með frétt DVþegar Ástþóri var f hentút af bar i Breiðholti 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.