Bræðrabandið - 01.03.1978, Síða 4
"Stóð hann upp frammi fyrir altari
Drottins...gekk fram og blessaði allan
ísraelssöfnuð hárri röddu"(55.vers).
Ef til vill hafa aðventistar vegna
þessarar reynslu mótað með sér þá venju
að standa við lokabænina á tilbeiðslu-
stundinni. Safnaðarhandbókin hvetur
presta og meðlimi til að krjúpa til
aðalbænarinnar "eftir því sem hagkvæmt
þykir"(bls.116,117) en segir að "eftir
lokabænina ætti söfnuðurinn að standa
eða setjast niður í fáein augnablik í
hljóðri bæn"( bls.118).
BÆN VIÐEIGANDI HVAR SEM ER
Biblían gerir það ljóst að það er
fleira sem felst í bæn heldur en
líkamsstaða. Ráðleggingar postulans
Páls eru þessar: "Biðjið án afláts"
(1.Þess.5,17) og gefur það til kynna
að bænin sé viss lífsafstaða. "Hver
andardráttur ætti að vera bæn." -
The Ministry of Healing bls.511.
Þegar Nehemía stóð frammi fyrir konung-
inum og þurfti á visku að halda "sendi
hann upp bæn til Guðs himnanna" (Biblíu-
skýringar aðventista,Ellen G.White
skýringar um RÓmverjabréfið 2,4,bls.
1136; sjá Neh. 2,4). í þessu sambandi
sagði Ellen G.White: "Hvar sem við
erum og hver sem störf okkar eru
getum við lyft hjörtum okkar upp til
Guðs í bæn...Við þurfum ekki að bíða
eftir að geta beygt knén til þess að
geta beðið "(Sama bók.). Við getum
beðið á leið okkar til vinnu, þegar
við ökum í bílnum okkar, þegar við
erum við húsverk eða við önnur störf,
eða bíðum eftir því að guðsþjónusta
hefjist eða þegar við liggjum vakandi
á nóttinni.
Davíð sagði: "Sál mín mettast sem
af merg og feiti og með fagnandi vörum
lofar þig munnur minn. Þá er ég minnist
þín í hvílu minni, hugsa lom þig á nætur-
vökum."(Sálm.63,6.7.).Og Ellen G. White
skrifaði: "Þegar við erum við dagleg
störf get\mi við andað frá okkur ósk
hjartans sem mannlegt auga getur ekki
greint. En það orð getur ekki dáið í
þögn eða heldur týnst. Ekkert getur
slökkt þrá sálarinnar...það er Guð sem
við erum að tala við og bæn okkar er
heyrð'.' - Gospel Workers bls. 258.
Sjá einnig Vegurinn til Krists bls.108
Þrátt fyrir þá staðreynd að Guði
geðjast vel að hlýða á bænir okkar
hverjar sem aðstæður okkar eru eða
líkamsstaða finnst okkur samt óheppi-
legt að of oft - jafnvel þegar það
er ónauðsynlegt - standi söfnuður
í stað þess að krjúpa til bænar.
Við teljvim að þetta kunni að sýna tak-
markaðan skilning á eðli Guðs, mætti,
hátign og valdi. Samtímis erum við
ekki sammála þeim sem telja að líkams-
staða manns í bæninni sé það sem skipti
mestu máli. Við óttumst tvær skyldar
hættur:(1) að þó að við leggjum áherslu
á þá hlið eðlis Guðs sem vekur hjá
okkur ótta megum við ekki láta undir
höfuð leggjast að skilja að við getum
náð til Guðs og hann er ástríkur
félagij og (2) að við leggjum svo mikla
áherslu á það að gæta þess hvernig
við nálgumst Guð í opinberri bæn eða í
bæn á safnaðarsamkomum að við útrýmum bæn
úr daglegu lífi okkar með því að telja
að slík iðkun eigi aðeins að eiga sér
stað opinberlega.
Satan leitast við að nota allt - ja’
jafnvel bæn - til að ná tilgangi sínum.
Hann er ánægður ef hann getur leitt
okkur til þess að gagnrýna samferðafólk
okkar fyrir að krjúpa ekki í bæn þegar
við teljum að það ætti að gera það
eða þegar við höfum meiri áhyggjur af
líkamsstöðunni heldur en af ástandi
sálarinnar í bæninni. Eða ef við lítum
á bænina sem formið eitt sem eigi að
fara fram aðeins opinberlega en ekki sem
stöðugt samband við himininn sem styrk-
ir samfélag okkar við Jesú og gefur
okkur ráð um það hvemig á að forðast
hætturnar sem liggja í leyni á leiðinni
til Guðs ríkis.
Einu sinni tóku lærisveinarnir eftir
því að hann talaði einlæglega og náið
við föður sinn og hann notaði samt
ekki þær vanaföstu setningar sem ein-
kenndu bænir trúarleiðtoga Gyðinga.
1 bænum hans var líf og þær voru raun-
verulegar og það greindi þær frá bænum
annarra. Óhjákvæmilega leiddi það til
þess að lærisveinunum fannst að ef þeir
gætu beðið eins og Jesús gerði yrði
líf þeirra og starf áhrifameira. Svo
þeir spurðu hann: "Drottinn kenn oss að
biðja." (Lúk.11,1).
Eigum við ekki að gera þessa bæn
lærisveinanna að bæn okkar? Og er
við virðum Jesúm fyrir okkur, fordæmi
okkar þar sem hann krýpur frammi fyrir
4