Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.03.1978, Qupperneq 7

Bræðrabandið - 01.03.1978, Qupperneq 7
finna í ritum Ellen G. Wliite. OKKAR MESTA ÞÖRF Við þökkum Guði fyrir allar gjafir hans til safnaðarins svo sem hirða, kennara, kraftaverk, lækningar og stjórnarstörf (sjá 1.Kor.12,25-31). En við viljum sérstaklega þakka fyrir gjöf spádómsins (sjá Ef.4,11-15). Er við lítum yfir sögu okkar getum við með sanni sagt að án þessarar gjafar eins og hún birtist í lífi og ritum Ellen G.White mundi söfnuður Sjöunda dags aðventista eins og við þekkjum hann í dag ekki hafa haldið velli. Þvílík blessun hafa rit hennar veriðl Þegar við lesum og rannsökxim vitnis- burði hennar, ávítur og túlkanir hennar á spádómum og Biblíunni almennt, sérstaklega skýringu hennar á lífi Krists dáumst við að þeim mikla fjár- sjóði sem við eigum. Oft segja nýir meðlimir að þeir hafi sannfærst um það að Ellen G. White hafi verið undir leiðsögn Heilags anda er þeir lásu bækur eins og Deilan mikla, Vegurinn til Krists, Frá ræðustóli náttúriannar og fleiri. Guð vissi það að á þessum síðustu dögum þyrftu þeir sem tækju afstöðu með Biblíunni og Biblíunni einni á sérstakri leiðsögn að halda til að hjálpa þeim að skilja Ritninguna rétt og leiðrétta þá sem villtust frá Biblrusannleika. Hann uppfyllti þessa þörf með Anda spádómsins. Postulinn Páll segir er hann ræðir um gjafir til safnaðarins að þær hafi verið gefn- ar til þess að við þyrftum ekki að "hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönniam með vélarbrögðum villunnar held- ur ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið - Kristur"(Ef.4,14). Ef við lesum með skilningi bók eins og Vegurinn til Krists eftir Ellen G.White komumst við ekki hjá því að verða líkari Kristi. Við skulum elíki telja það niðrandi eða sem merki um vitsmunalegan van- þroska að viðurkenna það að við erum háð þessari gjöf Guðs. Guð skilur mikið betur hættur olckar og þarfir heldur en við gerum. Ef við erum talin vera heimskingjar með því að viðurkenna innblástur Ellen G.White þá verður það þannig að vera. Þar sem við höfum tekið við Ellen G.White sem innblásnum sendiboða Guðs liggjum við undir þeim ásökujium að vera óbiblíu- legur sértrúarflokkur. Við höfum kosið að viðurkenna gjöf spádómsins okkar á meðal vegna þess aó hún er sögð fyrir í Ritningunni. Þegar Uriah Smith ritaði í Review and Herald 13.janúar 1863 um gildi sýna Ellen G. White notaði hann dæmi sem sýnir skýrt það hvað við teljum okkur vera háð gjöf spádómsins. Hann skrifar: "Setjum svo að við værum að hefja sjóferð. Eigandi skipsins gefur okkur leiðbeiningabók og segir okkur að í henni séu að finna le.i.ð-- beiningar sem eigi að nægja okkur fyrir alla leiðina og ef við förum eftir þeim munum við ná örugglega á áfangastað. Við leggjomi af stað og opnum bókina til þess að komast að því hvað hún hefur að geyma. Við finnum að höfundur hennar setur fram grund- vallarsjónarmið sem eiga að leiða okkur á ferð okkar. Hann fræðir okkur um það sem gott er og gerir sér upp það sem fyrir kann að koma allt til enda- lokanna. En hann segir okkur einnig að á seinni hluta ferðarinnar verði sérstakar hættur á vegi okkar að strandlengjan sé sífellt breytileg vegna kviksyndis og illviðra. i v "En fyrir þennan hluta ferðarinnar," segir hann, "hef ég séð ykkur fyrir hafnsögumanni sem mun koma á móti ykkur og gefa ykkur þær leiðbeiningar sem aðstæðurnar kalla á. Honum skuluð þið fara eftir." Við komumst svo í þessar hættulegu aðstæður og hafnsögumaðurinn birtist samkvæmt því sem lofað hafði verið. En sumir af áhöfninni rísa upp og segja við hafnsögumanninn þegar hann kemur og býður fram þjónustu sína: "Við höfum upprunalegu leiðsögubókina og það er okkur nóg. Við hölclum okkur við hana og hana eina. Við viljum ekkert með þig hafa með að gera." Hver fer nú eftir upprunalegu leið- beiningabókinni? Þeir sem hafna leiðsögumanninum eða þeir sem veita honum viðtöku eins og bókin gaf leið- beiningar um? Dæmið sjálf." # 7

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.