Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.03.1978, Qupperneq 13

Bræðrabandið - 01.03.1978, Qupperneq 13
ara þjóða endurspegli að verulegu leyti ólíkt mataræði þeirra. Menn hafa þess vegna reynt að gera sér grein fyrir í hverju þessi munur er fólginn og komist að eftirfarandi niðiirstöðu í stuttu máli: Segja má að frumstæðar þjóðir neyti matar sem kemur að mestu leyti úr jurtaríki og inniheldur mikið af náttúrulegum kolvetnum og þar með trefjaefnum, en hinar svokölluðu tækni- menningarþjóðir fá næringu sína (hita- einingar) að mestu leyti úr hreinum orkuefnum, þ.e. trefjaefnasnauðum, fín- unnum kolvetnum og dýrafitu. Vísindamenn telja að það muni taka mannsaldra að sannprófa tengsl trefja- efna í fæðu við menningarsjúkdómana. Sú tilraun mundi þurfa samanburð á stórum hópum manna eða þjóðfélags- hópum, sem neyttu mismunandi matar undir eftirliti í nægilega langan tíma. Kostnaður við slika tilraun yrði mikill og tíminn sem hún tæki svo langur að í raun er þetta óframkvæmanlegt. Á hinn bóginn eru þær ályktanir sem dregnar hafa verið af uppgötvun trefjaefnanna svo einfaldar í sniðum og auk þess áhættulausar, eftir því sem best er vitað, að margir læknar telja sjálfsagt að taka mið af þeim og ráðleggja al- menningi heppilegra mataræði þar að lútandi. Það hefur komið í ljós að viða rekast þessar ráðleggingar á hagsmuni matvælaframleiðenda og þar sem mismunandi skoðanir eru látnar í ljós verður afleiðingin oft sú að bæði fjölmiðlar og einkum neytendur vita ekki sitt rjúkandi ráð. Það sem mestu máli skiptir er þó að áhugi sé vakinn á trefjaefnunum og að honum verði fylgt eftir með fræðslu fyrir almenning, framleiðendur og heilsbrigðisstéttir landsins og ekki má gleyma húsmæðrum, börnum og skólafólki. Það eru því næg verkefni framundan fyrir alla þá sem að þessum málum vilja vinna. ♦ ---------------------------------------9 til þess að rannsaka trú sína og athuga grundvallarmeginreglur kristilegrar Vináttu og þess að stofnsetja kristi- legt heimili. Ár aðventmenntunar 1978 er ekki aðeins dagsetning í safnaðarárinu. Þar sem aðventskólar eru ætti að styrkja tengslin milli heimilis,safn- aðar og skóla. Áform þarf að leggja um nýja skóla eða fyrir það að fleiri aðventbörn sæki þá skóla sem fyrir eru. Sá söfnuður sem reynir á jákvæðan hátt að uppfylla þarfir æskunnar mun hafa kröftugan vitnisburð að flytja. Aðventæskan mun bera vinum sínum og nágrönnum vitnisburð. Við erum öll kennarar með fordæmi okkar og öll nemendur í skóla Krists og þetta er ár aðventmenntunar 1978 % 15-------------------------------------► deilda þátt í samkomunum. Á sama tíma var haldið upp á tuttugu ára afmæli útvarpsstarfssemi aðventista frá Taiwan 13-17 júlí og Milton Lee, forstöðumaður útvarpsstarfsins og sam- starfsmenn hans héldu samkomu þar sem sýnt var fram á hversu vítt útvarps- starfið hafði náð út um alla Taiwan. Sjúkrahús aðventista á Taiwan hjálp- aði á margvíslegan hátt við mótin. Ýmsar deildir höfðu sýningar til að fræða leikmenn á Taiwan um hið margvís- lega starf Sjöunda dags aðventista. Á hvíldardagssíðdegi fóru safnaðar- meðlimir á mörgum bílum inn í þorpin í kringum skólann og buðu fólki að sækja kvöldsamkomuna á hvíldardeginum. Margir þáðu boðið og salurinn var fullur. Milton Lee hafði kvöldsanikom- una en á eftir var stutt filma á kín- versku. Við lok tjaldbúðasamkomu Taiwan voru 7 manns skírðir og gengu í söfnuð Sjöunda dags aðventista. Tjaldbúðasamkoman á Sabah á Borneo sóttu 2000 manns og hún var haldin á Goshen skóla Sjöunda dags aðventista en þar stjórnaði James Thurmon, hinn nýi formaður trúboðsins. Það var fyrsta tjaldbúðasamkoma á Sabah síðan 1971. Patrick Godwan, prestur var vígður til prests á þessu þriggja daga móti síðast í júlí. Jane Allen, aðstoðar- blaðafulltrúi Austur- Asíudeildarinnar. Frétt úr Review 15.des.1977. 13

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.