Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.03.1978, Qupperneq 14

Bræðrabandið - 01.03.1978, Qupperneq 14
Enn ekki ofseint Eftir IRWINC CAMPBELL Öðru hvoru hugsa ég um veginn sem mannkynið er á og hvernig reköld mannlífsins liggja þar, menn sem ætluðu að snúa við og breyta daglegum venjum sínum áður en það yrði að eilífu of seint. Ég ákveð að ég ætla ekki að vera á meðal þeirra sem fresta hjálp- ræðinu. Dagarnir þjóta framhjá, næturnar hverfa fljótt inn í eilífðina. Síðasta nótt var ekkert frábrugðin, því ég féll í væran svefn. En rétt fyrir dögun dreymdi mig draum. Mér virtist ég vera í veislu. Það voru margir viðstaddir. Ég hafði tekið myndir og gestirnir voru að panta kopíur af myndunum. ÉG VAKNAÐI VIÐ DRAUMINN. ÉG GERÐI MÉR EKKI GREIN FYRIR HVERSU LANGT ÉG HAFÐI VILLST. Á náttborðinu mínu eru þessar bækur: Biblían, Vegurinn til Krists, Boðskap- ur til safnaðarins, og Deilan mikla. Þær hafa ekki verið opnaðar upp á síð- kastið. Ég hef haft of mikið að gera. Það var samband við fjölmiðla á vegum eins af okkar stóru söfnuðum sem hafði tekið tíma minn allan. Fjölmiðl- arnir höfðu tekið því vel að veita við- töku fréttum mínum og vildu líka birta fréttamyndir mínar. Eftir því sem vikurnar liðu hratt framhjá var ég alltaf öðru hvoru að hugsa um það að taka þessar bækur ofan af náttborðinu og lesa í þeim en þegar ég var að taka myndir var alltaf fjöldi fólks sem vildi fá kopíur. Það tók tíma að framkalla þessar kopíur. Ég er þreyttur þegar nóttin kemur svo ég skríð upp í rúm án þess að opna bækur lífsins sem þó eru við höndina. Tíminn líður. Irving Campbell er fyrrverandi prófessor í blaðamennsku sem kenndi við Central Michigan University. Hann býr nú í Colton, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Grein úr Review 15.desember 1977. "JESÚS ER KOMINN TIL AÐ HITTA ÞIG' Þegar ég var að taka á móti pönt- ununum kom ungur prestur frá söfnuð- inum í gegnum mannþröngina og hvíslaði í eyra mér: "Jesús er kominn til að hitta þig og bíður eftir þér á skrif- stofu þinni". Ég varð ekkert hissa. Ég hélt áfram með mín störf. Þá datt mér í hug að best væri að hraða sér af því að Jesús væri að bíða eftir mér. Samt tók ég enn nægan tíma til að ljúka verki mínu. Það virtist vera eins og ég gæti ekki lokið því af í flýti. Eftir nokkra stund kom ungi prestur- inn aftur. í þetta skipti tók hann pöntunarbókina úr hendi mér og sagði: "Hann er farinn. ÞÚ þarft ekki að koma á skrifstofuna." Þá vaknaði égí Þar sem ég lá þarna glaðvakandi í rúminu mínu spurði ég sjálfan mig: "Hvað hef ég gert? Meistarinn, skapar- inn, endurlausnari minn, konungur alheimsins kom til þess að hitta mig. Hann beið lengi á skrifstofunni hjá mér.' Ég lét hann bíða. Svo fór hann. Því gerði ég þetta?" Það dagaði hægt og rólega. Ég bylti mér. Ég gat ekki sofnað. --------------------------------------5 14

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.