Bræðrabandið - 01.03.1978, Síða 16

Bræðrabandið - 01.03.1978, Síða 16
stóra vikan HJÁLPIÐ TIL AÐ BYGGJA UPP TECHIMAN skóla i verklegum greinum fyrir stúlkur i Ghana Eftir M. A. BEDIAKO Samtökin í Ghana vilja þakka öllum meðlimxam Norður-Evrópu og Vestur-Afríku deildar fyrir miklar gjafir í fórn Stóru viku 1976 sem runnu til þess að byggja upp Techiman skólann fyrir stúlkur í Ghana. Fyrir gjafir ykkar gáum við lokið við að reisa fjórar skólastofur. Skólinn Techiman, þar sem stúlkum í Ghana eru kenndar verklegar greinar, var settur á stofn í september 1974 eftir vandlega skoðun á kenningu aðventista um menntun. ÞÓ að Samtök aðventista í Mið-Ghana starfræki tvo gagnfræðaskóla og kennara- skóla er Techiman skólinn sá eini sem er algjörlega £ eign aðventista og að öllu M.A.Bediako er formaður Samtaka aðventista í Ghana. leyti rekinn af þeim. Techiman skólinn er stofnsettur á þeim tíma er opinberir aðilar í Ghana hafa miklar áhyggjur af framtíð æskunnar, einkum stúlkna. Það er því vel að slík mál hvíli á huga forystumanna safnaðarins og söfnuðurinn leggi áform varðandi framtíð þessara stúlkna. Á strætunum eru margar stúlkur sem hafa einungis lokið hluta af námi sínu. Þær hafa margar lokið barnaskólanámi en fá engin störf sökvun þess að þær hafa ekki verið búnar undir þau störf sem á boðstólum eru. Þar sem stúlkur þessar vantar dvalarstað, föt og fæði er þeim sú hætta búin að leiðast út í ósiðsam- legt liferni. Þetta er ástæðan til þess að söfn- uðurinn setti á stofn þennan skóla þar 5

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.