Bræðrabandið - 01.04.1984, Page 4

Bræðrabandið - 01.04.1984, Page 4
dags aðventista? Ég veit bara alls ekki hvern ég ætti að hafa samband við, eða hvert ég á að fara til þess." Mér fannst eins og hjartað í mér ætlaði að springa, um leið og ég svarði: "En kæra vina, ég er sjöunda dags aðventisti!" Hún lét stafinn sinn falla og henti sér í fang mitt og tárin streymdu niður kinnarnar á henni. Svo sagði hún mér, að þegar frænka hennar dó, hafði hún verið beðin um að fara í gegnum eigur hennar. Á meðan á því stóð, hafði hún fundið kassa með tveim bókum í - þær hétu Deilan mikla og Heimilisbiblíulestrar (Bible Readings for the Home) . Á fremsta blaði hvorrar bókar hafði verið skrifað "Til þess sem fær þessa bók: Lestu þessa bók. Lestu af öllu hjarta, því hún inniheldur eilíft líf. " Henni leið nú eitthvað betur, en ég gat samt séð að henni lá eitthvað fleira á hjarta. Ég leyfði henni að jafna sig dálítið, en svo hélt hún áfram: "Ég þekkti ekkert til trúar frænku minnar. En eitt vissi ég, að þegar hún sagði eitthvað, þá var það sannleikur. Hún sagði mér frá því hvernig hún hefði lesið bækurnar og leitandi einlæglega og með bæn, fundið sannleik- ann og 3esú Krist sem sinn lifandi frelsara. Hún þagnaði augnablik, til að ná andanum og lét hendi á hjartastað. "En læknirinn minn segir, að ég þurfi að gangast undir hjartauppskurð og jafnvel þótt af honum yrði, þá á ég bara smá von um bata. Hann segir að ég verði að gangast undir uppskurðinn, eða deyja!" Hún fór aftur að gráta hljóðlega, um leið og hún lagði höfuð sitt á öxlina á mér. "En ég get alls ekki gengist undir uppskurðinn fyrr en ég hef fengið skírn!" Ég huggaði hana eins vel og ég gat, og lofaði að koma henni í samband við einhvern í þessum bæ. Ég skrifaði niður nafn hennar, heimilisfang og símanúmer og kom upplýsingunum til vinar, sem var aðventisti og lofaði okkur að sjá um að óskir hennar yrðu uppfylltar. En hve þetta var dásamleg byrjun á fríi! "Notaðu mig aftur Drottinn", bað ég. Og það gerði hann. Snemma næsta morgun, héldum við áfram, full tilhlökkunar, í húsbílnum okkar og með kerruna, í áttina að staðnum, þar sem fornbílasýningin átti að vera. Okkur til mikillar ánægju þá lét vörðurinn við innkeyrsluna okkur fara fremst í biðröðina - fram fyrir alla hina. Við höfðum beðið í um það bil 15 klukkutíma til að komast inn í aðalbiðröðina, til að koma húsbílnum og hinni þunghlöðnu kerru á réttan stað. En loksins - við gátum varla trúað þessu. Við höfðum verið valin til að vera fremst í biðröðinni, þegar opnað yrði, til að komast inn á sölusvæðið, þar sem sala og skipti á gömlu bílunum átti að fara fram! Eftir að hafa farið framhjá leið- beinanda á mótorhjóli lögðum við bílnum. Nokkrum sekúndum seinna, kom blár Volkswagen og lagði við hliðina á okkur. Lítil eldri kona, var við stýrið. Við héldum í fyrstu, að hún ætti ef til vill að hjálpa til á einhvern hátt, þar sem hún var með appelsínurautt flagg, bundið við loftnetsstöngina á bílnum sínum. En þegar hádegi kom og leið og ég hafði ekki séð hana fara út úr bílnum, til að sinna neinum af hinum nálega 65.000 manna fjölda sem hafði verið skráðurí bílastæðin, þá fórum við að gefa henni meiri gaum, sértaklega þar sem hún sat bara og starði beint fram fyrir sig. TÝND 1 TVO DAGA Að lokum fór ég að bílnum hennar, og spurði hana hvort hún ætti að hjálpa til, þar sem ég hafði tekið eftir appelsínurauða flagginu á útvarpsloft- netsstönginni. Hún var dauf í dálkinn, þegar hún sagðist hafa orðið viðskila við son sinn og fjölskyldu hans, í tvo daga. Þau voru, eins og við, í stórum húsbíl og með aftanívagn fullan af gömlum bílum.! Það voru tár í augum hennar, og ég fullvissaði hana um að við mundum hjálpa henni við að finna þau. Eftir að hafa fært henni mat og drykk, sagði ég: "Þú þarft að fá eitthvað að lesa, og ég held að ég hafi einmitt það sem þú þarft á að halda." Svo flýtti ég mér aftur til baka í húsbílinn og náði í eintak af Desire of Ages (ekki enn komin út á íslensku en margir kalla Þrá aldanna) handa henni. Hún þakkaði mér fyrir og fór að lesa. Annað slagið litum við út um gluggann á húsbílnum okkar, til að athuga hvort ættingjar hennar hefðu fundið hana, og við sáum hana alltaf við lestur. Rökkrið seig á og jafnvel eftir að dimmt var 4

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.