Bræðrabandið - 01.04.1984, Qupperneq 7
V
ÚR SAFNAÐARHANDBÓKINNI
"Þó að Guð dvelji ekki í musterum
með höndum gjörðum, heiðrar hann samt
samkomur fólks síns með návist sinni.
GUDSÞJÓNUSTUR 06
SAMKOMUR SAFNADARINS
Hann hefur lofað að þegar þau koma saman
til þess að leita hans, játa syndir
sínar og biðja hver fyrir öðrum þá muni
hann vera á meðal þeirra fyrir Anda
sinn. En þeir sem koma saman til þess
að tilbiðja hann ættu að hafna öllu
illu. Samkomur þeirra munu verða til
einskis nema þau tilbiðji hann í anda og
sannleika og í fegurð heilagleikans. Um
slíka segir Drottinn: "Lýður þessi
heiðrar mig með vörunum, en hjarta
þeirra er langt frá mér. Til einskis
dýrka þeir mig." Þeir sem tilbiðja Guð
verða að tilbiðja hann "í anda og
sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er
þannig tilbiðja hann."" - Prophets and
Kings, bls. 50.
LOTNING í HÚSI GUÐS
Hús Guðs á jörðu er hinni auðmjúku,
trúuðu sál sem hlið himinsins. Lofsöng-
urinn, bænin og orð þau sem fulltrúi
Krists talar eru tæki af Guði sett til
þess að búa fólk hans undir söfnuðinn
hið efra, undir hina háleitu tilbeiðslu
þar sem ekkert sem saurgar getur verið
með í.
Af helginni sem tengd var hinum
jarðneska helgidómi geta hinir kristnu
lært hvernig þeir eiga að líta á þann
stað sem Drottinn finnur fólk sitt. ...
Guð sjálfur gaf fyrirmæli um tilhögun
guðsþjónustunnar, og hóf hana ofar öllu
því sem tímanlegt er.
Húsið er helgidómur fjölskyldunnar
og einkaherbergið eða trjálundurinn er
kyrrlátasti staðurinn fyrir tilbeiðslu
einstaklingsins en kirkjan er helgidómur
safnaðarins. Það ætti að vera regla
varðandi tíma, stað og tilbeiðsluhátt.
Ekkert það sem heilagt er, ekkert það
sem snertir tilbeiðslu Guðs ætti að
skoða af kæruleysi eða afskiptaleysi.
Til þess að fólk geti gert sitt besta í
að víðfrægja dáðir Guðs verður það að
gæta þess í samskiptum sínum við aðra að
halda í huga sér hinu heilaga aðgreindu
frá hinu almenna. Þeir sem eru víðsýnir
og hafa til að bera háleitar hugsanir og
hneigðir eru jafnan í félagsskap sem
styrkir alla hugsun um guðlega hluti.
Sælir eru þeir sem eiga sér helgidóm,
hvort sem hann er hár eða lágur, í borg
eða ósléttum helli, í lágreistum kofa
eða í eyðimörkinni. Ef það er það besta
sem þeir geta fengið fyrir meistarann,
mun hann helga staðinn með návist sinni
og hann mun verða heilagur Drottni her-
sveitanna." Testimonies 5. bindi bls.
A91 og A92.
7