Bræðrabandið - 01.04.1984, Síða 14

Bræðrabandið - 01.04.1984, Síða 14
JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR f. 6.07. 1900 d. 3.10.1983 Við tölum um víkinga og valkyrjur. Við dáum hreysti Gunnars, Kára og Njálssona. Tíðrætt hefur orðið um traustleik Auðar, sem barðist við hlið Gísla manns síns, er óvinirnir sóttu að þeim uppi á klettstallinum. Við lofum óhagganleik Bergþóru, er hún hafnaði mútufé brennumannanna og gekk með Njáli inn í elddauðann. Hugprýði, göfgi og lífsinnsæi Rannveigar Gunnarsmóður af Hlíðarenda vekur orðlausa aðdáun ... og það er rétt. Þegar ég minnist systur Oónínu Oónsdóttur, blasa þessir eiginleikar og kostir við mér. Þegar ég minnist hennar sem konu, móður, forstöðukonu Systra- félagsins Alfa, Reykjavík um nokkurt skeið, sé ég þá fyrir mér eins og ég sá þá og þekkti í lifanda lífi. Bundin á beði, innilokuð árum saman, æðraðist hún aldrei né lét frá sér fara ömur- eða kvörtunaryrð i ... Hér sá ég þann "traustleik", sem innt var að í upphafi, og víst er um það, að sá traustleikur var reyndur út í ystu æsar í lífsátökun- um - en hún "... reyndist vel í þeirri raun." Systir Oónína var gift Oóni Oúníus- syni. Þau eignuðust tvö börn, 3ón, sem er dáinn og Guðrúnu Oónsdóttur geðlækni, Reykjavík, sem lifir foreldra sína og bróður. Eftir hina löngu sjúkralegu dó hún þann 3.10.1983 og útför hennar var gerð frá Fossvogskirkju 7.10.1983. Undirrit- aður þjónaði. Hinn 10.júní 1922 gekk hún í Aðventsöfnuðinn og var trúr og dyggur þegn hans svo lengi sem lífið entist. Söfnuðurinn þakkar allt starfið og þjónustuna. Sjálfur þakka ég hið fagra fordæmið og það sem þessi kona orkaði gott og göfgandi á hug minn. Blessuð sé minning hennar. VÉMUNDUR JÓNSSON f. 23.05.1920 d. 11.03.1984 Bróðir Vémundur Oónsson fæddist 23. maí 1920 að Hlíðarenda í Ölfusi. Þegar hann var 10 ára fluttu foreldrar hans, 3ón 3ónsson og Þorbjörg Sveinbjörnsdótt- ir til Vestmannaey ja. í Vestmannaeyjum sótti bróðir Vémundur sjó frá 14-22 ára aldurs, gerðist vélstjóri og trésmiður. Eftirlifandi kona hans er Guðný Sigurleif Stefánsdóttir. Börn þeirra eru 3ón, starfandi í Bandaríkjunum og Edith, sem er hér heima hjá móður sinni. Frá Vestmannaeyjum fluttu þau til Bandaríkj- anna og dvöldu þar um 23 ára skeið. Þar starfaði bróðir Vémundur við skilta- gerðarfyrirtæki auk trésmíða. Árið 1980 fluttu þau aftur hingað heim. Þá var bróðir Vémundur orðinn sjúklingur og endurheimti heilsu sína ekki upp frá því, uns hann lést þann 11. mars 1984. Utför hans var gerð frá Aðventkirkjunni, Reykjavík 20. s.m. undirritaður jarð- setti. Minning hans er dregin hreinum og mörkuðum línum svo sem maðurinn og var. Andlitsvipurinn opinn, bjartur og sterkum línum dreginn. Sem ungur kynntist ég Vémundi ungum. Geðprýðin og góðvildin einkenndu hann, síglaðan og hjálpfúsan. Hvar sem hann starfði varð hann eftirsóttur, því saman fóru dugnaður, elja, trúmennska og verk- snilli. Árið 1949, 15 október gekk hann í aðventsöfnuðinn og reyndist dyggur þegn hans til hinstu stundar. Bróðir Vémundur var grundvallaður í sterkri trú á Guð. Sú trú bar hann uppi, sem og fjölskylduna alla, í þungum reynslum veikinda hans síðustu árin. Þar sannaðist enn fyrir sjónum mínum, hvert gildi trúarinnar er í átökum lífsins - og dauðans - trúarinnar, sem ekkert getur komið í staðinn fyrir né gegnt hlutverki hennar. Ég bið Guð að hugga og styrkja ástvinina, sem misst hafa. Blessuð sé minning hins látna bróður. 14

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.