Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Eggert Á. Magnússon Eggert er maður sem veit hvað hann vill. Hann er ákveðinn og fylginn sérog setur markið hátt. Ávallt snyrtilega klæddur svo eftir er tekið, til dæmis vekja bindis- hnútarnir hans alltafathygli. Hann hefur náð miklum ár- angri bæði í viðskiptum og í íþrótthreyfingunni. Eggert þykir óvæginn, jafn- vel viö samstarfsmenn, en margir tengja það miklum metnaöi. Þá þykir mörgum Eggert vera meö eindæm- um þrjóskur og ógjarn að játa á sig mistök. Dæmi um það er dálæti hans á Ásgeir og Loga landsliðsþjálfurum sem mörgum finnst að ættu að vera löngu farnir. „Það er gott að vinna með Eggerti, hann er kraftmikill og fylgir mál- um alltaffast eftir. Hann er grlðarlega lunkinn samningamaður, ákaflega út- sjónarsamur. Hann er óþolin- móður og vill helst að hlutirnir gerist strax. Eggert er fljótur upp en er alls ekki langrækinn." Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSl. „Eggert er jákvæður aö eðlisfari og grlðarlega duglegur. Hreinn og beinn drengur sem á aiveg ein- staka konu. Hann ersann- gjarn I viðskiptum en fylginn sér. Eini gallinn sem ég gæti nefnt er að hann gæti verið duglegari við að halda bílnum sínum bónuöum.“ Sigfús R. Sigfússon i Heklu. „Eggert er metnaöar- gjarn og á mikinn heiö- ur skilinn fyrir starfsitt hjá Knattspyrnusam- bandinu. Hann er harö- ur afsér og ákveðinn. Hann mætti samt hlusta meira á sam- starfsfólk sitt og vinna með því. Hann á þaö til að verða svolítill einræöiherra þvl hann hefur sterkar skoðanir á hvernig eigi að vinna hluti innan sambands- Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi lands- llðsþjálfarl. Eggert Magnússon er fæddur20. febrúar árið 1947. Hann hefur veriÖ formaöur Knattspyrnusambands Islands frá árinu 1989. KSl skilaöi 45 milljóna methagnaöi á síöasta ári. Eggert var lengi framkvæmda- stjóri Kexverksmiöjunar Fróns og þykir afar lunkinn I viöskiptum. Hann stundaöi nám I skipaverkfræÖi og viöskiptafræöi og sat um tima I framkvæmdastjórn SÁÁ. Eggert er Valsari og var framkvæmdarstjóri knatt- spyrnudeildarVals 1985 til 1989.Kona Egg- erts er Guðlaug Nanna Ólafsdóttirog eiga þau fjögur börn. ■ Hleypurá styrkjasnærið Menningar- og ferðamálaráð Reykja- víkur situr nú uppi með þann sérstæða vanda að styrkjafé sem ráðið hefur til umráða er meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu styrkja ársins 2005. Er það vegna tilfærslu fjár frá borg- arráði. Menningar- og ferða- málaráð hefur því lagt til að sérstök úthlutun fari fram sem fyrst. Við hana verði meðal annars tekið mið af afgreiðslu umsókna fyrir árið auk annars sem til greina þykir koma og sé kynnt sér- staklega fyrir ráðinu. Árið 2001 lenti Lísebet Hauksdóttir, Idol-stjarna, í örlagaríku bílslysi. Kærasti hennar, Magnús Guðjónsson, lést og Lisa slasaðist mikið. Slysið olli mikilli sorg á Akureyri og breytti lífi þessarar ungu Idol-stjörnu. Fjölskylda Magnúsar heitins fylgist með Lísu á hverju föstudagskvöldi. Guðjón Stefánsson, faðir Magnúsar, segist fá sting fyrir hjartað þegar Lísa syngur. Söng til látins kærasta í I Lísebet Hauksdóttir segir á heimasíðu Idol Stjörnuleitar að sú manneskja sem hún vildi helst hitta sé Magnús Guðjónsson, unnusti sinn heitinn. Magnús lést í hörmulegu bflslysi fyrir um íjórum árum. Slysi sem breytti lífi Lísu sem nú heillar þjóðina með söng sínum í Idol Stjörnuleit. „Við fylgjumst með Lísu á hverju föstudagskvöldi," segir Guðjón Stefánsson, faðir Magnúsar sem lést í bflslysi fyrir um fjórum árum aðeins 21 árs gamall. Slysið vakti mikla sorg á Akureyri þar sem Magnús var í blóma lífsins og vel liðinn. Lísa, sem nú heillar áhorfendur með söng sínum í Idol Stjörnuleit á föstudagskvöldum, kvaddi Magnús í minningargrein með orðunum: „Þú verður mér alltaf efstur í huga. Við eigum eftir að hittast aft- ur og verða eitt, alltaf.“ Sorg á Akureyri „Þetta slys hafði mikil áhrif á alla sem nálægt því komu,“ segir Guðjón. „Hann var svo ungur en það sem einkenndi eftirleikinn var mikil samstaða meðal vina og kunningja. Ég man líka eftir söngn- um. Það var mikið sungið enda tónlistin rík hjá fjölskyldu Lísu." Lísebet og Magnús voru nýkom- in af minningarathöfh um vin sinn, sem hafði farist á sjó, þegar bfll keyrði í veg fyrir þau rétt hjá flug- vellinum á Akureyri. Ökumaður bflsins var eldri maðm. Lísa slasað- ist við áreksturinn en Magnús lést af sárum sínum á Landspítalanum. Talað var um að Akureyri hefði grátið í heila viku eftir slysið. Hvarf í næturhúmið Guðjón segir að Lísebet sé ansi lífsreynd miðað við aldur. Hún hafi upplifað márgt og sé með bein í nefinu. Magnús Brynjar Guðjónsson „Við eigum eftir að hittast aftur og verða eitt, alltaf/ sagði Lísa Iminningargrein um Magnús. „Það er fátt sem stoppar hana og ég held hún geti farið nokkuð langt. Við fylgjumst vel með og hugsum hlýtt til hennar í hverri keppni," segir Guðjón en athygli vakti þegar Lísa söng lagið í næturhúmi í tíu manna úrslitunum. Lagið, sem Margrét Eir hefur gert frægt hér á landi, hefst á orð- unum: „Eg sá hann aldrei aftur eftir að hann hvarf í næturhúmið." Og nær hápunkti með bæn söngvar- ans: „Ég bið, ég bið. Að við hittumst aftur við himins hlið.“ Fengu gæsahúð ngi „Ég Eg fæ alltaf sting í hjartað þegar ég hlusta á hana syngja," segir Guðjón um söng Lísu og minnist á frammi- stöðu hennar í laginu í nætur- húmi. „Jú, maður fékk gæsahúð enda afar persónu- legt lag fyrir hana.“ Guðjón segir að í síð- ustu keppni hafi einnig komið upp andar- tak sem snart hann. „Það var flutt þarna lag, Lítill drengur, sem var líka sungið í jarðarför Magn- úsar. Það eru svona augnablik sem snerta mann og rifja upp það sem gerðist." Fjölskylda Guðjóns er nú flutt frá Akureyri til Hafnarfjarðar. Hann segir fjölskylduna vera í góðu sambandi við Lísu sem hann biður fyrir að gangi vel í keppninni sem þjóðin fylgist nú svo spennt með. simon@dv.is Lísebet Hauksdóttir Idol- stjarna Missti kærastann sinn fyrir fjórum árum. Reykhólabúar Nýjar tölur um ferðamenn Vilja blóta í potti næst íbúar á Reylchólum og gestir þeirra héldu um helgina þorrablót í nýreistu íþrótta- húsi á staðnum. Segir á heimasíðu hrepps- ins að komið hafi á óvart hversu vel hefði gengið að standsetja húsið og gera það veislufært aðeins sex vikum eftir að það varð fokhelt. Bæði brottfluttir íbúar og nær- sveitamenn blótuðu þorrann með heimamönnum. Sagt er að menn hafi verið ánægðir með að hafa loks hús þar sem allir gætu setið saman og borðað. Ekld voru allir tilbúnir að hætta gleðinni eftir ballið og héldu margir ótrauðir áfram í heimahúsum um nóttina. „Halda mætti að blót í íþrótta- húsi hefði vakið upp áhuga fólks á frekara íþróttastarfi því hópur fólks Nýja fþróttahúsiö Ibúar I Reykhólahreppi blótuðu þorrann /nýja, stóra Iþróttahúsinu slnu. ákvað að skella sér í sund undir morgun, spurning hvort ekki verði farið að fordæmi Súgfirðinga og einfaldlega haldið blót í heita pott- inum að ári,“ segir skrifari á reyk- hólar.is. en nýtingin versnar Gistinætur á hótelum vom 8,5% fleiri f fyrra en árið 2003. Kemur þetta fram í tölum Hagstofunnar frá því í gærmorgun. Þessi aukning þarf ekld að koma á óvart því áætlað er að erlend- um ferðamönnum hafi fjölgað um 13,5% á árinu 2004 miðað við árið á undan. Gistinætur á hótelum vom 965 þús. í fyrra og þar af vom gistinætur er- lendra ferðamanna 774 þús. Erlendir ferðamenn vom um 360 þús. í fyrra og því lætur nærri að hver þeirra hafi gist rúmlega tvær nætur á hóteli. Þrátt fyrir gistináttaaukninguna versnaði herbergjanýting á hótelum lít- illega, eða um ríflega 2% á árinu 2004 miðað við árið 2003. Herbergjanýtingin árið 2004 er áætluð 41% á landinu öllu en 55% á höfuðborgarsvæðinu. Ástæð- an fyrir verri nýtingu er aukning á Loftleiðir Flugleiðir er eina félagið I Kaup- höllinni sem stundar hótelrekstur og kom fram I níu mánaða uppgjöri félagsins að nýt- ing hótelherbergja hefði verið heldur undir væntingum vegna mikillar aukningar á hót- el-og gistirými. framboði hótelrýmis. Enn frekari aukn- ing á hótelrými er í farvatninu. Flug- leiðir er eina félagið í Kauphöllinni sem stundar hótelrekstur og kom fram í níu mánaða uppgjöri félagsins að nýting hótelherbergja hefði verið heldur undir væntingum vegna mMlar aukningar á hótel- og gistirými.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.