Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Page 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 13 Jafnrétti í íslandsbanka íslandsbanki á Eiðistorgi fékk jafnréttisviðurkenn- ingu Seltjam- amesbæjar. Jafnréttisnefnd bæjarins segir útibúið hafi mjög vandaða stefnu í jafnréttismálum sem sé vel fylgt eftir. Reynt sé eftir megni að rétta hlut- fall kynjanna og þau hafi jafna möguleika til stöðu- hækkana. Nefndur er sveigj- anlegur vinnutími og skiln- ingur á fjölskylduábyrgð starfsfólks. „Allir starfsmenn útibúsins tilnefiidu sitt fyrir- tæki til jafnréttisviðurkenn- ingarinnar en það var eina fyrirtækið sem það átti við um,“ segir á heimasíðu Sel- tjamamess. Ráðist á Chrysler Um hádegisbilið á sunnudag var lögregl- unni í Keflavík tilkynnt um skemmdarverk á bif- reið við Hafnargötu 18. Framrúða hafði verið brotin, bretti dældað og vélarlokið rispað á grárri Chrysler-fólksbifreið. Belti björguðu þegar skólabíll ók í skurð Börnin skelfd í stjórnlausri rútu „Bömin vom náttúruiega skelk- uð,“ segir Auðunn Ingólfsson bfl- stóri sem missti stjórn á skólarútu svo hún klessti á kyrrstæðan bfl og endaði loks í skurði. Auðunn sýndi mikla hetjudáð, stökk aftur í bfl, leysti börnin úr beltunum og kall- aði svo á hjálp. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ segir Auðunn sem ber sig furðu vel miðað við atburði gærdagsins. „Það var mikil hálka og rútan rann bara á bfl sem var þarna. Ég var nú aldrei hræddur, var ekki á það miklum hraða.“ í rútunni vom auk bflstjórans tveir nem- endur í sérdeild Hjalla- skóla í Kópavogi. Sig- rúnu Bjarnadóttur, skólastjóra Hjallaskóla var létt þegar börnin skiluðu sér loks í skól- ann, heil á húfi. „Börn- unum var náttúnflega bmgðið, þau em heil á húfi og sem betur fer laus við meiðsli," segir Sigrún. Einar ísfjörð, aðstoðarfram- kvæmdarstjóri hjá Teiti Jónassyni Hrikaleg aðkoma Verkamenn störðu skelfdir á rútuna I morgunsárið. ehf. segir að beltin hafi bjargað í þetta skiptið. „Það er stefna okkar að allir bflar sem ann- ast akstur skólabarna séu með belti og að börnin noti þau,“ segir hann. andri&dv.is Garðar H. Björgvinsson bátasmiöur vill láta sækja Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur til að hún geti staðfest að hann hafi ekki hótað Helga Jóhannessyni stjörnulögfræðingi lífláti, heldur hafi Helgi hótað honum að fangar á Litla-Hrauni myndu ráð- ast á hann. Bátasmiöur vill að sambýliskona vilni um hótanir lögfræöings Garðar H. Björgvinsson bátasmiður ætlar að láta sækja fyrrum sambýliskonu sína, Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur til að hún geti borið vitni í máli sem lögreglustjdrinn í Reykjavík hefur höfðað gegn honum. Garðar var ákærður fyrir að hafa hótað Helga Jóhannessyni hæsta- réttarlögmanni h'fláti. Hann segist bara hafa hótað að drepa Helga með pennanum og segir að Helgi hafi sagt í dómi að hann hafi ekki óttast Garðar. „Guðrún María verður sótt því það sem hún hefur að segja, getur snúið málinu við. Hún heyrði nefnilega þegar Helgi hótaði mér,“ segir Garðar I sem hefur skrifað bréf: „Það er gott ef1 Helgi lendir ekki í ( fangelsi út af morð- hótun því allir eiga að vera jafnir fyrir lögum. Helgi hótaði að senda til undirritaðs tvo til þijá fyrr- verandi fanga á Litia- Hrauni sem hann hafði áður unnið fyrir og láta þá loka kjaftin- um á undirrituð- um forever eins og hann orðaði það. Hann kvaðst vera ! orðinn svo þreyttur á undirrituð- um," segir Garðar í bréfinu. Smeyk við að bera vitni Garðar hyggst nota þessar rök- semdir til að verjast í málinu sem nú er fyrir dómstólum. Hann segir Guðrúnu Maríu vera smeyka við að bera vitni en hún eigi ekki nokk- ( urra kosta völ. Steingrímur Þormóðsson, , verjandi Garð-1 ars, hefur kraf- ist þess að Guð- rún María Helgi Johannesson Kærði Garðar fyrir líflátshótun. Nú segir Garðar að Hetgi hafí hótaðsér. Garðar H. Björgvinsson Vill að fyrrum sambýiiskona mæti fyrir dóm og hjálpi sér. mæti fyrir dóm. Hún átti að mæta í gær, en kom ekld þannig að næst verður hún sótt, að sögn Garðars. Hann segir þó gott á milli þeirra og það sé ekki af neinu illu sem hann vilji iáta hana mæta fyrir dóm. Hún hafi einfaldlega heyrt símtal sem hann átti við Helga Jóhannesson og geti þannig snúið dómsmálinu á hvolf. „Lögmaður minn sagði við dómarann að það væri liðin sú tíð að réttarkerfið á Islandi færi yfir Garðar Björgvinsson á skítugum skónum," segir Garðar. „Þú Helgi! Þig mun ég vakta og elta á röndum þar til öll þjóðin þekkir þig eins og þú ert,“ sagði Garðar í bréfi til Helga sem varð til þess að Helgi kærði hann til Iögreglunnar fyrir líflátshótun. Garðar segist hafa skrifað bréfið vegna þess hversu illa Helgi og annar maður hafi farið með hann í viðskiptum þar sem þeir hafi haft af honum bát og umtalsverðar fjár- hæðir. Hann hafi hins vegar ekki meint hótunina bók- staflega heldur að hann ætiaði að drepa þá með „pennan- um . • •• að detta út úr Idol? „Það eina sem ég upplifði þetta kvöld var gleði og ánægja. Það var ekki fyrr en um nóttina sem einhver ónot byrjuðu að koma yfir mig og um morguninn var ég náttúrulega svolítið svekkt. Núna er samt það langt liðið að maður er ekkert rosalega svekktur lengur. En ég viðurkenni alveg að þegar ég horfi á keppnina iða ég alveg í skinninu af löngun til að vera sjálf á sviðinu, sérstaklega núna í Keflavíkurþemanu. Mér fannst það alveg ótrúlega spenn- andi. Allir voru búnir að velja þrjú lög fram í tfinann þannig ég var búin að velja diskó- og Sálarlag. Fyrir diskóið æti- aði ég að syngja Don’t give me this way en fyrir Sálar- þemað ætlaði ég að syngja Okkar nótt. Þetta eru frá- bær lög til að syngja og þegar ég mætti á keppnina fannst mér auð- vitað leiðinlegt að geta ekki látið í mér heyra. Endaði í óvissu Auðvitað var það svekkjandi að detta út en þetta er allt í lagi þeg- ar fram líða stundir. Ég var alveg búin að undirbúa mig fyrir þessa útkomu og vissi að þetta gæti gerst. Ég man að kvöldið fyrir keppnina læddist einhver grunur að mér, ekki það að ég hafi haldið að ég ætti eftir að standa mig illa. Þegar ég var kölluð í eitt af þessum þremur botnsætum var ég alveg viss um að ég væri að fara að detta út. Auðvitað langaði mig að vera lengur og enginn af dóm- urunum var búinn að segja að ég ætti skilið að detta út. Þeir höfðu nefnt fjögur nöfii og ég var ekki þar á meðal, langt því frá. En eins og ég segi þá var ég sem betur fer undirbúin fyrir þetta og var því ekki í neinu sjokki. Þorvaldur Bjarni sagði líka í viðtali daginn eftir að hann hafi talið öruggt að ég færi áffarn þannig hann hafi viljað gefa mér einhverja krítflc í staðinn fyrir að koma með ein- Maður er nátt- úrulega hálfbil- aður að taka þátt í þessari keppni en þettaersvo ótrúlega gaman og rosalega mikil lífsreynsla sem þessu öllu fylgir. hverja týpíska setningu á borð við „þú syngur mjög vel“ eða annað í þeim dúr. Það var enginn sem fagnaði þessu í salnum heldur var frekar dauðaþögn þegar þetta var tilkynnt þannig mér fannst í raun ágætt að geta endað þetta svona því þetta endaði í svo mikilli óvissu. Þannig að þetta er eigin- lega eins og að sigra óvissuna. Bilun að taka þátt Einhver blaðamaður frá Séð og heyrt orðaði spurningu til mín eitthvað á þá leið: „Hvemig er að tapa?“ Ég varð hálf hissa því mér fannst ég aldrei hafa tapað neinu þetta kvöld. Heldur fannst mér bara stærsti sig- urinn í þessu öllu að hafa skráð mig í þessa keppni. Ég held ekki að einhver einn vinni frekar en annar. Ég held að allir sem eftir em geti unnið en ég hef samt alveg mína eigin skoð- un á því hver mér finnst vera best- ur af keppend- un-um. En ég vil ekki segja það vegnaþess égvar í keppninni, ann-ars hefði ég al- veg látið það flakka. Reyndar get ég sagt það að all- ir þessir tíu sem eftir em hafa eitt- hvað mjög sérstakt við sig. Ég er ekkert endilega agndofa af hrifh- ingu yfir öllum, sönglega séð. En öil hafa þau eitthvað rosalegt við sig og því skiptir engu sérstöku máli þó þau fari einstöku sinnum út af laginu, það er bætt upp með einhverjum fallegum sérkennum sem þeim fylgja, en þeim fær maður að kynnast meira og meira með hverjum þætti. Og ef það er eitthvað sem manni finnst kannski leiðinlegt við að hafa dottið út, þá er það lfldega það að fá ekki séns á að sýna almennilega hvað í manni býr í raun og vem. Maður er náttúrulega hálf bil- aður að taka þátt í þessari keppni en þetta er svo ótrúlega gaman og rosalega mikil lífsreynsla sem þessu öliufylgir." undirbúið sig fyrir hvað sem er._________________ -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.