Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 Fjölskyldan DV Fallegar og persónulegar skreytingar Margir vilja gera barnaherbergin lífleg og skemmtileg án þess að þurfa kalla til meðlimi Disney-sam- steypunnar eða viðlíka félaga. Gott ráð er að leyfa börnunum að hand- mála herbergið bókstaflega. Ákveddu stað i herberginu sem þú og barnið haldið að fari vel á að skreyta og rammaðu afmeð máln- ingaríimbandi. Notaðu milda máln- ingu sem barnið getur stungið höndunum ofan í og hefjistsvo handa, þerrið höndina aðeins á pappír áður en henni er klest upp að veggnum, þvoið hendurnar þeg- ar þið skiptið um liti til að forðast óþarfa kám. Þessi listaverk lífga verulega upp á herberg- ið og þegar fram líða stundir verður gaman og notalegt að skoða þessi litlu lista- verk. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Nu þegar öskudagurinn nálg- ast óðfíuga leita margir for- eldrar að heppilegu gervi fyrir barnið. Skemmtilegustu bún- ingarnir þurfa ekki að kosta mikla peninga, sköpunargleði og ímyndunarafí eru mun mikilvægari þættir þegar kem- ur að grímubúningagerð. Fáðu barnið í iið með þér ogbúðu til glæsileg gervi úrþví sem þú átt tilheima fyrir. Til að búa til afbragðs sjó- ræningjabúning geturþú til dæmis notað: Gamlar svartar buxur Hvíta skyrtu afþéreða manninum þínum, kiút eða trefil sem mittislinda, best er að hafa hann f rauðum eða öðr- um skærum lit Gamalt skran og skart Höfuðklút Augnlepp Sjóræningjakrók, hnoðarinn úr hrærivélinni er frábær sem slíkur gripur Svört andlitsmáling Áætlaður tfmi í búningsgerð er undir klukkutlma Finndu til gamlar svartar buxur og styttu skálmarnar meö skærum, þvi druslulegri sem skálmaendarnir eru, því betra. Klæddu barnið i stóra hvíta skyrtu, til dæmis einhverja blettótta eða gamla, þú getur svo notað gamalt svart vesti utan yfir. Bittu svo rauðan klút um mittið og úr verður prýðis lindi. Settu svo klút á höfuðiö á litla sjóræningjanum tilvon- andi. Notaðu tilfallandi skran sem sjóræningjaskart, það væri líka gaman að fullkomna myndina með fylgihlutum á borö við augnlepp og krók. Þannig ger- semar eru auðvitað fáanlegar i hinum ýmsu verslunum en það er heldur ekkert mál að útbúa þetta með smá hugarflugi. Notaðu svartan andlitslit eða augnblýant til að skerpa and- litsdrætti, teikna skeggbrodda og skemmdar tennur. Efþú átt tuskudýrsem hentar Imynd sjóræningja, svo sem apa eða páfagauk er tilvalið að fullkomna gervið með einu sliku. Eftir það er barnið örugg- lega tilbúið I allarþær uppá- komursem öskudagurinn býður upp á. Eydísspyr: Sæll Þórhallur! Mér datt í hug að senda þér nokkrar línur til að sjá hvort þú ættir einhver ráð fyrir mig og manninn minn. Við erum búin að vera í sam- búð í ein 12 ár, þekkjast f 14 og eigum tvö börn saman, ellefu og fimm ára, en ég átti sjálf stelpu áður en við kynnt- umst sem er 15 ára, að verða 16. Sambúðin hefur gengið nokkuð vel hjá okkur, en síð- ustu árin finnst mér eins og öU bh'ða og ást sé einhvern veginn að týnast hjá okkur. Við erum bæði í krefj- andi vinnu og virðum hvort ann- að og aUt það. En við knúsum aldrei hvort annað orðið eða neitt slíkt. Mér finnst þetta orðið mjög erfitt. Hvað er hægt að gera í máhnu? Eydís. Blessuö ogsæl Eydís! Ég er oft spurður að því hvort það sé eitthvað sérstakt tímabU sem er erfiðara í sambúðinni og hjóna- bandinu en annað. Það er nú erfitt að svara því, vegna þess að hvert einasta par er sérstakt og öðruvísi en öll hin. En auðvitað er nú samt margt sem er eirs hjá okkur öUum. Til dæmis það að ef við hættum að taka eftir hvort öðru og látum eins og við séum bara eins og hver önnur mubla á heimUinu, þá er nú hætt við að eitthvað verði undan að láta. Við viljum nefnUega öU finna að við séum einhvers metin, ekki satt? Ullarbrúðkaup Ég ætla ekki að halda því fram að eitthvað ákveðið tímabU í sambúð- inni sé erfiðara eða betra en önnur. En tU gamans má geta þess að 7 ára brúðkaupsafmæli er kallað uUar- brúðkaup. Nafnið segir eiginlega aUt sem segja þarf. UUin er hlý og nota- leg en það getur klæjað ansi mUdð undan henni lfka. Hlýjan kemur vegna þess að okkur finnst sambúð- in þægUeg, okkur hður vel, en kláð- inn eða pirringurinn kemur af því að okkur finnst makinn fara í taugarnar á okkur á einhvern hátt. Kannski erum við bara bæði orðin of væru- kær þegar þessu stigi er náð. Þetta getur auðvitað gerst hvenær sem er í 11% V Ifti §3 Ég býst þess vegna við að þið látið ykkar samband sitja á hak- anum og hafið kannski gert allt of lengi. Séuð sem sagt orðin nokkuð væru- kær og treystið á að þetta muni ganga ein- hvern veginn afgöml- umvana. sambúðinni. Okkur finnst þá hlýjan sjálfsögð en pirrum okkur yfir henni af því að eitthvað vantar. Sem leiðir tU þess að við hættum að leggja okk- ar af mörkum til að viðhalda tUfinn- ingunum í sambúðinni og látum jafnvel pirringinn taka yfir. Sambandið látið sitja á hak- anum Nú er það auðvitað þannig að ástin vex ekki og lifir ekki bara ein- hvern veginn og af sjálfri sér. Það gerir blíðan og væntumþykjan ekki heldur. TU að hlýja breytist ekki í kláða eða jafnvel kulda, þá verðum við að rækta hana. Það gerum við aftur best með því að taka ekki hvort öðru eins og sjálfsögðum hlut. Þú segir að það sé mikið að gera hjá ykkur og að þið séuð bæði í krefj- andi vinnu. Auk þess eruð þið með þrjú börn sem þið þurfið að hugsa um. Ég býst þess vegna við að þið látið ykkar samband sitja á hakan- um og hafið kannski gert allt of lengi. Séuð sem sagt orðin nokkuð værukær og treystið á að þetta muni ganga einhvern veginn af gömlum vana. En um leið finnið þið að eitt- hvað hefur tapast. Hlýja og blíða á hverjum degi Mitt ráð til ykkar er að þið takið nú á honum störa ykkar, bæði tvö, og frfskið upp á rómansinn í sam- bandinu. Og það er ekki nóg að annað ykkar geri það, þið þurfið bæði að vera meðvituð um þetta. Til að fríska upp á rómantíkina þarf ekki að gera neina stórkostlega hluti sem kosta einhver ósköp. Sumir halda að ekkert nema helg- arferð til útlanda bjargi málunum. En helgarferðin eða eitthvað slíkt er auðvitað bara bónus fyrir gott Séra Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál. samband. Nei, hlýjuna og blíðuna verðið þið að rækta á hverjum degi. Það gerið þið t.d. með því að kyssa hvort annað á morgnana áður en þið farið í vinnu og aftur á kvöldin þegar þið hittist eftir daginn, með því að faðmast og halda utan um hvort annað þegar tækifæri gefst og með því að láta hvort annað vita af því að hinn aðilinn er stóra ástin í lífi ykkar. Sé sem sagt mikils virði! Það er hægt að koma slíku að hvenær sem er. Og svo er hægt að búa til míní-frí og rómantík með því að hittast t.d. í hádeginu einu sinni í viku og borða saman og njóta þess að vera ein. Leiðirnar eru ótakmarkaðar. Það er bara að byrja strax í dag og vittu til, sam- bandið mun strax breytast til hins betra. Meö kveöju, sr. Þórhallur Heimisson. Barnið gerir sér grein fyrir að það þurfi að pissa, sýnir það með svipnum eða með því að segja frá þvf. Getur sagt og skilið eitt orð, svo sem „blautur", „pissa" eða „koppur". Lfkar illa að vera með blauta bieiu. 4, Heist þurrt f tvær klukkustundir og vaknar þurrt eftir lúr. Getur dregið buxurnar upp um sig. Vill ólmt gera þér til hæfis. 7 Skammast sfn fyrir að hafa pissað á sig. Segir frá þegar það þarf að pissa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.