Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 Sport DV Gerrard er yfir peninga hafinn Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, segir að félagið muni hafna öllum tilboðum sem það fengi í íyrirliða sinn, Steven Gerrard, jafnvel þó þau hljóm- uðu upp á 50 milljónir punda. Parry viðurkenndi þó að Gerrard, sem hefur stöðugt verið orðaður við Chelsea í vetur, ráði því sjálfur hver framtíð hans verður. „Fyrir okkur er Gerrard yfir peninga hafinn. 30 mUljónir, 40 miUjónir, jafnvel 50 miUjónir punda - við munum ekki taka einu einasta tilboði. Gerrard er framtíð Liverpool,'1 segir Parry en bætir við að Gerrard , sjálfur verði að vfija fyt. eiga framtíð hjá Liverpool. „Við getum ekki haldið honum hjá félaginu gegn eigin vUja,“ segir Parry. Fríir bolir fyrir Fjölnis- menn Fjölnismenn spUa fyrsta úr slitaleik í sögu félagsins þegar þeir mæta Njarðvtkingum í bikar úrslitaleik KKI og Lýsingar í Laug ardalshöUinni á sunnudaghm og þeir æda að reyna að virkja Graf arvogsbúa tU að styðja við bakið á sínu félagi á stærsta degi félagsins tU þessa. Fjölnismenn ætía meðal annars að bjóða upp á rútuferðir frá Grafarvogi, andUtsmálun fyrir harða stuðningsmenn og þá fá 300 fyrstu stuðningsmenn Fjölnis í HöUinni ókeypis bol þannig að þeir séu nú örugglega í réttum lit um þegar flautað verður . tU leiks.Tuttugu þúsund manns búa í Grafar- voginum og því má alveg búast við / HMj góðri mætingu í fr ILöllina enda gæti^ fyrsti titiU félag- ' ins komið í hús fái hið unga og stórefnUega Uð Fjölnismanna góðan sttiðn- ' ing. Snorri með tilboð frá fjórum löndum HandknattleUcsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson þarf ekki að örvænta þótt samningur hans við þýska félagið GrosswaU- stadt verði ekki epdurnýjaður þegar hann rennur út í vor því hann hefur fengið tUboð frá Frakklandi, Danmörku, Spáni og Þýskalandi eftir því sem hann sagði í samtaU við DV í gær. Snorri Steinn sagði að tílboðin væru misspennandi og að hann myndi taka sér tvær tU þrjár vikur í að skoða þá möguleika sem f boði væru. „Ég vonast tU að ákveða mig fijótíega í framhald- inu af því," sagði Snorri * • Steinn. Hann játti því j að sá áhugi sem hon- /um hefði verið | V sýndur væri upp- —, ~*örvandi og það væri ljóst að haim myndi ekki koma heim á næstunni. Leikmenn í íslendingafélaginu Stoke City beita heldur nýstárlegum aðferðum til að fá sitt fram í samningaviðræðum við félagið. Gunnar Þór Gíslason og félagar í stjórninni lentu heldur betur í því í síðustu viku þegar Ade Akenbiyi nánast hlekkjaði sig við stól á skrifstofu yfirmanns knattspyrnumála félagsins. Ekkert grín að eiga við svona mann „Ég hef verið daglega á skrifstofu Johns Rudge síðustu vikur til að ræða um samningamál mín og alltaf er mér sagt að koma aft- ur daginn eftir. Þannig að ég ákvað að eina leiðin til að fá einhver svör væri að tala við stjórnarformanninn sjálfan. Mín leið til þess var að setjast niður, eins og venjulega, á skrifstofu Rudge og láta fara vel um sig. Svo sagði ég honum að ég myndi hvorki tala né hreyfa mig fyrr en ég hefði fengið að ræða persónulega við Gunnar. Eftir klukkustund gaf Rudge sig loksins og ég fékk að ræða við Gunnar." Svona lýsir Ade Akinbiyi, aðal- stjarna íslendingaliðsins Stoke City, atburðarás sem átti sér stað innan félagsins í síðustu viku. Það er ekki á hverju degi sem heyrast sögur af leikmönnum nánast hlekkja sig nið- ur á skrifstofum yfirboðara sinna til að fá svör við fyrirspurnum sínum en það var engu að síður það sem gerðist f sfðustu viku. Akinbiyi, sem einhverjir muna líklega eftir sem misheppnuðustu kaupum síðari ára í ensku úrvalsdeildinni, fékk samn- ing hjá Stoke fyrir síðasta tímabil þegar ferill kappans var við það að fjara út. Á tíma sínum hjá Stoke hef- ur Akinbiyi gengið í gegnum endur- nýjun lífdaga og er farinn að vekja áhuga stærri liða eftir frábæra spilamennsku í vetur. í kjölfarið hef- ur Akinbiyi farið fram á nýjan og betrumbættan samning þar sem viðræður ganga, að hans sögn, held- ur hægar en venja þykir. Á öndverðum meiði Gunnar Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, staðfesti þessa atburðarás við DV Sport. „Það er rétt að ég ræddi við Akin- biyi í vikunni. Hann vildi fá svör við ýmsum spurning- um og þetta er ennþá allt í góðu þannig séð. Ef menn vilja tala við mig þá fá þeir að tala við mig. Akinbiyi fékk í sjálfu sér ekki að heyra neitt nýtt frá mér. Honum líður kannski bet- ur að heyra það frá mér en John Rudge," segir Gunnar en Rudge er titlaður sem yfir- maður knattspyrnumála hjá félaginu. Akinbiyi sjálfur segir hins vegar að spjalhð við Gunnar hafi gert gott gagn. „Ég átti við hann mjög jákvætt samtal og ég held að hann skilji núna nákvæmlega hver mín sjónarmið eru.“ Ekkert venjulegur maður Gunnar viðkenndi að honum hefði nú ekki staðið á sama um að maður jafnmikiU vexti og Akinbiyi krefðist þess að ræða við sig. „Hann er ekkert venjulegur maður og ekk- ert gaman að hafa svona mann reið- an inni á skrifstofunni hjá sér. Það fer mikið fyrir honum á vellinum en þegar maður sér hann í návígi áttar maður sig á því að það er ekkert grín að eiga við svona mann,“ segir Gunnar en Akinbiyi þykir einhver líkamlega sterkasti leikmaður á Englandi í dag og þykir það ærinn áfangi hjá and- stæðingum að ná Akinbiyi í grasið. Gunnar „Hann er ekk- ert venjuleg- ur maður og ekkert gaman að hafa hann reiðan inni á skrifstofunni hjásér." Ade Akinbiyi Gunnar Þór hafnaöi 600 þúsund punda tilboðl frá Wigan og Sheffleld United i framherjann hans. segir að það séu pening- ar sem valdi því að hníf- urinn standi í kúnni í samningaviðræðunum við Akinbiyi. „Við gerum samning við leikmenn til ákveðins ú'ma og fólk má ekki gleyma að þetta eru tvíhliða samningar. Þannig getum við ekki losnað við leikmann á samningi þótt við vildum nema með því að borga upp samning hans. Svo gerist það að leikmönnum gengur betur hjá okkur en kannski efni stóðu til í upphafi og þeir vekja áhuga annarra liða þar sem þeir gætu hugsanlega fengið betri kjör. Það á við um Akinbiyi núna,“ segir Gunnar Vill sinn hag sem mestan „Það var nú ekki mikil eftirspurn eftir Akinbiyi þegar við tók- um hann fyrir tveimur árum, réttara sagt vildi ekk- ert félag nema Stoke fá hann, en nú standa honum til boða hærri laun annars staðar. En alveg eins og við verðum að virða samning okkar við leikmenn verða þeir að virða samn- ing sinn við félagið. Um það snýst deilan við Akinbiyi í dag. Hann vill fá hærri laun en hefur líka ýjað að því að hann muni fara ef við hækkum ekki samninginn hans. Og það er fullkomlega skiljanlegt að Akinbiyi vilji hámarka sínar tekjur. En það er samt ekki alltaf þannig að hagsmun- ir félagsins fari saman við kröfur einstakra leikmanna," segir Gunn- ar. Hann staðfesti að félagið hefði fengið formlegt tilboð frá tveimur félögum. „Þeim var hafnað en hjá Stoke eru allir leikmenn til sölu fyrir rétt verð.“ Tryggvi Guðmundsson og Þórður Guðjónsson eru nýustu liðsmenn Stoke „Viljum hafa íslendinga í liðinu" Mikið hefur verið um það rætt innan herbúða Stoke í vikunni að koma Þórðar Guðjónssonar og Tryggva Guðmundssonar til félagsins komi ekki til vegna áhuga Tonys Pulis, þjálfara liðsins, á leikmönnunum. Það sé fyrir tilstilli íslensku stjórnarinnar sem samið er við leikmennina því að hún vilji íslenska leikmenn í sitt lið. Gunnar Þór segir ýmislegt til í þessum orðrómi. „Þetta er ekki úr lausu lofti gripið. Við íslend- ingamar í hópnum höfum lagt áherslu á að það séu samlandar í liðinu. íslendingum finnst skemmtilegra að vita að samlandar sínir standi sig vel í útíöndum - það er hluti af hinni íslensku minnimáttarkennd. Við viljum lfka gefa íslend- ingum tækifæri á að kom- ast á þennan markað, segir Gunnar og nefnir dæmi um fyrrverandi leikmenn liðsins. „Það er til dæmis mjög ólík- legt að leikmenn eins og Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson hefðu fengið tækifæri á enska leikmannamarkaðinum íslendingar hefðu ekki átt Stoke," seg- ir Gunnar en þvertekur þó fyrir að það sé stjórnin sem ráði hjá Stoke en ekki þjálf- Þórður og Tryggvi Voru „ ■ S sinnm im fengnir í Stoke í gegnum ctinminn en bekking þjálfarans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.