Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Page 23
DV Lífíð ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 23 Hvað ertu að hlusta á? I augnablikinu er ég aö setja saman sýningu og því hlusta ég á lög sem inni- halda orðið.magic'. Lög eins og Magic Carpet Ride, This magic moment og Every little thing she does is magicÞar fyrirutan hlusta ég bara á alla tónlist, er t.d.aökynnamér „óperasöngkonuna“ Mrs Miller um þessar mundirC töfra- maður Tónleikar • Þóra Ein- arsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimund- arson píanó- leikari flytja íslenskar söngperl- ur á Tíbrár- tónleik- umíSaln- um, klukk- an20. Fundir og fyrirlestrar • Einar Hreinsson sagnfræðingur flytur fyrirlesmr á hádegisfundi Sagnfræðingafélagsins í Nor- ræna húsinu. Fyrirlesturinn nefitir hann „Vald sem auð- magn. Um táknrænt ofbeldi, tengslanet og ríkið sem félags- legt rými." Einar hefur upp raust sína klukkan 12.05. • Rannveig Þórisdóttir félags- fræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræðir um gagnagrunna lögregl- unnar á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið verður í stofu L101 í Sólborg við Norður- slóð, klukkan 16.30. • Jóhanna K. Eyjólfsdóttir flytur fyrirlestur um menningu í mannréttindasamfélagi í húsa- kynnum Reykjavíkurakademí- unnar, Hringbraut 121. Fyrirlest- urinn er fluttur á vegum Mann- fræöifélags íslands og hefst klukkan 20. Leikkonan Nicole Kidman ætlar að selja villu sína íÁstralíu eftir að hún komst að þvi að húsið var hlerað. Vinir hennar segja ,, j að önnur ástæða fyrirþví að hún ætlar að selja húsið sé að því tengist ofmargar minningar » um eiginmanninn fyrrverandi Tom •j ; Cruise.„Tom varhvort J; eð er alltaf hrifnari af húsinu en hún, þegar hún selur húsið getur hún loksins lokað þeim kafla í lífi sínu/sagði vinur hennar. Tvær vikur eru liðnar síðan upp komst að hler- unarbúnaði hafði verið komið fyrir við bygginguna. Verið er að rannsaka búnað- inn sem átti aö hlera samskipti Nicole við Iffverði sína. Tvær íslenskar á Topp 100 Pitchforkmedia Virta bandaríska músíknetsíðan Pitch- forkmedia hefur sett saman lista yfir bestu piötur áratugarins sem núer hálfn- aður. Athygli vekur að tvær íslenskar plötur komast inn á listann. Nýjasta plata Bjarkar, Medúlla, lendir i 86. sæti. Athygl- isverð stað- reyndiijósi þess að platan fékk engin verðlaun á íslensku tónlistar- verðlaununum nýyfirstöðnu. Meistara- verk Sigur Rósar, Ágætis byrjun, lendir svo í 6. sæti, sem kernur kannski ekki á óvartþviplatan var á Islandi valin besta plata síðustu aldar. „Það eru engin mistök gerð á þessarí Toppurinn plötu," segir blaðamaðurinn sem skrifar um plötuna,„og þegar maður skellir henni ánúna upplifir maður það sama og i fyrstu maraþonhlustuninni." Sigur Rós Með sjöttu bestu plötuna > 7 V * -ir 'ý. - Bestu plötur síðustu 5 ára sam- kvæmt Pitchforkmedia 1. Radiohead - Kid A 2. Jay-Z -The Blueprint 3. Interpol -Turn on the Bright Lights 4. OutKast - Stankonia 5. The Avalanches - Since I Left You 6. Sigur Rós - Ágætis byrjun 7. Modest Mouse -The Moon & Antartica 8. The White Stripes - White Blood Cells 9. Animal Collective - Sung Tongs 10. The Streets - Original Pirate Material Lífið eftir vinnu Fjórar íslenskar rokksveitir leika á sérstöku íslands- kvöldi tónlistarvefjarins Drowned in Sound síðar í mánuðin- um. Útvarpsmaðurinn John Kennedy valdi böndin. Drowned in Sound ánægt með islensku böndin Jan Mayen Gott, gott stöff. Breski tónlistarvefurinn Drowned in Sound stendur fyrir íslandskvöldi mánudag- inn 21. febrúar á hinum vel þekkta skemmtistað Marquee í London. Útvarpsmaðurinn John Kennedy af rokkstöðinni XFM valdi böndin á kvöldið, en hann mætti á síðustu Iceland Airwaves og var upp- numinn yfir nokkmm íslensk- um sveitum sem nú stíga á stokk í London. Sveitirnar eiga það sameiginlegt að vera lítt þekktar hér á landi og stinga sér því beint í djúpu laugina. Hjá nettímaritinu má nú lesa sér til um böndin. Skátar þykja dásamlegt hávaða-skronk-rokk tilræði, svipaðir sýrusturluðum Super Furry Animals á hvítum læknasloppum. Auk þess kemur fram að sveitin hafi gert útgáfusamning við Moshi Moshi-útgáfuna (Hot Chip) og gefi þar út plötu innan skamms. í íslandsheimsókninni þótti tónlistarvefnum mest til hljómsveitarinnar Reykjavík! koma. Á vefrium segir: „Fimmmenningarnir sýna ótvfræð merki um að vera undir harðkjamaáhrifum, en margt fleira er þó í blöndunni. Arfavitlausir mulningsgítarar og knýjandi riþmapar bakka upp söngvara sem h'tur út eins og ungur Zach de la Rocha sem hendir sér um sviðið af Skátar Sýru- sturlað tilræði Skakkamanage Dálítið klikk. Bóas í Reykjavík! Sjálfsöruggur söngvari. miklu sjálfsöryggi." Jan Mayen þykir bræða saman æsandi gleðina sem einkenndi Ash og Weezer í byrjun og tilrauna- kenndari hliðar Pixies og hávaðann og eldmóðinn frá öllum þremur. „Gott, gott stöff', lýsir vefurinn yfir. Fjórða og síðasta bandið á fslandskvöldi Drowned in Sound er svo Skakkamanage: „Hjón og aðstoðarmaður, grúppan býr til tælandi hljóð sem líkjast... eiginlega engum. Á sviði eru þau lifandi, fyndin, falleg, sérstök og dálítið klikk..." Victoria í jógað Victoria Beckham er farin að stunda jóga aö fordæmi kryddvin- konu sinnar Geri Halliwell. Vict- oria ergengin átta mánuði með þriðja barn sitt og fót- boltastjörnunnar Davids Beckham og hún er ákveðin I að detta ekki úr formi á meðgöngunni. Fyrstu mán- uðina var hún dugleg að glápa á sjónvarpið og hakka f sig óhollan mat, en nú ætlar söngkonan þrituga aö hætta að bæta á sig. Eftir að hafa séð kryddpfuna fyrrverandi Geri breyta vexti sínum með jóga réð Victoria einkaþjálfara á heimlli sitt I Madríd.„Hún ætlar að vera komin f toppform skömmu eft- ir fæðinguna, það gekk vel þegarhún eignaðist dreng- ina tvoengetur oft verið erfitt eftir þriðja barniö," sagði vinur Victoriu. Louis Armstrong kemur til íslands í dag eru slétt fjörutíu ár frá því Louis Armstrong kom til íslands. Trompetmeistarinn var þá sextíu og eins árs og löngu orðinn eitt frægasta nafn djassins fyrr og síð- ar - gekk þá þegar undir nafninu „konungur djassins". Hann hafði þar að auki öllum að óvörum átt poppsmell ári fyrr þegar hann söng lagið Hello Dolly á topp vinsældarlistanna. Þremur árum eftir íslandsheimsóknina sló hann aftur í gegn í poppinu með laginu What a Wonderful World. Það var knattspyrnufélagið Vík- ingur sem flutti Louis inn og hélt með honum þrenna tónleika í Há- skólabíói. Uppselt var á þá alla og þótti meist- arinn fara á kostum. Við komuna til lands- ins tóku helstu forkólfar íslenska djasslífsins á móti Louis og vitanlega var Jón Múli Árnason fremstur í flokki. hans, Ragnheiður Gyða, andi útvarpskona á Talstöð inni, fór fremst í flokki og færði snill- ingnum blóm. Stjörnuspá Jónatan Garðarsson dagskrárgerðar- maður er fimmtugur í dag. l „Yfirvegun einkennir mann- í inn sem hér um ræðir og ’ nýir tímar birtast þar sem hann eflist með sanni og verður sveigjanlegri og vitrari gagnvart hamingjustundum , sem einkenna nánustu [framtíð hans. Efnahags- t legur árangur einkennir [ hann árið framundan," l segir i stjörnuspá hans. Jónatan Garðarsson Vatnsberinn po.jan.-is.febt.) VV --------------------------------- Þú birtist um þessar mundir sérstök blanda af hefðum og nýjunga- girni. Sérviska á einnig við þig. Hér birt- ist að sama skapi innra með þér sterk og ástríðuþrungin rödd sem er án efa einn mesti styrkur þinn og þú ættir ekki að hika við að nota hana. Fiskarnir r?9. febr.-20. mars) Leyfðu þér að viðurkenna kostina og ekki síður gallana í fari þínu en þú átt það til að vantreysta eigin getu og ættir að hætta því sem allra fýrst. Þú hefur ríka þörf fyrir að aðrir þarfnist þín og elskar vini þína og elsk- huga á sérstæðan hátt en það er reynd- ar áhugavert að fólk eins og þú er fært um að elska á allan máta; kynferðislega, platónskt, andlega og trúarlega. T Hrúturinn (2!.mon-í9.í Þér tekst vissulega að takast á við tilfinningar þínar með rökvísi. En hvernig sem þú ferð að því þá er þér eðilegt að draga að þér athygli. Per- sónulegt aðdráttarafl þitt er áberandi mikið um þessar mundir. ö NaUtÍð (20. aprfl-20. mal) Fyrsta skref þitt í átt að ham- ingju er að þú leitast við að skilja sálina og ekki síður hlusta og svo ertu einnig minnt/ur á að ástin heldur tilveru okkar n W\bmm\r (21.mal-21.júnl) Þú veist sannarlega hvert þú ætlar þér og ert fær um að uppfylla óskir þínar og ekki síður þeirra sem þú hrífst af. Þú ert heiðursmanneskja og vilt hafa um- hverfi þitt á sömu nótum. Þessa dagana ertu mjög forvitin/n um allt og það er ekkert sem þú vilt ekki prófa/skoða. faább'm (22.júnl-22.júll)___________ Sjálfsagi er mikilvægur því miklar andstæður eru innra með þér þegar tilfinn- ingaflæðið er skoðað og þú ert minnt/ur á að þú ert svo sannarlega fær um að kljást við verkefni sem er nýhafið eða um það bil að verða að veruleika. LjÓniðffl .júlf-22.ágúst) Rómantík á vel við núna. Stærsta vandamál þitt er að þú væntir of mikils. Hættu því og gefðu af þér og leyfðu ástvini að njóta nærveru þinnar. NieyjáW (21. ágúst-22.sept.) Greind þín og kynþokkafull fegurð eru tímalausar. Nýttu kosti þína í meira mæli og hættu að gera lítið úr hæfileikum þínum hið fyrsta. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Endir er á ósáttum eða rifrildi einhvers konar og fyrirgefning er í há- vegum höfð um þessar mundir. Þú ert vinur í raun og áhugaverður elskhugi, svo sannarlega. Innri ró og samræmi ein- kenna stjörnu vogar út febrúar. T15 Sporðdrekinn (24.okt.-2t.n0v.) Hér birtast vegamót sem þú ert um það bil að ganga í gegnum og ættir að ákveða hvora leiðina þú kýst að velja. Valið er eflaust erfitt fyrir þig þessa stundina. Eftir að þú hefur ákveð- ið þig er ekki aftur snúið því líf þitt mun taka miklum stakkaskiptum. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.de.) Hættu sem allra fyrst að leita í sífellu að grænum grösum og skoðaðu betur bakgarðinn hjá þér sem er fullur af gulli og gimsteinum. Steingeitin (22 fa-19. janj Dýrsleg orka þín er áberandi og þú virðist vera svo efnislega þenkj- andi þessa dagana að þaðjaðrar við græðgi og jafnvel nísku. Þú gætir einnig verið viðkvæm/ur fýrir gagnrýni og get- ur þá fyllst svartsýni, efa og tlma- bundnu þunglyndi. Gefðu eftir og leyfðu þér aldrei að verða harðstjóri. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.