Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2005, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 31 Erum við góð við gamla fólkið? Sú spurning vaknar óneitanlega þegar skoðaðar eru aðstæður margra eldri borgara í samfélaginu. Á síðustu misserum hafa komið fram ýmis dæmi um að aðstæður og kjör eldra fólksins séu í mörgum til- fellum frá því að vera óviðunandi yfir í það að vera forkastanleg. Margir þeir aldraðir búa við kröpp kjör sem hafa strípuð ellilaunin til framfærslu, enda aðrar lífeyristekjur tvískattaðar á móti og síðan eru það þeir sem þurfa heilsu sinnar og ald- urs vegna að flytja á öldrunar- stofnun og neyðast til þess að deila herbergi með öðrum en maka sínum. Þessu fylgir síðan að mörg- um eldri borgurum finnst búsetu á öldrunarstofhunum fylgja umtals- verð sjálfsræðissvipting, sem spegl- ast t.d. í því að fólk hefur ekki lykla að heimilinu, getur ekki tekið á móti gestum í einrúmi eða ráðið sínum baðferðum sjálft. Óviðunandi ástand Þetta er óviðunandi ástand og við eigum og verðum að bregðast hratt við og breyta því. Þá er ótalin þörfin fyrir hjúkrunarrými víða um land sem leiðir oft til þess að ósjálfbjarga eldra fólk er á hálfgerðum vergangi á Bjðrgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að aldraðir fái að búa einirefþeirvilja. Kjallari í svari ráðherra kom fram að tæplega þús- und aldraðir deila herbergi með öðrum á öldrunarstofnunum og eru það merkUegar tölur og ramma inn alvarleika málsins og hver vandinn er stór. milli ætúngja sinna og afkomenda í stað þess að búa við öryggi og stöð- ugleika á góðri öldrunarstofnun sem sitt síðasta heimili í lífinu. Margar fjölskyldur lenda í alvarlegum vanda vegna þessa og aldraðir upplifa nið- urlægingu og frelsisskerðingu í stað virðingar og öryggis. Sérstaklega er óviðunandi staða þeirra sem þurfa að deila herbergi með öðrum á hjúkrunar- og dvalar- heimilum sem ekki er maki viðkom- andi eða sambýlingur. Við eigum að stefna að því til framtíðar að fólk geti verið heima eins lengi og hægt er með öflugri heimaþjónustu og þjón- ustukjörum og flytji sfðan á hjúkr- unarheimili þegar heilsan er orðin þannig að það verður ekki umflúið. Framboð á hjúkrunarrými er síðan sérstakt mál en víða er alvarlegt ástand hvað það varðar og er ferlið í uppbyggingu hjúkrunarrýmis af hálfu ríkisins ámælisvert og tefur hana verulega. Þúsund aldraðir deila her- bergi Fyrir nokkrum dögum ræddi ég málefni aldraðra við heilbrigðisráð- herra á Alþingi. Þar spurði ég ráð- herrann m.a. hve margir aldraðir á öldrunarstoftiunum deila herbergi með öðrum, ef hjón eða sambýlis- fólk er frátalið, og hve margir eru í einkaherbergjum? Þá spurði ég ráð- herrann einnig hvort til stæði að endurskoða löggjöf um málefni aldraðra og t.d. með það að mark- miði að banna að aldraðir deili her- bergi með öðrum, sé ekki um maka að ræða. í svari ráðherra kom fram að tæplega þúsund aldraðir deila her- bergi með öðrum á öldrunarstofn- unum og eru það merkilegar tölur og ramma inn alvarleika málsins og hver vandinn er stór. Þetta er samfé- laginu ekki til sóma og um það á að ná þverpólitískri samstöðu til að tryggja að allir aldraðir sem þess þurfa og óska geti fengið inni á öldr- unarstofnun og búið þar í sérbýli. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, lýsti vilja til að bæta þarna úr og ekki efast ég um að hann sé til staðar hjá ráðherranum. Á móti kemur að ríkisstjórn hægriflokkanna hefur brugðist öldruðum og því er ólíklegt að góður vilji ráðherrans nái ffarn að ganga. Hann tók hinsvegar ekki undir þá skoðun að banna það með lögum að aldraðir þurfi að deila íbúð eða herbergi með öðrum en maka eða sambýlingi. Það er ein leið að mínu mati en meginmálið er að markmiði sé sett og unnið að því hratt og vel. Núverandi staða en slæm og óásættanleg með öllu. Bjöigvin G. Sigurðsson Ánægð með Þorstein Kona hríngdi: Ég vil lýsa því yfir að ég er yfir mig ánægð með Þorstein Gunnarsson íþróttafréttamann á Sýn og hans framtak. Það eru allir að segja að fréttamenn séu ekki starfi sínu vaxnir en ég er því ósammála. Ég myndi nú segja það að frekar vil ég heyra íslensku sem er ekki alveg rétt í stað þess að við förum alveg yfir í enskuna. Ég varð fyrir áfalli í sumar. Ég er utan af landi og kom til Reykjavík- ur og fór og fékk mér kaffi á Thorvaldssenbar á fal- legum sumardegi. Þar þjónaði mér til borðs ung- ur drengur sem talaði ekki stakt orð í íslensku. Svo fór ég á veitingastað í Kringlunni og þar var sama sagan. Af- greiðslukonan tók við pöntun um á ensku. Svo var ég á hóteli fyrir utan Reykjavík og þar voru Lesendur tvær stúlkur í salnum sem töluðu enga íslensku. Mér finnst þetta vera orðið hálf- skugga- legt. Þú ferð á ís- lenskan veitingastað og færð þjón- ustu á ensku. Ég tek ofan fyrir Þor- steini Gunnarssyni, mér finnst hann hafa sýnt mikið hug- rekki. Lesandi er ánægour með framtak Þorsteins og vill frekar lélega ís- lensku en ensku. Vfst góðar Andreu Þórðardóttur finnst ómaklega vegið að Pizza Hutí blaðinu Igær. Fór sjálf með barnabörnunum slnum þangað nýverið og nautþess I botn. Pizza Hut víst fínn staður Ég er ósammála þeim nafnlausa aðila sem úthrópar Pizza Hut fyrir lélega þjónustu og slæman mat í DV í gær. Ég fór sjálf á Pizza Hut fyrir ekki svo löngu ásamt tveimur barnabörnum mínum og þeirri ferð verður best lýst sem þrælskemmti- legri, enda þjónustan til fyrir- myndar auk þess sem maturinn var hreint afbragð og staðurinn huggu- legur. Vildi koma þessu á framfæri þar sem mér fannst staðurinn hljóta Lesendur helst til ómaklega gagnrýni þess nafnlausa í gær og lágmark að fólk komi fram undir nafiii þegar slíkir sleggjudómar, eins og þama er að mínu mati, eru viðhafðir um veit- ingastaði og starfsmenn þeirra. • Menningarritstjóri Fréttablaðsins, Sús- anna Svavarsdóttir er í kröppum dansi á skoðanasíðum vís- ir.is, eftir grein sem hún birti nýverið, "Er ný tónlist ein- hvers virði?" þar sem fram kemur að Salleri hafi úthrópað tónlist Mozarts á sínum tíma. í svarklásúl- um benda menn Sússu á að varast beri að gera Hollywood-myndir að heimildum sínum og menningarrit- stjórinn hafi opinberað vanþekk- ingu sína svo ótrúlegt sé. “Gonzo” skriftir: “Á mælikvarða Róberts Marshall er þetta ekki bara upp- sagnarsök, höfundurinn ætti ekki að þora út úr húsi í að minnsta kosti mánuð.”... • Og rétt til að botna þetta þá verð- ur þeim að ósk sinni Gonzo og fé- lögum á innherjunum því Súsanna ________ — Svavars- FRÉTTABLAÐIÐ ^ ” "■ mun ekki aðeins vera að hætta á Fréttablað- inu heldur er hún á leið af landi brott til Bandaríkjanna þar sem hún hyggur á búsetu... • Nokkuð hefur verið fjallað um hið vanstillta skap forsæúsráðherra einkum þegar fjöl- miðlar eru annars vegar. HalldórÁs- grímsson á að hafa hringt reiður mjög í yfirmenn Frétta- blaðsins og haft í hótunum. Þá upp- lýsti Ámi Snævarr á fundi blaða- manna í síðstu viku að Halldór hafi, meðan Árni var starfandi á frétta- stofu Stöðvar 2, ít- rekað hringt í Pál Magnússon og farið fram á að Árni yrði rekinn. Og staðfesti Páll það. Löng- um hefur verið talað um að Davíö Oddsson sé skapmaður og langræk- inn en ekki virðist hún betri músin sem hingað til hefur læðst... • í framhaldi af þessu, Ámi Snæv- arr er greinilega ekki í náðinni hjá HalldóriÁsgríms- syni. Þegar Halldór, þá utanríkisráð- herra, spurði að Árni hefði farið með Frið- argæslunni á vegum utanríkisráðuneytis - ins á sínum tíma, mun hafa fokið í okkar mann. Hann krafðist þess að “bujrókratarnir” sendu engan blaðamann utan án þess að það yrði borið sérstaklega undir hann... • Sigríður Dögg Auðunsdóttir stjörnublaðamaður á Fréttablaðinu er sá eini frá "Baugsmiðlunum”, sem Bjöm Bjama- son kallar svo, sem er tilnefnd til hinna íslensku blaða- mannaverðlauna. Annars er um ein- okun Moggans og RÚV að ræða. Sagan segir reyndar að Sigríður Dögg hafi farið í atvinnuviðtal á Stöð 2 og fer tvenn um sögum af því að enginn flötur náðist á hugsanlegu starfi hennar þar. Hún segist einfaldlega hafa hafnað tilboð- inu en Páll Magnús- son mun hins vegar segja hana skorta tilhlýðilega auð- mýkt sem þarf í starfið... 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.