Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 Fréttir DV Hermaður rændur eftir skyndikynni Vamarliðsmaður vakn aði upp við vondan draum um helgina. Stúlka sem hann hafði hitt á skemmtistað í Keflavík, og farið með á Flughótel um nóttina, var á bak og burt þegar hann vaknaði um morg- uninn. Hafði stúlkan hún með sér jakka her mannsins, GSM síma og 54 dollara. Máhð er til rann- sókna hjá lögreglu. Hótel- stjórinn á Flughótelinu í Keflavík segir það ekki algengt að vamarliðsmenn séu að fara með íslenskar stúlkur upp á hótel og finnst málið allt hið leiðinlegasta. Sími til sölu Rfldsstjórnin ákvað í gær að selja Símann í sumar. Grunnnetið verður selt með honum til eins hóps kjölfestu- fjárfesta. f hópnum má þó hver fjárfest- ir ekki eiga meira en 45 prósent af Símanum. Rrkis- stjórnin og einkavæðingar- nefnd ákváðu að setja skil- yrði um að nýir eigendur skrái fyrirtækið á markað innan tveggja ára og selji að minnsta kosti 30 prósent í fyrirtækinu fyrir árslok 2007. Það á að bjóða al- menningi og almennum ijárfestum til sölu. Skilyrði er sett um að nýir kaup- endur eigi ekki í rekstri sem er í samkeppni við Símann. Nœstipáfi? Gunnar Eyjólfsson, leikari. „Ég nefni enga persónu en kirkjunnar vegna tel ég að væri best að hann væri frá Rómönsku-Ameríku. Hjarta Jóhannesar Páls stóð þessum heimshluta nærri og það er kominn tími á að páfi tali máli þessa heimshluta og rödd hans verður að fara að heyr- ast. Til dæmis er Brasilía, þar sem töluð er portúgalska, fjöl- mennasta land kaþólskra í heimi.“ Ásthildur Albertsdóttir segir eiginmann sinn Said Hasan hafa brotnað saman og misst alla von um að sjá konu sína og barn úr fyrra sambandi i bráð þegar Dóms- málaráðuneytið neitaði að hnekkja úrskurði um þriggja ára endurkomubann yfir honum. Ráðuneytisfólk mat málið svo að þó að Said eigi barn og konu hér á landi sé það ekki nóg, þó svo að Bobby Fischer hefði fengið landvist. Brotnaði saman við úrskorð „Við gefumst samt ekki upp, tilþess er ég allt of reið." Lfður ekki vel Ásthildur segir að Said maður hennar hafi brotnað saman og verið við það að gefast upp eftir að dómsmálaráðuneytiö staöfesti úrskurð Útlendingastofnunar um end- urkomubann á mann hennar. f efct«eÍk Upp Ásthildur er ekki afbaki dottinn þrátt tyrir að fáir sým máli hennar áhuga áð sögn. Undirbýr nu málgegn Islenska rlkinu sem hún segist vonast til að hnekki aldursákvæði útlendingalaganna. BJörn Bjarnason Dómsmálaráð- herra hefur sagt aö ekki sé ástæða til að hnika til svo að Hasan fái að dvelja með eiginkonu sinni á Islandi. Said Hasan gekk um borð í Flugleiðavél á Keflavíkurflugvelli þann 22. janúar síðastliðinn í fylgd tveggja lögregluþjóna; honum hafði verið vísað úr landi. Said hafði unnið sér það tfl saka að verða of ungur ástfanginn af íslenskri konu sem hann hafði kvænst hálfu ári áður en fyrir átti Said barn hér á landi með annarri konu. Said dvelst nú í heimalandi sínu, Jórdaníu, og talar við konu sína á netinu milli þess sem hún berst fyrir rétti þeirra til að búa og starfa saman í heimalandi hennar og barns hans. „Hann var náttúrulega miður sín mætti hann ekki snúa næstu þrjú árin, Var sá úrskurður kærður til ráðuneytis dómsmála. Úrskurður þeirrar kæru liggur nú fyrir og stað- festir endurkomubannið. Ömurlegar fullyrðingar Ásthildur hefur margt við úr- skurð ráðuneytisins að athuga. Þannig segir hún að fullyrt sé í úr- skurði ráðuneytisins, án þess að Said eða hún fái rétt til andmæla, að hann hafi ekki haft samband við barn sitt af fyrra hjóna- bandi þegar ég sagði honum hvernig úr- skurðurinn var; brotnaði bara sam- an og sagðist vera að gefast upp á þessu öllu saman," segir Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan. Eftir að Út- lendinga- stofnun vísaði manni Ásthildar úr landi, með þeim orðum að hing- að „að nokkru ráði," eins og segir í úr- skurðinum. „Hið rétta er að við höfðum frá því við giftum okkur hitt barnið fimm sinnum. Þetta finnst mér í raun grafalvarleg athugasemd frá ráðuneytinu og fáránlegt að halda þessu fram. Að þá sé enginn ástæða til að taka tillit til þess að hann vilji umgangast barnið og þar með vera hér,“ segir Ásthildur sem telur með ólíkindum hvernig hægt sé að gera að því skóna að barn eigi ekki skilið að vera í sambandi við föður sinn, sem fær ekki að koma tfl landsins næstu þrjú árinu hið minnsta. „Að neinu ráði" „Sömu sögu er að segja af hjóna- bandi okkar Said og því hvernig litið er á það,“ segir Ásthildur og vekur athygli á orðalagi þar sem rök lög- manns Said um að hann eigi eigin- konu hér á landi, og eigi samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu rétt á að búa með henni eru tíunduð. Þar segir orðrétt um niðurstöðu ráðuneytisins varðandi hvort rangt hefði verið að málum staðið með brottvísun Said: „Enda eru staðreyndir málsins þær að kærandi hefúr ekki um- gengist barn sitt að neinu ráði og hefur verið í hjú- skap í mjög stuttan tíma.“ Ásthildur segir orða- lagið sem ráðuneytið notar um hjúskap hennar og Said, furðulegt enda viti hún ekki til þess að hálfs árs hjónaband hafi hingað til verið metið verra eða betra en önnur lengri. Bobby eða Said? „Þetta sýnir auðvitað bara um hvað málið snýst öðru fremur; þarna er verið að vernda pólitfk en ekki fólk. Verið að verja gölluð lög sem höfundur þeirra vill ekki breyta," segir Ásthildur en Hilmar Magnús- son, lögmaður hjónanna, undirbýr nú málssókn gegn íslenska ríkinu vegna dvalarleyfishöfnunar Said. Ásthildur og Said hlutu gjafsókn og munu því ekki þurfa að standa í dýru dómsmáli, þó að tíminn sem í málið fari verði eflaust langur. „Við gefumst samt ekki upp, til þess er ég allt of reið,“ segir Ást- hildur sem kveðst undrast þá litlu umræðu sem mál hennar hefur fengið á Alþingi. „Já, ég skil ekki hvers vegna menn taka það ekki upp þar,“ segir hún og vísar til þess að varla hafi verið þverfótað fýrir þing- mönnum í umræðum um hugsan- lega útgáfu vegabréfs til Bobbys Fischer en það sama sé ekki að segja af máh hennar - þar rflci þögnin ein. , helgi@dv.is Fyrrum keppandi í Herra íslandi lenti í átökum á Miklubraut Bílfar endaði með martröð Hann segir / Hún segir „Ég hefekki myndað mér neina sterka skoðun á þvl hvernig næsti páfi á það vera. Mér finnst samt nauðsynlegt að páfi sé frjálslyndari en sá sem við vorum að missa sem var mjög íhaldssamur. Hvort það gerist með þessari kyn- slóð eða hæstu veit ég ekki. Ég get alls ekki séð að hörundslit- ur skipti máli viö val á páfa, bara aö hann sé hæfur." Lena Rós Matthíasdóttir, prestur I Grafarvogskirkju. Einn var lagður inn á gjörgæslu og annar handleggsbrotinn eftir átök á Miklubrautinni á laugardaginn. Átökin hófust eftir að tveir ungir menn gáfú þeim þriðja far ffá Lækj- artorgi. Á Miklubraut stöðvuðu þeir bflinn og gengu í skrokk á putta- ferðalanginum, börðu og spörkuðu og stungu með járnstöng. Putta- ferðalangurinn svaraði fyrir sig og skyldi mennina tvo eftir óvíga. Lög- reglan rannsakar málið. „Ég fékk far hjá þessum strákum frá Lækjartorgi," segir Brynjar Þór Ólafsson múrari og þátttakandi í Herra ísland 2003. „Á leiðinni heim voru þeir að spyrja mig einhverra fá- ránlegra spurninga og þetta endaði í hávaðarifrildi inni í bflnum." Saklaus bflferð endaði með martröð. „Þeir stoppuðu bflinn á Miklu- brautinni. Hentu mér út og lömdu mig í jörðina," rifjar Brynjar upp. „Þeir notuðu meira að segja eitthvað jám sem stakkst í hausinn á mér. Ég var nokkuð illa farinn en þó með meðvitund." Og Brynjar svaraði fyrir sig. „Eg leyfði þeim ekki að lemja mig. Gaf öðrum þeirra fast högg á andlit- ið, Hann datt niður og nefbrotnaði. Hinn handleggsbrotnaði," segir Brynjar sem segist hafa fengið sjokk þegar hann áttaði sig á afleiðingum höggsins eftir á. Aðstæðumar hefðu verið þannig að hann hafi misst stjórn á sér. Enda þeir tveir á móti honum einum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar atburðinn. Ómar Smári Ármannsson aðstoðayfirlögregluþjónn segir gmn um að sá sem lagður var á gjörgæslu hefði höfuðkúpubrotnað. Hann seg- ir það næsta í stöðunni að athuga Brynjar Þór Ólafsson múrari Barðist fyrir lifi slnu á Miklubrautinni. með málsatvik og kanna afleiðingar. Brynjar Þór segist óska drengnum sem lenti á gjörgæslunni góðs bata. Hann segir: „Ég þekkti þessa menn ekki neitt og finnst leiðirflegt að þetta hafi gerst." simon&dv.is Kona lagði barn íhættu Lögreglan frá ísafirði stöðvaði bíl á leiðinni um fsafjarðardjúp á annan í páskum vegna þess að í aftursætinu vom fjórir farþegar en ekki þrír eins og löglegt er. Þar sat kona ásamt þremur börnum. Hún sat undir einu barnanna og hafði spennt sama öryggisbeltið utan um sig og barnið. „Ekki þarf að spyrja að hvað komið hefði fyrir barnið ef bifreiðin hefði lent í óhappi," segir lögregluþjónn hjá lögreglunni á ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.