Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005
Fréttir ÐV
Óðinn er vinnusamur og góð-
ur gaur sem fylgir vel eftir
þeim málum sem hann vinnur
að. Samstarfsfólki Óðins þykir
hann góður yfirmaður og
prýðis húmoristi.
Helsti galli Óðins erskapið.
Fáir eru jafnskemmtilegir í
góöu skapi og hann. Að
sama skapi eru fáir jafn-
erfiðir i vondu skapi. Þá á
hann til karlrembu.
„Óðinn er þannig mann-
eskja aö það er fátt ann-
að um hann og afhonum
að segja en tóma kosti.
Maðurinn er fylginn sér,
vinnusamur og hlustar á menn,
sem er ótvírætt góður kostur við
stjórnanda og yfirmann. Ég hef
enda mikla trú á honum í nýju
starfi. Það er náttúrulega enginn
gallalaus en ég á erfitt með að
sjá þá i fari Óðins."
Sveinn Helgason, fréttamaður og félagi
af Morgunvaktinni.
„Fréttastofa Útvarps er í
góðum höndum hjá vini
mínum frá því í barna-
skóla á Akureyri. Hann er
traustur, skoðanafastur,
fylginn sér, góður greinandi og
skemmtilegur á góöri stund.
Skaplaus erhann ekki. Fjölmiðl-
un hefur verið honum hugleikin
alla tið og fréttamennskan
dauðans alvara. Ekki spillir að
fáir eru áheyrilegri I útvarpi en
Óðinn."
Jón Steindór Valdimarsson, hjá samtök-
um iðnaðarins og félagi að norðan.
„Óðinn Víkingur Jónsson
er fínn fréttamaður,
ágætur félagi og sam-
viskusamur Islnum verk-
um, hvortsem um fréttir
eða dagskrárgerð er að ræða.
Hann hefur húmor fyrir sjálfum
sér og öðrum. Hann er stundum
fljótur upp, en hann má eiga
það að hann er líka fjótur niður
og erekkert að erfa smákítur og
nagg við fólk."
Oddrún Vala Jónsdóttir, fyrrv. samstarfs-
kona og starfsmaður á Talstöðinni.
óðinn Víkingur Jónsson er fæddur á Akur-
eyri 5. ágúst 1958, sonur hjónanna Jóns M.
Jónssonar, vélstjóra og verkstjóra, og Krist-
InarJóhannsdóttur húsmóður, en Jón er
látinn. Óðinn nam við MA og Hl, þaðan
sem hann útskrifaðist með BA-próflsagn-
fræði og íslensku, auk framhaldsnáms I
sagnfræði. Hann á tvö börn en hann er gift-
ur Gerði Róbertsdóttur, sagnfræðingi og
deildarstjóra á Árbæjarsafni. óðinn var
meðal stofnenda að Bandalagi Jafnaðar-
mannaárið 1983.
Tóbaksrisinn Japan Tobacco hefur stefnt íslenska ríkinu vegna þess aö vörur fyrirtæk-
isins mega ekki vera sýnilegar. Sölvi Óskarsson, eigandi Tóbaksverslunarinnar Bjark-
ar, sameinast tóbaksrisanum um málið og vill láta reyna á hvort lög sem banna útstill-
ingar á tóbaki standist reglur um viðskiptalegt tjáningarfrelsi og stjómarskrána.
TóbaksrMr vilja hnekkja
ísleasknm lögum
„Hvernig færðu fólk til að
kaupa vöru efþú mátt ekki
láta vita afþvíað hún sé til?'
Y COMPANÍA
L'H lOIM.Lt ■
entramer
„Það er erfitt að reka tóbaksverslun þegar vörurnar mega ekki
sjást,“ segir Sölvi. Óskarsson, eigandi Tóbaksverslunarinnar
Bjarkár. í tuttugu ár hefur Sölvi selt borgarbúum pípur og tóbak
en með tóbaksvarnarlögunum frá 2001 hefur þrengt að rekstrin-
um. Sígarettur mega ekki sjást og jákvætt umtal og auglýsingar
eru bannaðar í fjölmiðlum. Sölvi hefur því ásamt tóbaksrisanum
Japan Tobacco höfðað mál gegn ríkinu.
Lögmaður Tóbaksverslunarinnar
Bjarkar, Hróbjartur Jónatansson, sér
einnig um málið fyrir japanska tó-
baksrisann JT. Hann segir ætlunina
að láta reyna á hvort ákveðnar
breytingar sem komu inn í tóbaks-
varnalögin standist ákvæði stjórnar-
skrárinnar um atvinnu- og tjáning-
arfrelsi. „Það að banna alla umfjöll-
un um tóbakstegundir nema til að
vara við skaðsemi þeirra vekur upp
spurningar um viðskiptalegt tján-
ingarfrelsi.
Engin fordæmi
Aðalmeðferð í máli Tóbaksversl-
unarinnar Bjarkar og Japan Tobacco
fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í
dag. Verið er að láta reyna á lög sem
mörgum finnst harkaleg en öðrum
eðlileg. Hróbjartur bendir á að ekki
sé fordæmi fyrir þeim kafla í lögun-
um sem meinar seljandum að hafa
tóbak sýnilegt
í verslun-
um sínum
£ neinum
Jamvel
Ströng lög Slíkar myndir á
sígarettupökkum tíöskast
ekki enn á Islandi.
Sölvi Óskarsson, eigandi Tóbaks-
verslunarinnar Bjarkar„Þoð erbann-
að að tala jákvætt um sigarettur eða
kynna þær i fjölmiðlum eða verslunum en
samt eru kynningar á víni og bjóridag-
blöðum á hverjum degi."
nágrannalöndum okkar.
hvergi í heiminum.
„Við ædum að láta reyna á hvar
línan er dregin, hvort íslenska rikið
hafi rétt til að setja þessi heftandi
lög,“ segir Hróbjartur.
Tvískinnungur
Sölvi Óskarsson, eigandi Tóbaks-
verslunarinnar Bjarkar, segir að
greina megi tví-
skinnungshátt í
lögunum sem Al-
þingi samþykkti.
„Það er bannað
að tala jákvætt
um sígarettur
eða kynna þær í
fjölmiðlum eða
verslunum en
samt eru kynn-
ingar á víni og
bjór í dagblöð-
um á hverjum
degi. Enginn
setur sig upp á
móti vín-
smökkunum
og í auglýs-
ingum frá ríkinu
er jafnvel getið um verð á
áfengi og birtar rhyndir af
vörunni,“ segir Sölvi og bendir á að
þó að ný tegund á sígarettum með
minna tjöru- eða nikótínmagni
kæmi á markað væri vonlaust að
selja hana hér á landi.
„Hvernig færðu fólk til að kaupa
vöru ef þú mátt ekki láta vita af því
að hún sé til?“ spyr hann.
Tóbaksrisar berjast
Tóbaksverslunin Björk hefur
verið dugleg að vekja
athygli á fáránleika
tóbaksvarnalaganna
með frumlegum upp-
stillingum í verslun sinni. Fjölmarg-
ir hafa rekið augun í skilti sem á
stendur: Varúð! Tóbaksverslunin
Björk. Nú er barátta verslunarinnar
komin út fyrir búðargluggann í
dómsali landsins. En það eru fleiri
en Tóbaksverslunin sem vilja láta
reyna á lögin. Á fimmtudaginn fór
fram aðalmeðferð í máli tóbaksris-
ans BAT gegn íslenska rikinu.
Barátta tóbaksrisanna heldur því
áfram hér á landi sem og annars
staðar.
simon@dv.is
Ungur Eskfirðingur á skilorð eftir hótanir og skemmdarverk í afbrýðisemi
Þriðjunqur
nemenda
fjarverandi
„Það er svona að meðal-
tali þriðjungur nemanda
sem er búinn að vera fjar-
verandi,"
segir
Donald Jó-
hannsson í
barnaskól-
anum í
Grímsey en mikill flensufar-
aldur hefur geisað á eynni
síðan fyrir páska og haft
mikil áhrif á skólastarf.
Donald segir að líklega séu
öll börn barnaskólans búin
að vera eitthvað fjarverandi
vegna flensunnar. „Það hafa
heilu fjöskyldurnar legið í
flensunni sem virðist vera
eitthvað skæðari hér en
uppi á landi," segir Dónald.
„Eg drep þig, kveðja Siggi"
Heimavist Verkmenntaskólans Sigurður Sigurðs-
son, tæplega tvitugur Eskfiröingur, braust inn I her-
---------------- bergi Helga á heimavistinni í afbrýöisemiskasti.
„Mér skilst að hann hafi verið
með þessari stelpu einhverjum sex
mánuðum áður en ég svaf hjá
henni," segir Helgi Sveinbjöm Jó-
hannesson, ríflega tvítugur nemi í
Verkmenntaskóla Austurlands og
íbúi á heimavist skólans í Neskaup-
stað. Laust fyrir síðustu helgi var var
ungur Eskfirðingur, Sigurður Sig-
urðsson, dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að
áreita Helga og hóta honum lífláti.
Auk þess braust Sigurður inn á her-
bergi Helga á h'eimavistinni og rú-
staði þar húsmuni og rafmagnstæki.
Helga var ekki skemmt og kærði Sig-
urð, sem fyrir dómi játaði brot sín.
Sigurður hótaði Helga einnig
nokkmm sinnum gegnum helsta
samskiptamáta yngri kynslóðarinn-
ar - smáskilaboð.
Skilaboðin voru flest í hótunar-
tón þótt kveðja hafi jafnan fylgt með
í enda þeirra: „Drullastu a esk (Eski-
fjörð, innsk. blm.) svo eg geti myrt
tig, annadhvort tu eda hun, titt er
vahd kv. Siggi," segir í einu þeirra.
Athygli vekur að í öllum fjórum
skilaboðunum sem tiltekin eru fyrir
dómi, og innihalda öll hótanir í garð
Helga eða stúlkunnar sem um ræðir,
endar hvert eitt og einasta þeirra
með orðunum „kveðja Siggi".
Auk þess að senda skilaboðin
braust Sigurður inn á herbergi Helga
á heimavistinni og skemmdi þar
persónulega muni Helga og eigur
skólans. Dómari, sem sakfelldi Sig-
urð fyrir brot sín, hafnaði þó bóta-
kröfum Helga og tryggingafélags
skólans og við það er Helgi ekki
alveg sáttur.
„Maður hefði nú haldið að menn
sem sakfelldir eru í dómsmálum
gengjust sjálfkrafa undir að greiða
það sem þeir eru sakfelldir fyrir að
skemma, en svo virðist ekki vera,“
sagði Helgi í gær. Hann stundar nú
nám við Verkmenntaskólann, býr á
heimavistinni, sem hann segir topp-
stað og unir sæll við sitt. „Ég uni sæll
og glaður við mitt og held að þessu
máli sé lokið. Þetta var bara leið-
indavesen." heigi@dv.is