Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 2005 Fréttir DV Árúntinum með amfetamín Lögreglan í Keflavík handtók einstakling á föstu- dagskvöldið fyrir að hafa fíkniefni í fórum sín- um. Að sögn lög- reglunnar voru lögregluþjónar við hefðbundið eftirlit þegar þeir stöðvuðu bifreiðina. Farþegi í bifreiðinni reyndist vera með um tvö grömm af hvítu efni sem ætlað er að sé amfetamín. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann fúslega að eiga efnið og þau hafi verið til einkanota. Honum var sleppt að loknum yfirheyrsl- um og á von á sektarboði. Málið telst upplýst. Veltaífljúg- andi hálku Bíll valt á Sandgerðis- vegi á föstudagskvöldið. Að sögn lögreglunnar var ökumaður bifreiðarinnar einn á ferð. Hann slapp með minniháttar skrám- ur. Bíllinn var ekki taUnn mikið skemmdur en var þó óökufær og var dreg- inn af vettvangi. Lögregl- an segir að aðstæður til aksturs hafi verið afleitar á þeim tíma sem bíllinn valt, mikil hálka og léleg færð, og telur að orsaka veltunnar sé að leita í þeim staðreyndum. Hass og hraði í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók á laugardagsmorg- un milli klukkan sex og sjö fimm manns. Fólkið var í bíl sem lögregla stöðvaði. Við leit á fólkinu fimdust fíkni- efiii á þremur, ætlað am- fetamín, oft nefnt spítt eða hraði. í kjölfarið var gerð húsleit í tveimur húsum. í öðru fundust sjö grömm af amfetamíni og hinu 21 gramm af maríjúana. Þá var lögregla köliuð í heimahús í Garðabæ í gærmorgun. Þar varð lögregla vör við fíkni- efiianeyslu og gerði lítilræði af hassi upptækt. „Héðan er allt gott að frétta, * segirSveinn Bernódusson formaður Framsóknarfé- lags Bolungarvíkur og vél- smiður __________ Landsíminn smiðj- unni Mjölni. „Menn eru alltaf að þrátta eitthvaö yfír sam- göngumálunum hér á Vest- fjöröum. Þóaöhérhafí verið gert margt gott i þeim málum má alltafgera betur. Menn ræða mikið um sameiningu sveitarfélaganna hér, því einn stór væll gæti reynst árangurs- rlkarien margir litlir." Sex mánaða gamalt barn dvelur ásamt móður sinni í Kvennafangelsinú í Kópavogi. Barnið hefur ekkert ríkisfang, en móðir þess var tekin með fimm þúsund e-töflur í Leifsstöð þegar hún var komin fimm mánuði á leið. Kvennafangelsið i Kópa- vogi Hér dvelur Fanta Sillah \ ásamtómánaða dóttur sinni. „Aðbúnaður fyrir barnið er eins og best er á kosið,“ segir Guð- mundur Gíslason, forstöðumaður Kvennafangelsisins í Kdpa- vogi, sem hýsir 27 ára gamla konu frá Síerra Leóne, sem nýverið varð móðir. Barnið dvelur ásamt móður sinni í fangelsinu en hefur ekkert ríkisfang. Guðmundur segir það í lögum fangelsisyfirvalda að í kvennafang- elsum verði að vera aðstaða fyrir börn fanga. „Þetta er ekki einsdæmi, frá því 1989 þegar fangelsið var opnað hafa um það bil 10 konur verið í fangelsinu ásamt börnum sínum," segir hann. Hollendingar þverir Fanta Sillah var tekin fyrir smygl á 5.000 e-töflum 10. júní í fyrra. Hún sótti sjálf um að vera framseld til Hollands og afplána fangelsis- vistina þar en var synjað. „Það hefði verið best fyrir alla aðila að hún færi til Hollands þar sem maðurinn hennar býr ásamt öðru barni henn- „Þar sem stúlkan fæddist hér á landi er hún i rauninni ekki með rikisfang en það er hægt að sækja um það í gegnum mann- réttindadómstólinn." ar. Þá hefði maðurinn væntanlega tekið barnið," segir Einar Andrés- son, varðstjóri fangelsisins í Kópa- vogi, en Fanta á einnig barn sem búsett er í Síerra Leóne. Nýlega var þessari beiðni hins vegar synjað þar sem Fanta fór upphaflega til Hol- lands á ólögmætum forsendum. Einar segir að fangelsisyfirvöld hér á landi hafi hins vegar ekki gef- ist upp. „Við höfum ekki gefið alla von upp á bátinn um að hún komist á endanum til Hollands. Það við- horf er hins vegar afar ríkjandi í Hollandi, þar sem fangelsi eru þar yfirfull af útlendingum, að þeir Hol- lendingar sem brjóta af sér í út- löndum sitji af sér þar. Það gerir Föntu erfiðara fyrir." Ekkert ríkisfang Núna er svo komið að litía stúlkan er ekki með ríkisfang. „Fanta er með ríkisfang í Síerra Leóne en flutti þaðan til Hollands þar sem hún á mann og eitt bam en þriðja bamið er í Síerra Leóne. Þar sem stúlkan fæddist hér á landi er hún í rauninni ekki með ríkis- fang en það er hægt að sækja um það í gegnum mannréttindadómstólinn og þá fær stúlkan sama ríkisfang og móðir hennar,“ segir Einar. Hann segir það ekki venju að böm séu lengur en til um það bil tveggja ára aldurs innan veggja fangelsis með mæðmm sínum. Hann segir það þó alls ekki vera í umræðunni að aðskilja móður og bam, til annarra ráða verð- ur gripið til að útkljá það. Fyrirmyndarfangi Fanta getur sótt um reynslulausn á næsta ári og á Einar ekki von á öðm en að hún nýti sér það. „Hún á væntanlega eftir að sækja um það og fara til Hollands ef það verður ekki búið að framselja hana fyrir þann tíma,“ segir Einar. Hann tekur fram að Fanta sé fyrirmyndarfangi og að hún sé skýrasta dæmi sem hann man eftir um fórnarlamb í fangelsi. krb&dv.is Ólafur Hauksson ók fullur og próflaus Mehmet Ali Agca sér eftir öllu saman Sextugur í steininn fyrir ölvunarakstur Héraðsdómur Austurlands dæmdi sextugan íbúa á Egilsstöðum til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir ítrekaðan ölvunarakstur fyrir helgi. Maðurinn ók á nær tvöföldum hámarkshraða inn í miðbæ Reyðar- fjaröar þegar hann var handtekinn. Hann var þá próflaus, fullur og á ólöglegum hraða. Samkvæmt dómsorði hefur Ólaf- ur Hauksson ítrekað gerst sekur um að keyra bíl ýmist fullur eða ófullur frá því hann missti bílprófið um mitt ár 2000, eða samtals sjö sinnum. Hann hefur á þeim tíma verið dæmdur til 30 daga fangelsisvistar en fær nú að kæla sig í þrjá mánuði fyrir að vera tekinn á Reyðarfirði 17. desember á síðasta ári. Þá stöðvaði lögregla för mannsins á svokallaðri Reyðarfjörður Hér var Ólafur tekinn próf- laus, fullur og á allt ofmiklum hraða, laust fyrirslðustujól. Oddnýjarhæð, sem er við aðalgötu bæjarins, vegna hraðaksturs, en Ólafur var þá á 80 kílómetra hraða. Lögregla lét Ólaf blása í áfengismæli en þá kom í ljós að hann var einnig drukkinn. helgi@dv.is Tilræðismaður páfans harmar dauða hans Fyrir tæpum 24 árum síðan skaut Tyrkinn Mehmet AU Agca Jóhannes Pál páfa á Péturstorginu í Róm og særði hann lífshættulega. Hann hitti páfann með tveimur skotum, í maga og hand- legg. Adnan Agca, bróðir Meh- mets, hefur lýst því yfir að bróðir hans sé miður sín yfir dauða páfans. „Hann er ákaf- lega miður sín yfir láti páfans. Hann er mjög sorgmæddur því hann elskaði hann. Þeir vom góðir vinir,“ sagði Adn- an. Mehmet aiþlánaði 19 ár íítölskufangelsifyrirtilræð- ið áður en hann var ffamseldur til Tyrk- lands. Hann situr nú í fangelsi þar fyrir aðra glæpi. Páfinn sýndi gott fordæmi fyrir trú Mehmet Ali Agca Sit- ur nú í fangelsi íTyrk- landi fyrir aðra glæpi. Tilræðið á Péturstorgi Jóhann- es Páll páfi varð fyrir skoti úrbyssu Mahmets Alis Agca þann I3.mal 1981. sína og fyrirgaf Mehmet. Hann heimsótti hann í fang- elsið tveimur árum eftir að Mehmet reyndi að drepa hann. Fjölskylda Mehmets fékk einnig að kynnast páfanum en móðir hans fór sex sinnum í Vatíkanið til að hitta hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.