Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Síða 23
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 23 ■ - —-: wsm Eins og á vígvelli Heysel-leikvangurinn var eins og vígvöllur eftiraö ólætin brustust útþarsem 39 manns týndillfi. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikinn gegn Juventus í kvöld. Erum í hlutverki litla liðsins Rafael Benitez, knattspymu- stjóri Iiverpool, segist hafa trú á því að leikmenn sínir getið slegið Juventus út úr átta liða úrslitum meistaradeildarinnar en viður- kennir þó jafnframt í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins að Liverpool sé litla liðið gegn „Það er rnitt starf að finna veikleikana í liðiJuventus og færa þá okkurínyt" Juventus. Benitez segir að leikmenn Juventus hafi mun meiri reynslu og betri leikmenn og meiðsli £ herbúðum Liverpool þetta tfmabilið séu aðalástæðan fyrir því að hann segir að Liverpool sé litla liðið gegn Juventus. „Juventus er með frábæra leikmenn á borð við Pavel Nedved og Alessandro Del Piero en það er samvinna liðsins sem heildar sem er þeirra sterkasti hluti. ítölsk 116 eru mjög erfiðir andstæðingar og Juventus er þar fremst í flokki ásamt AC Milan. Liðið er sterkt, með frábæra leikmenn og mjög agað og skipulagt. Ég er sann- færður um að það yrði jafnvel erfitt fyrir okkur að vinna ‘ Juventus þótt við væru með f okkar sterkasta lið. Ég er þó ekki að segja að það sé ómögulegt að vinna Juventus núna því að það er mitt starf að finna veikleikana í liði Juventus og færa þá okkur í nyt. Það mikilvægasta er að halda markinu hreinu á Anfield. Með því er ég ekld að segja að markalaust jafntefli myndi vera góð úrslit fyrir okkur því að við viljum vinna leikinn en við þurfiim að sjá til þess að Juventus skori ekki í leiknum," sagði Benitez. B«ai Frá Villa til Stuttgart Nú er komið á hreint að Þjóðverjinn Thomas Hitzl- sperger hjá Aston Villa í ensku úr- valsdeildirmi í Knaltspyrnu mun ganga til liðs við þýska iiðið Stutt- gart í sumar þegar samningur hans við Villa rennur V"" Ut. * ‘ Hitzl- sperger, sem er 22 ára að aldri, irefur átt erfitt uppdráttar hjá Aston Villa og ekki hefur ekki náð að tryggja sér byrjunarliðs- sæti þar á bæ. „Stjórn Stuttgart hefur verið mjög liðleg í sam- skiptum sínum við mig og ég tel ákvörðun mína vera þá réttu í stöðmrni og sé fram á bjarta framtíð í Þýskalandi," sagði Hitzlsperger sem mun líklega fá samning til ársins 2007. t Hefur stolið sviðsljósinu Alex Stewart, bandaríski leikmaður Keflavíkur í kvennakörfunni hefur stolið sviðsljósinu frá Ritu Williams í úrslitaeinvíginu en Keflavfk hefur 2-0 fomstu og getur tryggt sér titilinn á miðvikudaginn. Alex er með 21,8 stig (13,2 £ deildinni), 10,4 fráköst (4,6) og 8,4 stoðsend- ingar (5,8) £ úrslitakeppninni og hefur margsinnis tekið af skarið á úrslitastundu I (jöfnum og spennandi J leikjum sem Keflavfk hefur unnið alla, þann sfðasta i framlengingu £ Grindavfk þar sem Stewart skoraði öll 8 stig Keflavfkur f framlengunni. Auk þessa hefur Stewart spilað góða vörn á Ritu sem hefur þurft 55 skot og kostað til 13 töpuðum boltum til þess að skora sfn 61 stig. $ -\l Ferillinn hjá Olsen á enda Sænska handboltagoðsögnin Staffan Olsson gæti þurft að leggja skóna á hilluna fyrr en hann ætlaði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Hammarby og GUIF f sænsku úrvalsdeild- inni í handbolta á sunnudaginn. Olsson, sem hafði hugsað sér aö hætta að loknu þessu tímabili, meiddist á læri þegar hann var að elta einn leikmann GUIF í hraðaupphlaupi og sagði við fjölmiðla eftir leikinn að nú væri þetta sennflega búið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.