Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2005, Side 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 39 er tímasprengja Skuldasúpan Það ætti að setja lög sem koma í veg fyrir að bankar leiði viðskipta- vini sína í skuldagildru með ágeng- um gylliboðum um lán sem líta vel út á pappírnum en eru í raun tíma- sprengja sem getur sprungið framan í lántakendur hvenær sem eitthvað fer úrskeiðis í efhahagslífmu. Lítið má út af bera Þetta er megininntak skýrslu sem nýlega var gerð á vegum stjórnmála- flokks. Og hún sætir tíðindum, ekki síst vegna þess hverjir það eru sem þarna tala. Það eru ekki einhveijir markaðsfjandsamlegir vinstrikratar eða neyslutortryggnir græningjar sem mæla með auknum afskiptum löggjafans af viðskiptafrelsinu held- ur gamalreyndir sérfræðingar íhaldsflokksins breska í peninga- málum! Svonefnd skuldanefnd íhalds- flokksins breska, sem nýlega skilaði af sér áliti sínu, hefur þungar áhyggj- ur af því að lífskjör að minnsta kosti fimmtán miljóna manna á Bret- landseyjum kunni að vera í bráðri hættu vegna ótryggra persónulegra skulda upp á svo sem eitt þúsund miljarða punda. Ekki þurfi mikið út af að bera í stjórn peningamála til að upp kæmu alvarleg vandamál, bæði fjárhagsleg og félagsleg, né heldur má ástandið við skakkaföllum sem steypast kynnu yfir landslýð að utan og tengdust til dæmis snarhækkun olíuverðs, hryðjuverkafaraldri eða nýjum styrjöldum. Ágeng lánasala Það er fjármálaráöherrann í skuggaráðuneyti fhaldsmanna, Oli- ver Letwin, sem lét gera fyrrnefnda skýrslu. í henni eru bæði bankar og greiðslukortafyrirtæki gagnrýnd harðlega fyrir ábyrgðarleysi í útíán- um og fyrir að sýna óhóflega frekju og ágengni í markaðssetningu lána. Og er þetta óneitanlega nokkuð fróðlegt plagg fyrir íslendinga sem hafa nýlega brugðist svo fjörlega við glæsitilboðum banka um allt að 100% húsnæðislán á vöxtum sem Arni Bergmann segir að bresk skýrsla sýni að fímmtán millj- skulda. Niðurstaða skýrslunnar sé eins og sniðin að íslenskum að- stæðum. Kjallari Þaö er þvi einkar at- hyglisvert að formað- ur skuldanefndar breskra fhaldsmanna, sjálfur fyrrum banka- stjóri við Englands- banka, telurþetta jafnræði blekkingu: Bankar og viðskipta- menn standa ekki jafntað vígi, leikurinn erfyrirfram ójafn. sýnast lágir í bfli, að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur um það bil tvöfaldast. Enn fróðlegra er kannski fyrir þá sem fyrir freisting- um bankanna hafa fallið að skoða, hvað það er sem breskir íhalds- menn, sem síst verða sakaðir um að fyrirlíta markaðslögmálin, leggja til að gert verði tfl að aftengja þá „tíma- sprengju" sem þeir telja í ástandinu felast. Lagasetning á markaðinn! Þeir leggja það fyrst af öllu til, að þær htt skuldbindandi starfsreglur, sem bankar nú fara eftir, verði lámar víkja fyrir lögbundinni réttindaskrá fyrir viðskiptamenn banka. Með henni væri beinlínis bönnuð hin ágenga markaðssetning lána sem nú viðgengst og gert skylt að gera raun- verulegan kostnað af lántökum og endurgreiðslum gangsærri en nú er. Og lokaorð skýrslunnar eru reyndar eins og sniðnar að því íslenska ástandi sem enn sem komið er er að mestu í felum á bak við yfirþyrmandi bjartsýni líðandi stundar sem telur að vanskilamartröðin sé barasta eitt- hvað sem hendir „hina“. En í þessum niðurstöðum segir: „Það er alltof auðvelt að fá lán í Bretíandi. Bankar markaðssetja lán sín með alltof ágengum hættí, um leið tryggja þeir sjáha sig fyrir skakka- föllum en ekki viðskiptavini s£na.“ Talsmenn nefndarinnar telja það einnig til bölvunar, að bankaútíbú- um hefúr fækkað og í staðinn kemur tölvutækni sem höfð er til að meta áhættu af lántöku í stað þess að lán- takendur og bankafidltrúar mætist augliti tfl auglitís. Hinar ópersónu- legu starfsaðferðir banka hafi þar með aukið mjög vantraust á milh að- ila. í nafni neytendaverndar Þeir sem á innbyggt og sjálfvirkt réttlæti markaðslögmála trúa, ganga út frá því sem vísu, að eins- konar jafnræði rfki með aðilum sem að samningum ganga, hvort sem er á vinnumarkaði eða peningamark- aði. Það er því einkar athyglisvert að formaður skuldanefndar breskra íhaldsmanna, sjálfur fyrrum banka- stjóri við Englandsbanka, telur þetta jafnræði blekkingu: Bankar og viðskiptamenn standa ekki jafrit að vígi, leikurinn er fyrirfram ójafn - eins og hver maður ættí reyndar að geta sagt sér sjálfur. Formaðurinn klykkir síðan út með svofelldri yfir- lýsingu: „Ég tel, í hreinskilni sagt, að það þurfi að efla til muna rétt viðskiptavinanna og veita þeim vernd.“ Enda, bætir hann við, hefur nefndin komist að því, að hér er um ótrúlega stórt vandamál að ræða - útí um allt samfélagið heyrast þung- ar stunur þeirra sem eru að gefast upp við að svamla í skuldasúpunni. Það fylgir og með fréttum af þessu máli, að þau góðgerðasamtök sem taka að sér að greiða með ráðgjöf úr skuldaflækjum þeirra sem í vand- ræðum hafa lent séu að kafha undan mikifli aðsókn illa settra vanskila- manna. Jakob Bjarnar Grétarsson • Björgvin Hall- dórsson er þess full- viss að breyting á nafninu Brimkó í Brimkló Group sé farsælt skref enda hefur hljómsveitin í kjölfarið verið ráðin til að leika á miklum hestamanna- dansleik sem verður haldinn í Klúbbnum við Gullinbrú eftir ístölt sem haldið verður í Skautahöllinni næsta laugardag. Bó er í miklu stuði þessa dagana og lætur í fréttatil- kynningu að því liggja að hljóm- sveitarmeðlimir muni mæta á skautum og taka lagið á svellinu fyrir hestamennina og dægurlaga- söngvarinn ástsæli klykkir svo út með því að segja söngskemmtun með Brimkló Group „ ...fangar mann, skemmtun sem skilur eitt- hvað eftír, löngu eftír að haldið er heim“... • Hinn skarpgreindi Sverrir Jak- obsson sagnfræðingur er þeirrar skoðunar að í stétt íslenskra blaða- manna sé einn og aðeins einn póststrúktúralistí: lvarPállJónsson. Það sem leiðir Sverri að þeirri niðurstöðu er aprflgabb Morgunblaðsins sem ívar Páll birti undir fyrirsögninni „Hér kemur apríl- gabb Morgunblaðs- ins“. Sverrir segir þannig búið að af- byggja þetta árvissa og fyrirsjáanlega gabb sem alltaf er eins. „Jafnframt því sem aprflgabbið er afbyggt skfljum við að fjölmiðlar eru alltaf að gabba okkur, ekki bara 1. apríl," ritar Sverrir á bloggið sitt ffemur böl- sýnn í bragði... Smekkur hinna óákveðnu Kjallari í fyrra lenti ég í því að þurfa að kynna mér þungarokk og bíð þess aldrei bætur. Ég var vongóður nú um áramótin að ég þyrfti ekki að taka enn eina kúvendinguna í mín- um tónlistarsmekk en þeim áform- um var kollvarpað þegar kom í ljós að bæði Pavarotti og Plasídó Dómíngó og Hóse Carreras áætí- uðu að halda tónleika hér á landi. Vinahópur minn sem samanstend- ur af um sjötíu karlmönnum úr öll- um stéttum þjóðfélagsins hittist á neyðarfundi á heimili mínu um áramótin þar sem rætt var um hvernig bregðast skyldi við. Okkar fyrsta aðgerð var að hringja í Ítalíu og segja þeim að við tækjum ekki við Pavarotti. Hann er of „ítalskur" í merkingunni „uppblásinn", sagði ég þeim hreinskilnislega, hann myndi bara eyðileggja stemning- una. Við erum með einn svona ítalskan stað á Laugaveginum og það er nóg. Innrás tenóra Hinir voru aðeins meira vanda- mál. Það reyndist mér, aumingja í Þingholtunum, og vinum mínum vonlaust verk að losna við þá. Ann- ars má ekki misskflja mig á þann hátt að vinahópurinn minn sé á móti óperusöngvurum svona al- mennt séð. Málið snýst bara um smekk. í áraraðir höfum við í vina- hópnum reynt að koma okkur upp almennilegum smekk sem fólk gæti litið upp tfl, ekki hvað síst í útíönd- um, sem gæti komið okkur á kortið í heiminum sem smekkþjóð og fengið þannig fólk af öðrum þjóðernum til þess að hætta að hlæja að okkur. Eru þeir kúl? Og samkvæmt fyrri tilraunum okkar tfl þess að koma okkur upp góðum smekk, þá er ekkert smart Undirbúningur áhorfenda Um fimm þúsund manns mættu á tónleika Plasídós í Egflshöllinni. Um 300 af þeim hafa áður hlustað á klassíska tónlist. Afgangurinn, um 4.700, hefur lagt á sig gríðarlega vinnu síðustu vikur að kynna sér málið, hlusta á geisladiska og læra grundvallaratriði klassískrar tónlist- ar, eins og hvað ópus er og hvers vegna fagott heitir fagott og hefur samt ekkert með homma að gera. Á bak við svona risatónleika er ekki bara undirbúningur aðstandenda heldur kannski fyrst og fremst und- irbúningur áhorfenda. Hinn klassíski maður Ég fyrir mitt leytí veit ekki mikið um klassíska tónflst, er rétt svona mellufær í tónfræði og get pantað mér pizzikató enda lenti það ekki á mér að uppfræða vinahópinn um Þorsteinn Guðmundsson neyddist til að breyta um smekk vegna hingaðkomu ópei tenóranna. við það að hlusta á þessa útjöskuðu óperutenóra. Útíendingarnir sem komu hingað í fyrra hefðu ekkert skilið neitt í því að við værum öll á leiðinni á tónleika með þessu liði. Við hefðum hugsanlega getað móðgað þungarokksveitina Korn með svona rugli, stúlkumar í Suga- babes hefðu flissað og hljómsveitin MetaUica væri vís tfl að drepa okkur með rafmagnsgíturum og heimta að við endurgreiddum þeim aðgöngu- miðana í Bláa lónið. það, ekki beint. Mitt hlutverk, í mín- um vinahóp, var að kaupa réttan klæðnað á alla, leiðbeina við bif- reiðakaup og kenna almenna klass- íska franikomu. Klassískur maður á klassískum tónleikum (jafnvel þó að þefr séu haldnir í íþróttahöll), verður að kunna grundvaflarsamskiptaregl- ur. Hann hlustar á tónUstina, brosfr öðm hvom (en alls ekki stanslaust nema hann vilji láta álíta sig bjána), hann kinkar kofli þegar hann kann- ast við eitthvað úr laginu (eða feikar það), hlær að kynningum hljóm- sveitarstjórans en hristir svo haus- inn eins og hann sé ekkert fyrir svona léttvægt grín, hann borðar ekki snakk eða nammi en eftir tón- leikana getur hann dælt í sig freyði- víni eins og honum sýnist, farið heim og étið rækjusamloku bak við sófa. Hinn klassíski maður klappar fyrir Dómíngó en þegar Diddú er dregin upp á sviðið hallar hann undir flatt og brosfr vorkunnarbrosi, vegna þess að þó að hann elski hana sem söngkonu og eigi allar plötum- ar hennar, þá veit hann að hún er ekki næstum eins góð og Dómíngó. Segjum stopp Nú skulum við staldra við og reyna að fara að beisla þessa heimskulegu tónleikahaldara okkar sem draga hvaða fræga útíending sem er hingað tfl fslands. Það er barasta ekki hægt að við skulum þurfa að skipta um smekk á hverju ári, það kaupir það enginn almenni- legur útíendingur, við verðum áfltin skrítin. Viljum við vera poppland, rokkland eða klassískt land, vfljum við vera grínland eða jazzland eða, já, hvernig væri að vera svona snið- ugt land sem horfir aðaflega á Pilobolus og hlustar á Stomp í bíln- um? Það væri smart og þá myndi enginn hlæja að okkur. • G. Pétur Matthí- asson, sem lét mikið til sín taka í „Frétta- stjóramáUnu", ritar grein á press.is þar sem hann í raun áfeflist Stöð 2 fyrir að hafa birt „gaman- sögu“ sem hann sagði á starfs- mannafundi RÚV. Sögu sem G. Pétur ætíaði aldrei tfl opinberrar birtingar heldur tfl að „létta and- rúmsloftíð" og er á þá leið að leigubfl- stjóri nokkur héldi því fram að hann hefði margoft ekið þeim Auðuni Georg Ólafssyni og Bimi Inga Hrafnssyni. Fréttamaður Stöðvar 2 bað G. Pétur afsökunar sem og hann Björn Inga sem benti G. Pétri á að grínið væri á hans kostnað. G. Pétur segir óheppilegt að vitna í leigubflstjóra... • Frétt gærdagsins að margra mati var sú að stjömublaðamaðurinn Reynir Traustason var „gripinn" í Leifs- stöð við að smygla kókaíni. I það minnsta þótti Andra Frey Viðarssyni út- varpsmanni á XFM það afar athygUsvert og velti sér uppúr máUnu. Honum þykir það einkar grunsamlegt að Reynir hafi verið með „tæpt" gramm af kóki og hrapar að þeirri ályktun að Reynir, sem ekki má vamm sitt vita, hljóti að hafa verið búinn að kflpa af gramm- inu til eigin nota sem þessu nemur...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.