Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1946, Side 7

Freyr - 01.09.1946, Side 7
FRE YR 249 að hið fyrrnefnda efni hafi gefið greini- legri útkomur. Aðrir telja það þó líklegra til þess að sýna útkomu, þótt ekki sé um garnaveikisýkingu að ræða. Líklegt má telja, að útbreidd sýking af fuglaberklum væri mjög til hindrunar við notkun slíks efnis. Smit eða sýking af fuglaberklasýkl- um í sauðfé virðist víðast hvar hér á landi í mjög litlum mæli. Leyfi ég mér í þessu sambandi að vísa á grein um fuglaberkla í síðasta ágústblaði Freys (5), en auk þess að minnast hér nokkru nánar á þetta atriði. Fuglaberklar (aviantuberculosis) er sú eina berklategund, sem mér er kunnugt um, að staðfest hafi verið í húsdýrum hér á landi með fullri vissu. Fyrsti sýklastofn- inn var ræktaður 1940 frá garnaeitli úr kind. Síðastliðinn áratug hafa farið fram all- víðtækar athuganir á líffærum úr ýmsum af húsdýrum vorum, en langmest úr sauð- fé. Oft hafa að vísu aðeins verið send til rannsóknar einstök skemmd líffæri eða hlutar af þeim, og skortir þá að sjálfsögðu oft á það, að allt sé tekið með, sem þýðingu hefur. Síðan garnaveikiathuganir hófust fyrir alvöru, hefur athugun á líffærum kinda aukizt mjög mikið. Árin 1942—1945 voru t. d. athugaðar garnir og garnabitar, oft ásamt eitlum, úr um 14000 kindum. Grunur um berklasmitun hefur aðeins komið fram í um 15 kindum öll árin. Húð- prófanir hafa, eins og fyrr getur, verið framkvæmdar árin 1938—1941 og 1944— 1945 á miklum fjölda fjár, og virðist það alger undantekning, að fuglaberklasmit hafi truflað útkomurnar af þeim prófun- um. Ef ekki var garnaveiki í fénu, reyndist útkoman yfirleitt neikvæð við húðprófanir, og tókst þannig að rekja garnaveikismitið hindrunarlítið með þessari aðferð. Sökum þess að smit af fuglaberklum sýnir jákvæða húðprófun, bæði með John- ini og aviantuberculíni, bendir þessi reynsla greinilega til þess, að lítið sé um fugla- berkla í sauðfénu, þó að sjálfsögðu megi aldrei gleyma þeim möguleika, þegar húð- prófanir eru gerðar með þessum efnum. Haustið 1942 var dælt aviantuberculini, sem framleitt hafði verið úr íslenzkum sýklastofni, í hálsæð á 100 kindum. Nokk- uð af garnaveiku fé var í þessum hópi og tókst að greina yfir helming af því á þann hátt, að líkamshiti kindanna óx meira en 1° C við dælinguna. Árangur- inn var þó ekki svo góður, að ástæða virt- ist til þess að halda því áfram. Sérstaklega vegna þess, hve mælingar á líkamshita í sauðfé eru óáreiðanlegar, þar sem hitinn breytist á skömmum tíma við styggð og stimpingar, en venjulega er erfitt að kom- ast hjá slíkum truflunum. Þessi prófunar- aðferð útheimtir auk þess mikla vinnu og mikið magn af sýklaseyði (11). Eins og fyrr er getið, voru fyrir nokkrum árum framkvæmdar húðprófanir í stórum stíl með Johnini, en síðustu árin hefur ekki verið hægt að fá nothæft Johnin, svo að nokkru nemi. Síðastliðið ár tókst að útvega aviantuberculin utanlands frá, og líklegt er, að meira fáist af því efni fram- vegis. Það var því fullkomin ástæða til þess að reyna nánar notagildi þessa efnis við ákvörðun á garnaveiki í sauðfé. Húðprófun er sú eina aðferð, sem hugs- anlegt er að framkvæma hér á landi í það stórum stíl, að verulegt gagn sé að, en mér er ekki kunnugt um það, að avinantu- berculin hafi fyrr verið notað við grein- ingu á garnaveiki í sauðfé í verulegum mæli. Skal nú gerð stuttleg grein fyrir þeirri reynslu, sem fengizt hefir af aviantuber- culini sem húðprófunarefni vegna garna- veiki í sauðfé.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.