Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 14
FREYR
á5é
Heylest á heimleið.
var kippt frá, snérust þau um hengslin
og byrðunum var létt af klárunum.
Eins og það var feiknamikil fram-
för að slétta þýfið og nota sláttuvélar,
rakstrarvélar og snúningsvélar ásamt ney-
ýtu, svo var það stór framför þegar vagn-
inn kom til heimflutnings á heyinu í stað
klyfberans.
Heima í hlöðu eða tóft þurfti að „koma
heyinu fyrir“ eða að „leysa“ eins og það
var líka kallað. Það var létt verk að leysa
í hlöðu, á meðan heystæðan var ekki
komin upp fyrir baggagatið, en að troða
heyi í mæni hlöðunnar var ekki létt verk.
Það var heldur ekkert barna meðfæri að
velta böggunum upp og leysa í „heygarð“.
Nú kemur heysleðinn, og heyhlassið er
dregið í hlöðu með hest- eða vélaafli.
Að fjárhúsbaki var heyinu hlaðið upp,
tugum eða hundruðum hestburða í sama
garð. Þótti það ekki vandalaust verk að
bera hey vel upp.