Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1946, Side 15

Freyr - 01.09.1946, Side 15
FREYR 257 Hliðarnar skyldu vera jafnar, lóðréttar eða með mjög litlum fláa neðan til, en að ofan skyldi fláinn aukast og að síðustu mynda hrygg, sem hallaði vel af á báða vegu, svo að vatn staðnæmdist hvergi. Þá var það lokaverkið að tryggja hey- fenginn fyrir skemmdum af völdum nátt- úruaflanna og gegn ágangi búfjár. Heyin voru þakin, hlaðið var í kring um þau. Stundum létu menn sér nægja að tyrfa hrygginn og tryggja gegn foki með hælum og böndum. Smátt og smátt urðu hlöðurnar al- mennari, og þótt þær séu á flestum býlum landsins nú orðið, er heyi þó einnig kom- ið fyrir í heygörðum þann dag í dag. Þetta er saga, sem allir þekkja. Það eru atburðir liðins tíma, en veruleikans ljós skín á ýmsa þeirra ennþá, árið 1946. Frumstæðar heyvinnuaðferðir eru þekktar ennþá, en þeim fer fækkandi frá ári til árs, er nota þær. Því fer fjarri að búið sé að ryðja þúf- unum úr vegi, og það verður að vera kappsmál allra aðila, að sem allra fyrst verði aðeins nytjað ræktað land og slétt, þar sem öllum nýtízkuvélum verður beitt við heyvinnustörfin. Afköst vélanna, sem hestum eða dráttarvélum er beitt fyrir, eru margföld á við það, sem mannshönd- inni er unnt að leysa, enda þótt unnið sé af kappi og vinnudagurinn sé langur. Hagnýting tækninnar, við heyvinnu- störfin, á sína þróunarsögu. Myndasafn það, er birtist með þessum fáu orðum, ber að skoða sem vott þess er verið hefir, en tækni sú, sem nú heldur innreið sína á íslenzk sveitaheimili, er sums staðar orð- in allútbreidd, annars staðar bíða menn með óþreyju eftir henni. í stað þeirra hjálparmeðala, sem mynd- irnar sýna, koma nú dráttarvélar með á- tengdum heyvinnutækjum, sem auðvitað eru langtum afkastameiri en sú tækni, er hingað til hefir verið notuð. En það virðist eðlilegt að marka tímamótin með því að birta í þetta sinn það, sem notað hefir verið, og á næsta sumri hitt, sem er að koma og það sem kemur þá. Fjárskipti SKOÐANAKÖNNUN viðvíkjandi fjárskiptum á mœðisveikis- svœðum. Sem kunnugt er hafa fjárskipti farið fram í Þingeyj arsýslu austan Skjálfanda- fljóts, og samþykktir liggja fyrir um fjár- skipti á þessu hausti á svæðinu frá Skjálf- andafljóti að Glerá við Akureyri. Víðar á mæðiveikissvæðum hefir verið rætt um fjárskipti í fullri alvöru og hefir Sauðfjársjúkdómanefnd þess vegna séð ástæðu til þess að gangast fyrir skoðana- könnun í þeim tilgangi að komast að raun um hve útbreiddur áhugi manna er fyrir framkvæmdum um skipulögð fjárskipti á öllum mæðiveikissvæðum. Ákvað nefndin því að atkvæðagreiðsla skyldi fara fram á svæðinu frá Ytri-Rangá vestur um land, að varnargirðingunum úr Berufirði í Steingrímsfjörð, og svo á svæð- inu norðanlands að Héraðsvötnum. Sendi Sauðfjársjúkdómanefndin bréf til allra oddvita þann 1. júní í sumar, þess efnis, að leynileg atkvæðagreiðsla skyldi fara fram í sambandi við kosningar á sumrinu, og á þar til gerða atkvæðaseðla skyldi settur kross fyrir framan já eða nei,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.