Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1946, Page 17

Freyr - 01.09.1946, Page 17
FRE YR 259 Bændafélag Noregs (Norges Bondelag) Landsfundur og hátíðarhöld 1 ÞrándheimL Bændafélag Noregs hefir starfað í 50 ár. Síðast liðinn vetur var afmælið haldið hátíðlegt, en á fyrsta landsfundi félags- ins, eftir að viðjum og ánauð hersetu og annarra þrenginga var létt af þjóðinni, og um leið af bændastéttinni, fannst mönn- um ástæða til þess að efna til frekari hátíðahalda. Landsfundur sá og hátíð, sem haldin var í Þrándheimi dagana 19.—23. júní, var því eins konar fagnaðarfundur og sigurhátíð bændastéttarinnar norsku. En bæði fundurinn og hátíðahöldin snér- ust einnig um verkefni og málefni, sem telja verður til raunsæis og alvöru. Því var það, að þúsundir manna og kvenna streymdu til Þrándheims, til þess að sitja fundina og til þess að njóta gleði- stunda. Gleði og gaman hátíðisdaganna verður án efa lengi minnisstætt þeim, sem þeirra nutu í fullum mæli, enda mátti segja, að hið norska sumar brosti við fjall og við strönd þá daga. Og bros og gleði fólksins leyndi sér heldur ekki. Endurfundir þeirra, sem ekki höfðu sést um langan tíma, voru greiðslunnar sýnir það sig, að 64,9% greiddra atkvæða eru jákvæð, 29,7% nei- kvæð og 5,4%ógild eða engin skoðun að baki. Nú er með lögum svo frá gengið, að til þess að fjárskipti geti farið fram á ein- hverju svæði, verða að minnsta kosti % atkvæðisbærra fjáreigenda að greiða at- kvæði með fjárskiptum og minnst % þeirra, er greiða atkvæði, verða að segja já. Þetta er hið fyrsta skilyrði, sem upp- fylla þarf áður en samin er og samþykkt reglugerð til staðfestingar varðandi fjár- skipti. Af yfirlitinu verður séð, að af einstök- um sýslum er það aðeins í Húnavatns- sýslum, að svo margir eru fylgjandi fjár- skiptum, að hægt sé að nota þessa skoð- anakönnun sem grundvöll fyrir þeirri stað- hæfingu, að hægt sé að notfæra sér rétt þann, sem lögin heimila, sem sé að beina þeirra ósk til Sauðfjársjúkdómanefndar, að fjárskipti verði látin fara fram. Ef Skagafjörður og Húnavatnssýslur er tekið í einu lagi, sýnir það sig, að á þessu svæði hafa rúmlega % atkvæðisbærra sauðfjáreigenda sagt já, og meira en % þeirra, er atkvæði greiddu voru fjárskipt- um fylgjandi. Hverjar ráðstafanir verða gerðar á grundvelli þessarar skoðanakönnunar í framtíðinni er óákveðið, en skýrslur um atkvæðagreiðsluna hafa verið sendar land- búnaðarráðherra og líkur eru til þess, að málið verði tekið til frekari athugunar á Alþingi.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.