Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1946, Síða 19

Freyr - 01.09.1946, Síða 19
K FRE YR 261 Skrúðganga Bœndajé- lagsins með blaktandi fána á leið sinni fram hjá minnismerki Ólafs Tryggvasonar, en það stendur á torginu í Þrándheimi. ný lög og reglur fyrir starfsemi félagsins. Þær lagabreytingar, sem um var að ræða, grundvallaði formaður félagsins Arne Ro- stad á forsendunni: StyrTcur félags vors eflizt bezt með samvinnu við alla án tillits til stfórn- málaskoðana. Til þess að geta gert sér nokkra humynd um uppistöðurnar í starfsreglum félagsins, skal hér sýndur kafli úr lagafrumvarpinu í lauslegri þýðingu: Hlutverk Bændafélagsins er að sameina alla, sem eru eða telja sig vera bændafólk, til eflingar fé- lagssamtökum og til þess að skapa öryggi um landbúnaðinn og styðja fjárhagslega, félagslega og menningarlega þáttu sveitanna. Bændafélag Norðmanna starfar á þjóðlegum og kristilegum grundvelli. Bændafélag Norðmanna, og deildir þess, má ekki reka stjórnmálastarfsemi, og ekki veita fjárhags- legan stuðning né taka á móti fjárframlögum til framdráttar stjórnmálaflokkum. Bændafélag Norðmanna leggur kapp á, að land- búnaðurinn neyti jafnréttis, að því er snertir vinnulaun, félagsbundnar framfarir og menningar- atriði. Bændafélag Noregs vinnur að verkefnum, sem varða landbúnað, skórækt og fiskiveiðar og er samningsaðili í viðskiptum við hið opinbera og atvinnufyrirtæki. Það getur einnig samið um verðlagsákvæði í samvinnu við hinar nefndu stofnanir eða aðrar, ásamt og atvinnufélögin. Grundvallað á þeirri staðreynd, að ætla má það hagkvæmast, að atvinnufélög landsins hafi nána samvinnu og gagnkvæma samúð sín á milli, og gagnvart opinberum stofnunum, vili Bændafélag Noregs leita allra ráða til þess að leysa hlutverk sín samningsbundið og ekki með valdi. En ef svo ber undir, að undirstöðuatriði land- búnaðarins og framleislunnar eru misrétti beitt með valdboði, eða vanrækslu á uppfyllingu sann- gjarnra krafa atvinnuvegarins, þá hefir Bændafé- lag Noregs rétt til að taka til sinna ráða. Eins og ofanskráðar greinar sýna er það tilgangurinn og grundvöllurinn í framtíð- arstarfsemi félagsins, að ná rétti sínum með samningum. Á hinn bóginn er slegið varnagla við, ef svo skyldi fara, að samningagrundvöllur bilaði af einhverjum ástæðum, þá er Bændafélaginu heimilt — lögum sam- kvæmt — að beita sömu gögnum og ýmsar aðrar stéttir eða félög nota, verkföllum, en það þýðir hér framleiðslustöðvun. ★ Á síðast liðnu vori gerði landbúnaðurinn norski þær kröfur til yfirvaldanna, að verð- ið á landbúnaðarafurðunum yrði hækkað

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.