Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1946, Page 20

Freyr - 01.09.1946, Page 20
262 FRE YR Frá landsfundinum í Þrándheimi 1946. hið bráðasta um 50 af hundraði, til þess að tryggja landbúnaðinum laun á borð við það, sem viðgengst hjá öðrum atvinnu- vegum. En óskir og kröfur bændanna voru að litlu hafðar og kjarabætur þær, sem yfir- völdin gáfu bændunum, námu aðeins litlu broti af því sem óskað var, þar eð mjólkur- verðið var hækkað um 2 aura og flesk- verðið um 25 aura á kg. Um fleskverðið skal það sagt, að hækkun þess hefði getað haft nokkra þýðingu ef ekki hefði sam- tímis verið sá agnúi á, að fleskframleislan er sára takmörkuð og takmarkast ennþá frekar á þessu ári og fram á næsta ár sökum fóðurskorts. í tilefni af þessum atburðum var aðal- dagskrármál landsfundar Bændafélagsins einmitt: Verðlag landbúnaðarafurða og fjárhagsafkoma landbúnaðarins. Formaður Bændafélagsins, Arne Rostad flutti erindi um þetta efni og umræður um málið voru all víðtækar. Voru ýmsir þungorðir í garð þeirra yfir- valda, sem með verðhækkun landbúnað- arafurðanna höfðu „sýnt þá rausn“ að hækka þær „sem svaraði 25 aura hækkun á dagsverk við landbúnaðarstörf, en á sama tíma var kaup ýmsra annarra vinn- andi stétta hækkað um mörgum sinnum þessa upphæð“. Svo mikill þytur var í herbúðum bænda fyrir landsfundinn, að talað var um fram- leiðslustöðvun á ýmsum stöðum. Á lands- fundinum var þessum atriðum hreyft og gekk formaður Bændafélagsins þá fram fyrir skjöldu og varaði við þeirri starfsað-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.