Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1946, Blaðsíða 21
FRE YR 263 1' 1 Wmmm: ■""""mmmm / w ■ ** ..'kg-M ■ fiboizaéi ■BH. Ví ' ' ~ * ett Formaður Bœndafélagsins, ARNE ROSTAD, í rœðustólnum. ferð, því að „verkfall landbúnaðarins getur gert miklu meiri skaða en gagn“. Skaði sá sem vofði yfir, ef í hart færi og af verk- falli yrði, mundi fyrst og fremst hljótast af þeirri ástæðu, að samheldni bændastétt- arinnar væri mjög ábótavant. Það var fyrirfram vitað, að aðeins nokk- ur hluti bændanna mundi taka þátt í framleiðslustöðvun á núverandi stigi máls- ins. Félagsbundin samtök eru sums staðar ófullkomin og mjög óvíða eru allir með. í sambandi við þessar yfirlýsingar um staðreyndir, komust umræðurnar inn á þær leiðir, er snerta félagslega þróun innan bændastéttarinnar og einkum þau svið hennar, er varða framleiðsluna, hagnýt- ing hennar og sölu. Einmitt þessi þáttur bændafélagsskap- arins er nú í hraðfara þróun í Noregi. Samvinna hinna ýmsu stofnana, sem áður hafa unnið að hagnýtingu og sölu norskrar landbúnaðarframleiðslu, verður framvegis miklu nánari en verið hefir. ★ Bændafélag Noregs hafði boðið forsæt- isráðherra og landbúnaðarráðherra á landsfundinn, á meðal annars til þess að heyra þær raddir, sem fram kæmu og til þess að taka þátt í umræðum um þessi mál, sem að sjálfsögðu hlutu að varða al- þjóð. Forsætisráðherra Gerhardsen tók þá líka þátt í umræðunum og kvaðst hljóta að taka kröfur bændanna um frekari verð- hækkun til greina, en samtímis yrði hann einnig að taka til greina kröfur verka-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.