Freyr - 01.09.1946, Side 23
FRE YR
265
Landnámsmaður
Heimsókn hjá Klemenz á Sámsstöðum
Mun nokkur sá, er landbúnað stundar
hér á landi og ekki kannast við nafnið
Klemenz á Sámsstöðum?
Þeir eru eflaust fáir, en hinir eru margir,
sem þekkja manninn persónulega. Klemenz
er ekki að útliti öðruvísi en fólk er flest,
en að innræti hlýtur hann að vera það,
að minnsta kosti að því leyti, að hann
hefir óbilandi trú á íslenzkri mold og því
leggur hann í stórræði, sem öðrum finnst
ofvaxið við að etja.
Árangurinn er, eins og menn vita, svo
góður, að spurning er hvort nokkur hefir
betri fengið hér á landi.
Margir hafa dregið feitan feng og
gæði úr náttúrunnar skauti, en flestir hafa
þeir tekið fenginn með ránshöndum og
rýrt gæði lands þess, sem gaf þeim verð-
mætin. Á Sámsstöðum eru dregnir bæði
dropar og hleifar úr stráum þeim, sem
moldin nærir, en þar er hönd jarðyrkju-
mannsins að verki og þar er jörðinni goldið
fyrir hverja þá einingu jarðargróða, sem
upp er skorinn. G.
þjóðin er þess albúinn að vinna að vel-
ferðarmálum landsins, til þess, að skapa
sonum sínum og dætrum örugga og bjarta
framtíð í skjóli norskra fjalla.
Andstaða og erfiðleikar liðinna ára hefir
kennt fólkinu hvers virði félagslyndi, ein-
ing og samvinna er. Og sú reynsla kemur
að gagni én dýrkeypt var hún.
Slíkur er háttur þeirra, sem vilja sýna
búmenningu í athöfnum sínum.
Það er björgulegt og búsældarlegt að
horfa af hólnum ofan við bæinn á Sáms-
stöðum, yfir frjósamar og vel ræktaðar
lendur jarðarinnar.
„Þetta var allt hálfblautt og hálfrýrt
beitiland en nú er þar síbreiða,“ segir
Klemenz, þegar við förum fram hjá einni
spildunni, sem nú er þurr og vafin þrótt-
miklum nytjajurtum.
Ég sé með eigin augum sjón, sem óvenju-
leg er hér á landi; bylgjandi kornakra,
dökkgrænar kartöfluekrur, spildur og
landræmur þaktar tilraunagróðri af ýmsu
tagi og tegundum, nýslegin graslendi þar
sem bólstrarnir standa og bíða þess að
verða fluttir heim í hlöðu, og tún, sem svo
er sprottið í annað sinn á þessu sumri, að
nú í kringum 10. ágúst er það bráðum
hæfilegt til sláttar.
Ég spyr hve mikil uppskera muni fást
á Sámsstöðum á þessu sumri, af þeim 40
hekturum lands, sem fyrir 20 árum síðan
var hálflélegur bithagi eða engi frá aðal-
jörðinni, en nú er orðið að sjálfstæðu býli.
Auðvitað er uppskerumagnið áætlað
þegar Klemenz gerir ráð fyrir að kornupp-
skeran verði 20 sinnum útsæðismagnið, en
svipað uppskerumagn hefir fengizt fyrr á
Sámsstöðum.
Korninu var sáð á tímabilinu 21. apríl
til 5. maí og laust eftir miðjan ágúst er það
fyrsta fullþroskað og kornuppskera byrjaði