Freyr - 01.09.1946, Page 33
FREYR
275
cUJómur
Eftir að ég lét af ritstjórn Freys um síð-
ustu áramót, hefir nokkrum sinnum verið
að mér vikið í blaðinu, og að ég tel ekki
af mikilli sanngirni. Hófst þetta þegar í
janúarblaðinu, en lengst er gengið í grein
í 6. tölublaði Freys og nefnist „Vélarnar að
vestan“. Er grein sú rituð af Jóhannesi
Bjarnasyni, Ásgeirssonar. Sökum þess að
mér var kunnugt að aðili úr ritnefnd Freys
og Verkfæranefnd ríkisins hafði kynnt sér
grein þessa, áður en hún birtist án allra
athugasemda, taldi ég sérstaklega réttmætt
að fá úr því skorið með dómi hvort sakir
þær sem á mig voru bornar í greininni
væru á rökum reistar eður eigi. Höfðaði ég
því mál á hendur höfundi greinarinnar og
krafðist ógildingar á allmörgum ummælum
er í greininni standa.
Dómur var uppkveðinn í málinu 25. júní
síðast liðinn og eru forsendur dómsins og
niðurstaða á þessa leið:
‘„Stefndur hefir látið sækja þing og kraf-
izt frávísunar málsins sökum þess, að það
væri höfðað á röngu varnarþingi. Þeirri
kröfu var hrundið með úrskurði uppkveðn-
um 6. júlí. Öðrum mótmælum gegn dóm-
kröfum stefnanda hefir stefndur ekki
hreyft og ber því að' taka þær til greina,
enda verður að telja eftirgreind ummæli
meiðandi fyrir stefnanda:
„.... að upplýsa hvílíkan trassaskap og
vanrækslu hann hefir sýnt í starfi sínu. En
úr því hann hefir gefið mér tilefni til þess
með grein sinni, sem reyndar er ekki ann-
að en þýðingarlaust klaufaspark út í loft-
ið, en þó full af rangfærslum og vísvitandi
ósannindum, þá sé ég ekki ástæðu til að
hlífa manninum lengur og láta almenning
vita sannleikann í málum þessum.
„.... tók þessu starfi sínu með fádæma
alvöruleysi og sýndi ófyrirgefanlega van-
rækslu á skyldu sinni.
..... svo að hann gæti glöggvað sig á
þeim nýjungum, sem orðið höfðu á mjalta-
vélum, er hann svo lengi hafði vanrækt
að gera.
„.... Notaði hann síðan útvegun
mjaltavéla sem afsökun til að fara í
skemmtiferð til Norðurlanda á kostnað
annarra.
„.... Neitaði hann þvi með hinni mestu
illsku og bar því við, að vélin væri ókomin
til landsins. Hins vegar vissi hann vel, að
svo var ekki.
„... . Er Eylands því jafn sekur um að
hafa farið með ósannindi.
„.... Veit ég, að skynsamir menn taka
ekki þvæl hans alvarlega.
.....Það skal sagt hr. Eylands til hróss,
að hann hefir gert það sem skynsamleg-
ast var fyrir hann nú, er almenningur er
farinn að sjá, hve fáfróður hann hefir ver-
ið um búvélar, að hann hefir aigerlega
sagt skilið við þau mál frá áramótum. Vil
ég óska íslenzkum landbúnaði til ham-
ingju með þau málalok, og óska þess, að
eigi verði fleiri mennskir mosagrónir
steingerfingar í vegi hans.“
Framangreind ummæli varða við 235.
gr. laga nr. 19 frá 1940, og ber aö refsa
stefndum fyrir þau. Þykir refsins hans
hæfilega ákveðin 250 króna sekt í ríkis-
sjóð og komi í stað hennar 10 daga varð-
hald, verði hún ekki greidd innin aðfara-
frests í máli þessu.
Með skírskotun til 241. gr. hgl. ber að
ómerkja framangreind meiðandi ummæli.
Þá þykir og rétt að ómerkja einnig eftir-
farandi ummæli: