Freyr - 01.11.1946, Síða 6
Í'RÉ YR
306
hans langi og mikli starfstími féll síðan í
hlut þess héraðs. Mega Skagfirðingar vera
þess minnugir, að fáir eða engir utanhér-
aðsmenn, sem bólfestu hafa tekið sér i því
fagra og ágæta héraði, hafa þjónað því
með slíkri trúmennsku, starfsgleði og ást
á héraðinu, eins og Jósef Björnsson.
Fyrstu störf Jósefs í Skagafirði voru þau,
að hann fór um sveitir héraðsins og leið-
beindi um jarðrækt og aðrar búnaðarum-
bætur. Var Jósef einhver allra fyrsti bú-
fróðra manna, sem á þennan hátt hóf
ráðunautsstörf fyrir bændur.
Áxúð 1882 stofnuðu Skagfirðingar og
Húnvetningar búnaðarskóla að Hólum í
Hjaltadal. Var Jósef ráðinn skólastjóri við
hinn nýstofnaða skóla vorið 1882, og
gegndi því starfi að því sinni í 6 ár, eða til
1888. Vér, sem störfum við þau skilyrði,
sem nútíminn hefir að bjóða, eigum erfitt
með að gera oss í hugarlund hve geigvæn-
legir örðugleikar hafa mætt hinum unga
skólastjóra, sem tók til starfa harða vorið
1882. Bóklega og verklega búfræðikennslu
átti að hefja í hálfföllnum torfbæ, með hin
ófullkomnustu tæki til kennslu og bústarfa
— og þetta á einhverjum mestu harðinda-
árum, sem yfir landið hafa gengið síðustu
aldirnar. Annað var þó ef til vill enn erf-
iðara — skortur á skilningi almennings —
trúleysi og tregða samferðamannanna að
styðja hinn unga skólastjóra í brautryðj-
endastarfi hans. Sá, sem ekki átti að láta
bugast fyrir sliku ofurefli, hlaut að vera
gæddur ágætum hæfileikum, góðri mennt-
un og bjartsýni, en umfram allt óbifan-
legri trú á störf sín og þá hugsjón, sem
barizt var fyrir. Allt eru þetta eiginleikar,
sem Jósef hafði í ríkum mæli, enda var
honum þeirra oft þörf á æviferli sínum.
Jósef hætti skólastjórn á Hólum vorið
1888, en tók aftur við skólanum vorið 1896
og gegndi þá skólastjórastarfi til 1902, er
skipulagsbreyting var gerð varðandi skól-
ann og rekstur hans.
Árin 1888 til 1896 bjó Jósef, fyrst að
Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, sem nú eru
í eyði, og síðan að Ásgeirsbrekku í Viðvík-
ursveit. Kom þá brátt í ljós, að Jósef var
hagsýnn og duglegur bóndi. Vann Jósei
erfiðisvinnu til elliára og var hamhleypa
til allra verka. Ég sá hann standa að slætti
og öðrum heyskaparstörfum á áttræðis-
aldri. Léku öll störf í höndum hans. Mátti
sjá vinnugleði og ást til starfsins geisla af
hverri hreyfingu hins aldraða, en þó ávallt
síunga, athafnamanns.
Árið 1902 gerðizt Jósef fyrsti kennari við
hinn endurskipulagða bændaskóla á Hól-
um og gegndi því starfi til 1943, eða þar
til hann varð 75 ára. Jósef hefir því verið
kennari meginþorra allra þeirra nemenda,
sem útskrifast hafa frá Hólaskóla frá byrj-
un. Jósef var sérstaklega vinsæll kenn-
ari. Hygg ég að nemendum hans hafi því-
nær undantekningarlaust þótt vænt um
hann og virt hann, bæði sem kennara og
sem almennan borgara og samferðamann.
Jósef var stórfróður í sínum fræðigreinum,
og gat því miðlað lærisveinum sínum næg-
um fróðleik og varð aldrei áfátt um það.
Hann kunni að búa fræði sín í þann bún-
ing, sem ungum mönnum féll vel. Kennsla
hans var lifancU og ljós, áldrei þurrt
fræðastagl. Hið ljúfa viðmót og fyrirmynd-
ar framkoma í daglegri umgegni andaði
hlýhug til þeirra, sem voru samferðamenn
hans og með honum störfuðu. Á slíkan
andblæ frá eldri mönnum eru nemendur
mjög næmir. Eitt meginatriði góðrar
kennslu er, að sambúð kennara og nem-
enda sé þannig tengd. — Þau árin, sem
við Jósef störfuðum saman við Hólaskóla,
sem voru síðustu starfsár hans þar, undr-
aðist ég hve góð tök hann enn hafði á
æskunni, hve bjartsýnn og frjálslyndur