Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1946, Síða 30

Freyr - 01.11.1946, Síða 30
330 FRE YR Þá gerir skógræktarstj óri grein fyrir starfi skógræktarinnar árið 1945 og birtir reikning Landgræðslusjóð. í hann hafa safnast á árinu svo háar upphæðir, að samtals námu tekjur rúmlega 390 þúsund- um króna. Af þeirri upphæð voru 250 þús- und krónur frá Landsnefnd lýðveldis- kosninga, en annars höfðu ungmennafé- lög, íþróttafélög og skógræktarfélög í öll- um sýslum landsins safnað álitlegum upp- hæðum og einkafyrirtæki lagt nokkuð af mörkum. í ritinu birtist ennfermur skýrsla Skóg- ræktarfélags íslands eftir Guðmund Mar- teinsson, og loks eru skýrslur og reikning- ar hinna ýmsu skógræktarfélaga á land- inu. Ritið er prýðilegt að frágangi og læsi- legt fyrir bæði fagmenn og leikmenn. SPURNINGAR OG SVÖR Á meðal annarra þjóða hefir það tíðkast hin síðari ár, að leitað er álits almennings um ýms þau efni, sem ágreiningur er um, eða af öðrum ástæðum þykir hlýða að vita hvað almenningur hugsar um. Hafa heilar stofnanir sums staðar verið starf- ræktar í því skyni einu að spyrja almenning um hitt eða þetta og rannsaka svo almenningsálitið, þegar svör við hinum ýmsu spurningum hafa bor- izt. Á þann hátt þykjast menn komast að raun um hvað fólk hugsar eða álítur um hin ýmsu efni. Á sama hátt eru það allmörg blöð, er spyrja les- endur sína við og við ákveðinna spurninga til þess, ef verða mætti, að afla upplýsinga á þann hátt um ákveðna hluti eða þá til þess að gefa lesend- unum tilefni til heilabrota. Að sjálfsögðu er það mjög breytilegt hve almenn þátttaka er í svörum eða hugleiðingum lesend- anna. Þess eru mörg dæmi að einn af þúsundi áskrifenda hefir sent svör, en hitt hefir líka komið fyrir að einn af hverjum 50 eða fleiri hafa sent úrlausnir. í 6. tölublaði Freys þ. á. var þremur fyrirspurn- um beint til lesendanna. Það skal játað, að ef svara skyldi eftir beztu samvizku og ekki bara út í hött, þá krafðist það nokkurrar umhugsunar að ákveða hvernig svara skyldi. Það sem spurt var um var þetta: 1. Hverjir eru 10 fremstu brautryðjendur íslenzks landbúnaðar að fornu og nýju? 2. Hverjar 10 konur eru mestir kvenskörungar þeir, er uppi hafa verið á íslandi? 3. Hver eru 10 frægustu höfuðból þessa lands? Gefinn var dálítill frestur til þess að svara spurningunum og síðar var hann framlengdur, ef vera kynni að fleiri vildu svara en það gerðu í fyrstu. Svörin bárust strax eftir að spurningarnar voru birtar og aðeins eitt síðar. Svör komu frá aðeins 18 mönnum en það mun vera sem næst einn fyrir hverja 200 áskrifenda Freys. Hvort kalla megi niðurstöðurnar, sem fundnar verða af svörunum, almenningsálit eða eigi má að sjálfsögðu um deila, en þeir sem staðfesta hlutina í ljósi stærðfræðilegra prófa mundu hiklaust telja það sanna mynd af almenningsálitinu þegar flestir svara samhljóða, og ættu þá þau nöfn sem efst eru í hvorri röð að vera álit almennings. Um þetta skal nú annars ekki frekar rætt, en því næst snúa sér að staðreyndum. Fyrstu spurningunni hefir þá verið svarað þannig að þeir 18 menn sem sendu úrlausnir hafa nefnt 42 búnaðarfrömuði. Atkvæði hafa fallið þannig á einstaklinga: Torfi í Ólafsdal ............. 18 Björn í Sauðlauksdal ......... 17 Sigurður búnaðarmálastjóri .. 16 Klemenz á Sámsstöðum ......... 13 Halldór á Hvanneyri .......... 11 Ólafur Jónsson, Akureyri .... 9 Vísi Gísli .................... 9 Eggert Ólafsson ............... 8 Njáll á Bergþórshvoli ......... 7 Páll Zóphóníasson ............. 6 Næstir í röðinni voru: Árni G. Eylands, Jón Sig- urðsson, forseti, Steingrímur Steinþórsson og Tryggvi Þórhallson með 5 atkvæði hvor; Einar Helgason og Thor Jensen 4 atkvæði og svo aðrir, er fengu ennþá færri. Spurningunni um mestu kvenskörungana var svarað þannig af 17 manns: Bríet Bjarnhéðinsdóttir ...... 16 Bergþóra Skarphéðinsdóttir .. 12 Helga á Grund ................ 11

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.