Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 10
J 0 MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Jón Knútur er fróður húmoristi
með meistaragráðu i kaldhæðni.
Hanner vel að sér I þeim málum
sem hann fjallar um og gagnrýn-
inn á annarra og eigið. Góður
blaðamaður og skemmtilegur
samfélagsrýnir. Góðurfélagi.
Jón er óheppinn i kvenna-
málum. Hann er einn þeirra
sem hefur ekki fyllilega sæst
vió eigin fikn i tóbak og er þar
afleiðandi skápareykinga-
maöur.Jón á til skapsmuni i
þónokkru magni en fer jafnan
vel með þá. Hefur sérstæðan
fótaburð sem minnir á Snjó-
manninn óguriega.
Jón Knútur er vel að sér
um flest mál og I alla staði
mjög hæfileikarlkur. Fáir
eru betri hlustendur og
hann er hressandi blaða-
maður. Honum helst ekki ofvel á
peningum og fæturniráhonum
minna á Snjómanninn ógurlega.“
Emil Vigfússon markaðsmaður.
Jón erhlaðinn kostum.
Hann er fyndinn, segir kald-
hæöna brandara og á auð-
velt með að sjá spaugilegar
hliðar hlutanna. Hann er
fróður og vel að sér. Hann á það til
að vera svolítið taugaveiklaðurog
lendirþá I furðulegustu aðstæðum,
hann er maðurinn sem festist með
Leoncie og Davíð Oddssyni I lyftu -
báðum I einu. Gallar eru fáir en þar
stendur raunar upp úr krónlsk
laumureykingamennska hans,
hann stendur ekki með slnum innri
reykingamanni.Jú, svo erhann
óheppinn i kvennamálum.’
Katrín Oddsdóttlr, auglýsingakona á Fiton.
Jón er gull afmanni og
skemmtilegur með af-
brigðum. Góður penni og
blaðamaður. Hann á til
kæruleysi, sem er hvort
tveggja kostur og galli, llklega meiri
galli. Maður veit hvar maður hefur
hann og getur treyst á hann I bliðu
ogstrlðu."
Aöalbjörn SigurÖsson, framkvæmdastjóri
AFLS Starfsgreinafélags.
Jón KnúturÁsmundsson erfeeddurá Fjórö-
ungssjúkrahúsinu í Neskaupstaö 27. september
1975, sonur hjónanna Ásmunds Þorsteinsson-
ar, rennismiÖs og kennara, og Hildar Halldórs-
dóttur, Ijósmóöur og myndlistarkonu.Jón á tvo
eldri bræður, Halldór og Hrafnkel. Hann hlaut
hefðbundiö millistéttaruppeldi á Norðfírði, lauk
þaðan grunnskóla og stúdentsprófí.Jón er meÖ
meistaragráöu í félagsfræði. Hann hefur starf-
aö viöýmis störf; netagerÖ og blaðamennsku.
Jón hefur ritstýrt héraðsfréttablaöinu Austur-
glugganum I tvö ároglæturnú afstörfum.
Foreldrar á Akranesi segja aö sjónvarpsþátturinn Strákarnir valdi hættulegri hegð-
un barna. Dæmin sem þeir færa fram snúast um kjánaskap með hland. Þættirnir
virðast ekki hafa valdið slysum á börnum, þrátt fyrir yfirlýsingar Heimilis og
skóla um að um hættulega hegðun sé að ræða.
Börnin horföu á Strákana
ng pissuOu á hvert annað
„Þau bera sig, drekka úr drullupolli fyrir pening og pissa í ræsið
í frímínútum," segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, kennari í
Grundaskóla á Akranesi, um breytt atferli skólabarna sem horfa
á sjónvarpsþáttinn Strákana á Stöð 2.
Foreldrafélög grunnskólanna á
Akranesi hafa sent áskorun til Stöðvar
2 þar sem fram kemur að böm í bæn-
um sýni jafnvel hættulega hegðun eftir
að hafa horft á þættina.
Aðspurð gat Hildur Karen hins veg-
ar ekki nefiit dæmi um slys á bömum
eða beinlínis hættulega hegðun.
Breytt hegðun
„Kennarar hafa bent á það að hegð-
un bamanna í frímínútunum hefur
breyst. Leikur bamanna gengur meira
út á það að mana með peningum, lfkt
og gert er í Strákunum. Bömin borga
með tíköllum eða hundraðköllum. Þau
mana til dæmis hvert annað til að pissa
á hvert annað. Einhverjir pissuðu í
flösku og ætluðu að láta yngri krakkana
drekka. Þetta gerðist daginn eftir að
einn af Strákunum pissaði í sig í þætt-
inurn," segir hún um verstu dæmin.
Áhyggjuraddir í síma
Helga Margrét Guðmundsdóttir,
verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla -
landssamtökum foreldra, sem hafa
skorað á Stöð 2 að seinka þættinum,
segist aðspurð ekki hafa heyrt um
dæmi um hættulega hegðun bama
vegna þáttanna. Fyrst og fremst sé um
að ræða áhyggjuraddir. „Við fáum
mikið af upphringingum héma þar
sem fólk segir: Er ekki hægt að gera
eitthvað í þessu?“
Herdís Storgaard, verkefnisstjóri
hjá Lýðheilsustöð, segist einnig hafa
fengið mörg símtöl áhyggjufullra aðila
sem hafa með uppeldi bama að gera.
Aðspurð kvaðst hún ekki þekkja sér-
stök dæmi hættulegrar hegðunar. „Ég
hef fengið óhemjumargar hringingar
frá kennurum, leikskólakennurum og
foreldrum út af þessum þætti. Það er
náttúrulega svo mikil áhættuhegðun í
þessum þáttum," segir hún. „Eg hef
ekki hugmynd um hvort það hafi orðið
slys þar sem krakkar hafa verið að apa
eftir því sem þeir gera."
Rólegt í leikskólunum
Kolbrún Vigfúsdóttir, leikskólaráð-
gjafi hjá Leikskólum Reykjavíkur, segir
engar tilkynningar hafa borist úr leik-
skólunum um hættulega hegðun
bama vegna Strákanna. „Það hefur
ekki ein einasta melding komið um
þetta. Ef það væri eitthvað alvarlegt
væri það komið hingað," segir hún.
Guðrún Hjartardóttir, upplýsinga-
fulltrúi Fræðslumiðstöðvar Reykjavík-
ur, svaraði ekki skilaboðum í gær og
ekki heldur Jón Baldursson, yfirlæknir
á slysadeild Landspítalans.
„Einhverjir
pissuðu i flösku
og ætluðu aðláta
yngri krakkana
drekka"
Strákarnir Gagnrýnendur Sveppa, Auðuns
Blondalog Péturs Sigfússonar hafa ekkiget
að bent á dæmiþess að börn sýni beinlfnis
hættulega hegðun vegna þeirra.
Barn að leik Samtökin Heimitiog skóli
hafa skorað áStöð2 að sýna Strdkana
seint á kvöldin vegna hrifnæmra barna.
Pétur Jóhann
Sigfússon Meig I
buxurnar f sjón-
varpinu og kom af
stað faraldri meðal
barna á Akranesi
daginn eftir.
Slysum fækkar
Þrátt fyrir áhyggjuraddir foreldra
virðist slysum á bömum ekki hafa
fjölgað í réttu hlutfalli við aukið fram-
boð sjónvarpsefnis á borð við Strák-
ana.
„Slysum á bömum hefur fækkað
mjög mikið undanfarin ár,“ segir
Brynjólfur Mogensen, hjá Bamaspítala
Hringins. ,AIvarlegum slysum í um-
ferðinni hefur fækkað um 90% og inn-
lögnum bama hefiir fækkað um 90%.
Ég hef engar tölur um hvort eitthvað
hafi breyst síðastliðna mánuði, en slys-
um virðist halda áfram að fækka," seg-
ir Brynjólfur, og kveðst aðspurður ekki
hafa heyrt nein dæmi þess að böm hafi
slasast við að herma eftir Strákurium á
Stöð 2.
jontrausti@dv.is
Ölstofa Kormáks og Skjaldar á síðasta vetrardag
Huldumaður
á vetnisbíl
Fyrsti vetnisknúni fólks-
bíllinn er kominn hingað til
lands. Nú í morgun fengu
samgöngu-
ráðherra, um-
hverfisráð-
herra og for-
menn flokk-
anna að prófa
bflinnfyrir
framan
Alþingishúsið. Farið er með
það eins og mannsmorð
meðal skipuleggjenda að
einn allra æðsti maður
þjóðarinnar muni þá aka
bílnum inn í ráðstefnusal-
inn þar sem ráðstefna
NýOrku fer fram í dag og á
morgun. Segja menn þetta
marka tímamót þar sem
slíkum bíl hafi ekki áður
verið ekið inn í ráðstefnusal.
Kráareigandi til varnar tengda-
syni forsetans
• Þeir kvöddu veturinn með
virktum vinimir Steingrímur
S. Ólaísson aðstoðarmaöur
forsætisráöherra og AuÖun
Georg ólafsson fyrrverandi
fréttastjóri Útvarps á ölstof- 1
unni síöasta veuardag. Athygli vakti
nnma
Vegna smá-
fféttar á baksíðu
DV síðastliðinn
laugardag hefur
einn af eigend-
um ölstofu Kormáks og
Skjaldar séð sig knúinn til að senda
blaðinu yfirlýsingu. Fréttin var um
Karl Pétur Jónsson, tengdason forseta
íslands, sem sagt var að hefði verið
vísað út af ölstofunni í fylgd dyra-
varða eftir að hafa átt orðaskipti við
Auðun Georg Ölafsson, fýrrverandi
fréttastjóra Ríkisútvarpsins, og einn af
ráðgjöfum Halldórs Ásgrímsson-
ar forsætisráðherra.
Yfirlýsingin frá Ölstofu
Kormáks og Skjaldar er eftir-
farandi:
.Aðstandendur Ölstofu
Litla fréttin Veitingamað-
u ur sér ástæðu til aðgefaút
a yfirlýsingu.
glaour og mun nonuill IIUIU VlT
iö fylgt út af dyravöröum staðar-
ins sem greinilega hefur ekki ver-
iÖ kunnugt um hverja hann þekkir...á
Kormáks og Skjaldar
vilja koma eftirfarandi á framfæri við
lesendurDV.
Ráða mátti af skrifum blaðsins á
laugardaginn að nafngreindum gesti
hefði verið vísað út af staðnum að
kvöldi síðasta vetrardags. í tilefni
þessara skrifa viljum við greina táþví
að engum gesti var vísað út afölstofu
Kormáks og Skjaldar þetta kvöld og er
afarfátítt að til þess komi.
Virðingarfyllst,
Skjöldur Sigurjónsson, veitinga-
maður. “
Risastrætóar
í umferð
Sérleyfisbifreiðar Keflavlkur hafa
keypt tvo tveggja hæða strætisvagna,
að breskri fýrirmynd. Vagnamir taka
áttaú'u manns í sæti og em með inn-
byggt leiðsögukerfi á átta tungumálum.
Þessi fjárfesting er liður í samstarfi fé-
lagsins við Kynnisferðir og felur í sér
nýja þjónustu fyrir ferðamenn í Reykja-
vík. Farið verður í svokallaðar hring-
ferðir um borgina. Vagnamir leggja af
stað frá Amarhóli á klukkustundarfresti
og koma við á ti'u stöðum. Þetta fyrir-
komulag er þekkt í Evrópu og hefur þar
verið kallað Hop on - Hop off.