Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 37
DV LífiO
MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 2005 37
Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson á Rás 2 var
við dauðans dyr með 2 lítra af blóði í lungunum. Hann
er nú snúinn aftur á öldur ljósvakans en þarf að taka
lífsstílinn til endurskoðunar. Guðni segir að trommuleik-
ur hafi hálfpartinn haldið i sér lífrnu í veikindunum.
Hættir að reykja oo
skammtmn um
- *•
„Ég skreið upp á trommustólinn og sat þar í
keng. Það var eina hreyfingin hjá mér um skeið.
Mér fannst fínt að byrja daginn á því að spila
Paint it Black."
Hættir að reykja 3. maí
Nú er Guðni eðlilega að taka lffsstil sinn til
endurskoðunar. „Ég þarf að skera magnið sem
ég ét niður um helming og taka á sykur- og
súkkulaðifíkninni. Ég er 90% hættur að drekka
kaffi því þegar ég fór á spítalann var mér boðið
upp á heimsins versta kaffi. Ég drakk því bara te
og losnaði að mestu við koffeinþörfina. Nú
drekk ég bara Kristal og te."
En hvað með tóbakið?
„Úff. Það síðasta sem læknirinn sagði var: Þú
verður að hætta að reykja. Nú er ég að halda
blesspartí fyrir sígarettuna því ég ætla að hætta
þann 3. maí, sem er afmælisdagur dóttur minn-
ar. Ég hætti í fyrra á sama degi og hélt þá út í 8
mánuði. Nú ætla ég alla leið og stefni að því að
verða 85 ára svo ég hafi lifað lengur án tóbaksins
en með því."
Guðni Már Henningsson, útvarpsmaðurinn
notalegi í Popplandi Rásar 2, er kominn aftur til
starfa eftir illvíg veikindi og spítalavist. „Þetta
byrjaði nú bara sem lásí flensa í janúar," segir
Guðni, sem nú hressist með hverjum deginum.
„En upp úr flensunni fékk ég lungnabólgu
tvisvar, braut nokkur rifbein vegna hóstakasta og
svo fylltust lungun á mér af blóði. Læknarnir
gerðu gat í bakið á mér og töppuðu út einum Ktra,
en það er einn líter eftir sem nú er að síast út með
hjálp lyfja. Þetta var verulega slæmt, ég var bók-
staflega „knocking on heavens door" á tímabili."
Trommuleikur eina hreyfingin
Guðni var í ellefu daga á spítalanum en var
svo sendur heim til að jafha sig. „Ég var alveg
búinn og gat ekki gengið fimm skref án þess að
standa á hinni frægu önd. Ég hef smátt og smátt
verið að vinna upp þrek en á ennþá nokkuð í
land."
Guðni fékk forláta trommusett frásamstarfs-
fólki sínu í fimmtugsafmælisgjöf og segir
trommurnar hálfþartinn hafa haldið í sér lífinu.
Guðni Már við tromm-
urnar Er að jafna sig eftir
Mvlg veikindi en er kominn
aftur bakvið hljóðnemann
á Rás 2. Framundan er
átak í mataræði og bar-
átta viö að hætta að
reykja.
HamborgarabúIIa Tómasar hefur
heldur betur slegið í gegn
Tommi bætir við
Tommi TómasTómas-
son býr til hamborgara
affagmennsku.
Sælkerar skyndibitans gleðjast
ákaft um þessar mundir þar sem
hamborgaragoðiö Tómas Tómas-
son er að færa út kvíamar. Hann
skellti sér aftur út í hamborgara-
bransann þegar hann opnaði
Hamborgarabúlluna við Reykja-
víkurhöfii fyrir ári og hefúr varla
liðið sá klukkutími
síðan þá að bið-
röðin hafi ekki
náð út úr dyrum.
Tómas, eða Tommi eins og
flestir þekkja hann, opnar nýja
Hamborgarabúllu á EgUsstöðum
um næstu helgi. Búllan er staðsett í
Bónushúsinu við Miðvang 13.
„Það verður ekki klippt á
neiim borða. Ég ætlaði að
hafa þetta svona þögla opnun
en æth það sé nokkuð hægt
fyrst þetta er komið í blöðin,"
segir Tommi og hlær.
Einnig á að opna nýja ham-
borgarabúllu í Hafharfirðinum en
það er Wilhelm Norðfjörð, fyrrum
eigandi Gauks á Stöng, sem opnar
staðinn í samstarfi við Tomma.
„Villi er náttúrlega orðinn fjöl-
skyldumaður. Ætli hann vilji ekki
bara breyta um umhverfi og vinnu-
tfína," segirTomini.
Tommi mun áffam steikja
borgara og hafa yfirumsjón með
þessum stööum. Hann er um þess-
ar mundir að þjálfa Villa í steiking-
arfræðum og tekur hamborgarana
jafri alvarlega og hinn metnaðar-
fyllsti matreiðslumeistari.
„Þótt fólki finnist kannski ekki
merkilegt að steikja hamborgara
þá er þetta nú list sem tekur
margra mánaða þjálfun."
155/80R13 áður 5.990 fllf 3.960 SækJ'um °9sendum
báðar leiðir.
175/65R14 áður 7.590 nií 5.312 Verð frá kr. 850
185/65R15 áður 8.990 flií 6.460
195/70R15 8pr. sendib. áður 13.700 mí 9.435
Ef þú kemur með bílinn í smur hjá Bílkó færðu 25% afslátt afvinnu!
DEKK BÓN OG ÞVOTTUR SMURÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSASKIPTI
Smiöjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110