Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 39
UV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 2005 39
Ferlíkið
Það hefur verið hálfgert show að
fylgjast með umræðunni um sam-
göngukerfið undanfarið. Fantasíu-
kenndar hugmyndir um göng við
Siglufjörð hafa verið nokkuð í deigl-
unni og varpað ljósi á vinnubrögð
þingmanna á hinu æruverðuga Al-
þingi. Þeir sem sagt samþykktu þessu
fjarstæðukenndu göng fyrir margt
löngu en þegar dregur að fiam-
kvæmd þeirra er hrokkið í lás. Hætta
á við aUt saman. Það er svo dýrt.
Svona vinnubrögð, sem einkennast af
því að lofa upp í ermina á sér fyrir
kosningar og svíkja svo þegar til kast-
anna kemur, eru gagnrýnisverðari en
hin fjarstæðukennda hugmynd sem
er verið að hverfa frá. Þeir eiga bara
að byggja þessa bévítans vatnsrenni-
braut til Siglufjarðar eða hvað sem
það var sem búið er að lofa. Einfald-
lega vegna þess að þeir lofuðu því.
Innihald loforðsins skiptir ekki máli í
þessu tilfelli. Heldur inntak hug-
myndarinnar um loforð.
Jörðin nötrar
Gunnar Birgisson fer fremstur í
flokki þeirra sem vilja svíka gefið lof-
orð. Gunnar þessi er ákaflega radd-
sterkur maður og ég hef heyrt að þeg-
ar hann brýnir raustina þá fælast
hestar í nágrannabyggðum Kópa-
vogs. Hlaupa trylltir fyrir björg. Kýr
missa nytina. Það er því afar óþægi-
legt að hlusta á Gunnar éta ofan í sig
svikin loforð með þessum óskaplega
digurbarka. Mann hreinlega verkjar í
hamar, steðja og ístað.
Ferlíkið fæðist
Þessi umræða um vatnsrenni-
brautina til Siglufjarðar er þó eigin-
lega léttvæg miðað við brjálæðisleg-
ar hugmyndir um mislæg gatnamót
við Kringlumýrarbraut og Miklu-
braut. Á teikniborðinu eru áætlanir
um risaframkvæmd sem áætíanir
gera ráð fyrir að kosti 10 - 12 milj-
arða! Þetta verður ferlíki sem skyggir
á næststærsta bílastæði landsins!
Það sem hefur knúið á kröfur um
byggingu ferlfkisins er staðbundinn
umferðahnútur á annatímum. Hug-
myndin er fædd í andrúmslofti um-
ferðarteppu, sem alhr vita að er ekki
uppbyggilegt andrúmsloft. Á ensku
er það kallað „road rage“. Ferlíkið
mun eiga foreldrana Gremju og Pirr-
ing. Það sem er athyglisvert við mál-
flutning þeirra sem styðja Ferlfkið er
sú staðreynd að gatnamótin eru oft
nefnd „hættulegustu gatnamót
landsins". Þetta er bull og vitíeysa!
Slys þama em nokkuð tíð en ekki
miðað við þann umferðaþunga sem
þau bera. Slys sem verða þarna em
sem betur fer almennt ekki alvarleg.
Mest aftanákeyrslur og þess háttar.
„Þessi umræða um
vatnsrennibrautina til
Siglufjarðar er þó
eiginlega léttvæg
miðað við brjálæðis-
legar hugmyndir um
mislæg gatnamót við
Kringlumýrarbraut og
Miklubraut."
Fleiri ferlíki?
Krafan um Ferlíkið er tilkomin vegna
landlægs þekkingarleysis hins illa upp-
lýsta meiiihluta. Hugmyndin um ferlflc-
ið er félagsfræðilegt fyrirbæri sem á sér
rót í umskiptum Reykjavíkur frá því að
vera lítill útgerðar- og verslunarbær og
yfir í það sem hún er í dag. Ferlfldð hef-
ur öll einkenni patentlausnarinnar. En
eins og með margar patentlausnir, leys-
ast vandamálin ekki með þeim. Þau fær-
ast bara úr stað. Þetta á ég svo erfitt með
að skilja með áhangendur Ferlfldsins.
Sjá þeir þetta ekki? Sjá þeir ekki að
Ferlfldð færir bara vandamálið neðar í
bæinn? Inn á næstu gatnamót þar sem
er fyrir þétt byggð? A að byggja annað
Ferlfld þar eftir fimm ár?
Reiða undir óreiðu
Þetta ferlíkismál bar á góma í sjón-
varpinu um daginn og þar ræddi Dagur
Eggertsson borgarfulltrúi þessi mál af
skynsemi. Þrátt fyrir óreiðukenndan
hárstil Dags er töluverð reiða á hugsun-
um hans. Hann benti á að Ferlfláð leys-
ir engan vanda. Það sem hins vegar
gæti dregið úr umferð á annaúmum á
gamamótum Kringlumýrar og Miklu-
brautar er til dæmis Sundabrúin eða
göng undir Öskjuhhðina. Þetta eru
ffamkvæmdir sem á að huga að, ekki
tilgangslaus Ferlíki sem öllum er til
ama. Ekki er hægt að segja það sama
um viðmælanda hans, Ólafur F. Magn-
ússon (F-ið í nafni hans stendur fyrir
Ferlíkisfylgjandi) sem hélt uppi rugl-
ingslegri umræðu um ágæti Ferhkisins.
Það sem vakti athygli mína var að hann
svaraði ekki þeim augljósu vanköntum
sem fýlgja Ferlfldshugmyndinni heldur
þagði annars hugar, líkt og krakki sem
horfir í gaupnir sér þegar verið er að
skamma hann fyrir óknytti.
Tillaga að lausn
Ég sagði að áhangendur Ferlfldsins
væm illa upplýstir. Ég verð að skýra
hvers vegna mér finnst það. í öllum
borgum sem ég hef komið til í heimin-
um og í öllum borgum sem ég veit af í
heiminum em umferðahnútar á anna-
tímum. Það er bara eðli borgarumferð-
ar að hún er mikil á annatímum. Þetta
hlýtur Ferlfldsfólk að skilja. Þessa hnúta
er hægt að leysa á ýmsa lund án þess að
byggja gagnslaus 12 milljarða króna
Ferlfld. Það er tíl dæmis hægt að semja
við vinnuveitendur um rýmri vinnu-
tíma Byrja klukkan 10 í stað 9. Eða
klukkan 8 í stað 9. Það er líka hægt (og
haldiði ykkur nú, lesendur góðir) AÐ
LEGGJA FYRR AF STAÐ í VINNUNA!
Vakna aðeins fyrr og taka því rólega
korteri fyrr en maður er vanur og sleppa
því við nöldrið í Gremju og Pirring.
Nokkur,
vindur
Nokkur
vindur
Strekkingur
A morgun
Gola t.
« * *
■Ar..
íbúar höfuðborgar-
svæðisins fara með sigur af
hólmi í veðurkeppni
íslands. Þar veröur að
minnsta kosti
besta veðrið í
dag; sól og Jpr
hiti - að flp ~ %
minnsta kosti i • '7
veðurspána.
Gola
Nokkur
vindur
■
; Hinn
daajrm
*4
3
Nokkur
vindur
Nokkur
vindur
Kaupmannahöfn 14
Oslo 14
Stokkhólmur 13
18
mr,
14
1 1 L
Si andkorn
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Augu manna
beinast nú sem oftar
að útvarpsráði en
þar hefur fundum
verið frestað um
hríð að sögn vegna
þess að Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugs-
son formaður nefndarinnar og fúll-
trúi Sjálfstæðisflokks hefur með
engum fyrirvara þurft að fara til út-
landa. Ritari útvarpsráðs var til
skamms tíma Svanhildur Hólm og
þótti hún standa sig
með ágætum að rita
fundargerðir. Þó
voru ýmsir þeirrar
skoðunar að heldur
væri það sérkenni-
legt að hafa ritara
sem jafnframt var
dagskrárgerðarmaður. Eftir að
Svanhildur fór upp á Háls var fund-
inn annar ritari og er sú Jóhanna
María Eyjólfedóttir...
• Menn bíða nú spenntir eftir því
að dómur falli í máli þeirra Áma
Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragn-
ars Kristjánssonar en þeir áfrýjuðu
sem kunnugt er
dómi í Héraði sem
hljóðaði upp á
tveggja ára fangels-
isvist. Er gert ráð fyr-
ir dómi næstkom-
andi fimmtudag en
réttað var í málinu
fyrir tæpum hálfum mánuði. Það að
Hæstíréttur hafi tekið þennan tíma
í að fella dóm gefur vonum sak-
borninga um sýknu eða mildun byr
undir báða vængi
því ef dómur hefði
fallið fyrir tæpri viku
þá hefði verið l£k-
legra að þar hafi að-
eins verið að finna
staðfestingu Hæsta-
réttar á fyrri dómi.
Það sem hins vegar skekkir þá
mynd er að síðasta fimmtudag, en
þá falla oftast dómar, var sumar-
dagurinn fyrsti og dómarar í fríi...
• Ólgar nú og kraumar í Sparisjóði
Hafnarfjarðar og þar með Hafnar-
firði öllum. Þar standa yfir miklar
hreinsanir lfkt og fram hefur komið
og þykir mörgum hin nýja stjóm
ganga heldur vasklega fram. Þannig
segja menn það mikil mistök að
Ingimar Haraldsson aðstoðarspari-
sjóðsstjóri var látinn taka pokann en
hann var af mörgum talinn hjartað í
bankanum. Enda fyrrum línumaður
í Haukum og í innsta hring íþrótta-
hreyfingarinnar sem skiptir þegar
pólitískar- og viðskiptalegar hrær-
ingar em í Firðinum...