Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 12
72 MIÐVIKUDACUR 27. APRÍL 2005
Fréttir DV
Vinnufrestur
að renna út
Á laugardag rennur út
frestur fyrir reykvísk ung-
menni að sækja um sumar-
vinnu hjá Reykjavfkurborg.
í fyrra fengu færri starf en
vildu og ekki er búist við að
breyting verði á þetta árið.
Það er Vinnumiðlun ungs
fólks sem heldur utan um
sumarstörf ungs fólks hjá
Reykjavíkurborg og geta öll
ungmenni fædd 1988 eða
fyrr sem eru með lögheimUi
í Reykjavík sótt um á vuf.is.
Vinnumiðlunin er staðsett í
Hinu húsinu við Pósthús-
stræti.
Vegagerðin
braut lög
Vegagerðin er skaða-
bótaskyld eftir að hafa geng-
ið framhjá tUboði fýrirtækis-
ins Neseyjar
ehf. í ýmsa
vinnu vegna
Suðurstrandar-
vegar frá Hrauni
að ísólfsskála.
Nesey var lægstbjóðandi en
Vegagerðin gekk tU samn-
inga við HáfeU ehf. sem
bauð næstíægst í verkið.
Kærunefnd útboðsmála
segir að Vegagerðinni ekki
hafa verið þetta heimtít þar
sem Nesey hafi uppfyUt skU-
yrði útboðsins, andstætt því
sem Vegagerðin hélt fr am.
Kærunefhdin tók ekki af-
stöðu tíl þess hver upphæð
skaðabótanna ætti að vera.
Völdu lag
Kópavogs
í tUefrú af fimmtíu ára
afmæli Kópavogsbæjar
var efnt tíl lagasam-
keppninnar Kópavogslag-
ið. lkeppnina bárust 26
lög en dómnefnd skip-
uðu: Valgeir Skagfjörð,
sem var formaður, Stefán
HUmarsson og HraftUUld-
ur HaUdórsdóttir. Dóm-
nefridin valdi lagiö Hér á
ég heima sem sigurlag og
fengu höfundar þess, þær
Þóra Marteinsdóttir og
Steinunn Anna Sigurjóns-
dóttir, fimmtíu þúsund
krónur að launum.
„Mér líður alveg rosalega vel
hér á Hellnum," segir Guðrún
Bergmann hótelhaldari á
Snæfellsnesi.„Sól skín f heiði
og jökullinn eins fallegur og
hann getur orðið. Ég er að
undirbúa að opna hjá mér
hótelið um næstu helgi ogþar
meðer
sumar-
ið komið. Ég hefbara opið frá
1. maí til I. október. Hér er ég
með 20 tveggja manna her-
bergi með baði á hagstæðu
veröi og tilboðsverði í maí en
þá kostar herbergiö 8.500 með
morgunverði. Og þá erum við
aö tala um Iffrænt morgun-
verðarhlaðborö; heilsusam-
legt og hollt fyrir þá sem það
vilja."
Landsíminn
Ásgeir Guðmundsson, sem var formaður hundaræktunarfélagsins íshunda þar til
fyrir stuttu en hefur nú stofnað annað hundaræktunarfélag, fékk slæma útreið í
bréfi sem stjórn íshunda sendi meðlimum sínum fyrr í mánuðinum. Margrét
Tómasdóttir segir allar ásakanirnar í bréfinu eiga við rök að styðjast.
fyrrverandi iormaour
Ishunda niðurlægöur
„Sem betur fer hefur nú allri vá verið bægt frá og félagið er mikið
betur sett ánÁsgeirs og meðreiðarfólks hans,“ segir meðal ann-
ars í harðorðu bréfi sem var sent á félagsmenn íshunda. Fleiri
svívirðingar eru hafðar frammi í bréfinu í garð Ásgeirs.
„Skipstjóri stekkur ekki út á miðri
leið,“ var það eina sem Margrét
Tómasdóttir, núverandi formaður
íshunda, vildi segja varðandi bréfið
um Ásgeir Guðmundsson.
Margrét brást ókvæða við þegar
hún var spurð um bréfið þar sem
Ásgeiri er úthúðað. Hún hótaði að
„fara í hart“ myndi bréfið í heild
sinni eða að hluta til birtast á síðum
blaðsins; vísaði til þess að bréfið
væri stílað á félagsmenn og þetta
kæmi engum öðrum við nema þeim.
Stjórninni ofbauð einræðið
Margrét er dóttir Ástu og Tómas-
ar í Dalsmynni en íshundar voru
stofnaðir í kringum hunda þaðan.
Athygli vekur að bréfið er ekki undir-
ritað með nafni heldur aðeins merkt
stjórn Hundaræktarfélagsins fs-
hunda.
Ásgeir sagði sig úr stjórn íshunda
fyrir nokkrum vikum en honum
fýlgdi meirihuti stjórnar. Eftir því
sem DV kemst næst mun stjórninni
algjörlega hafa ofboðið vinnubrögð
og einræði Margrétar og systur
hennar Sesselju Tómasdóttur. Eitt
atvik vegur þar þyngra en önnur
og mun það hafa fýllt mælinn.
Hafa fráfarandi stjórnarmenn
ekki viljað ræða það að svo
komnu máli en ætía að leysa frá f
skjóðunni síðar.
Sagður stefna íshundum í
háska
í bréfinu kemur fram að Ásgeir
hætti störfum sem formaður
fshunda fýrirvara-
laust og er hann
sagður með því
hafa stefnt tÚ-
vist og starf-
semi íshunda í háska og tvísýnu.
„Má vel kalla ffamgöngu hans
hreina skemmdarverkastarfsemi en
enn verri orð mætti líka hafa,“ segir
orðrétt í bréfinu.
Athyglisvert er að í lögum ís-
hunda kemur eftirfarandi klausa
fram og er átt við ástæður sem geta
orðið til brottreksturs úr félaginu:
„Ef félagsmaður í orðum, gerðum
eða skrifum skaðar álit íshunda.
Sama á við um framkomu eða gerð-
ir sem skaða íshunda." Ekki er fjarri
lagi að umrætt bréf núverandi
stjórnarmanna gæti faliið undir
þessa málsgrein.
Fólk hvatt til að hunsa nýja
félagið
í bréfinu segir enn fremur: „Lengi
getur vont versnað og vondur innri
maður orðið verri því í ljós hefur
komið að Ásgeir stendur fyrir nýju
hundaræktunarfélagi. “
í lok bréfsins eru ailir eindregið
hvattir til þess að „trúa mátulega
fagurgala um hið nýja félag", og
er þar vísað til hins nýja
félags sem Ásgeir hefur
stofnað. Hann er sak-
aður um að nota
upplýsingar og gögn
íshunda til að grafa
undan félaginu og
setja starfsemi fé-
lagsins og þar með
vorsýningu sem nú
hefur farið fram, í
hættu. Ekki
Ásgeir Guðmundsson
Er staddur erlendis en
mun svara ásökunum i
sinn garð þegar hann
kemur til landsins.
—
| gl
„Má vel kalla fram-
göngu hans hreina
skemmdarverkastarf-
semi en enn verri orð
mætti líka hafa/'segir
orðrétt í bréfinu.
voru aðrir fyrrverandi stjórnar-
menn nafngreindir í bréfinu.
Fáir hundar á vorsýningu
Um síðustu helgi var vorsýning
íshunda hafdin. Þar sýndu færri en
oft áður og talsvert bar á að eigend-
ur mættu ekki með skráða hunda til
sýningar. Þeir hundar sem sýndir
voru áttu flestir eins og fyrr uppruna
í Dalsmynni eða til stjórnar íshunda
en þær Sesselja og Margrét hafa ffá
upphafi verið í stjórn félagsins.
Ásgeir svarar í vikunni
Ásgeir er staddur erlendis og gat
Margrét Tómasdóttir Núverandi for-
maður fshunda sem ekki vildi tjá sig um
einstök efnisatriði bréfsins.
ekki tjáð sig til ítar um málið að svo
stöddu. „Þetta er alveg gjörsamlega
glórulaust, algert bufl," sagðiÁsgeir
þegar blaðamaður náði örstuttu tali
af honum en hann ætlar sér að
svara þessum ásökunum þegar
hann kemur til landsins seinna í
vikunni.
krb@dv.is
Dóttir Dalsmynnishjóna kærö
Sögð sæða tíkurnar sjálf
Yfirdýralækni og Umhverfis-
stofnun hefur borist kæra þar sem
Sesselja Tómasdóttir, dóttir hjón-
anna í Dalsmynni, er sökuð um að
sæða tfkur á hundabúi foreldra
sinna upp á eigin spýtur. Slíkt er
vandasamt verk og ekki á færi ann-
arra en dýralækna.
í kærunni kemur fram að vitni
hafi verið að því að þegar Sesselju
tókst ekki að para saman tvo hunda
hafi hún, án samráðs eða aðstoðar
dýrlæknis, sætt cocker spaniel-tík og
látið að því liggja að það væri eðlileg
aðgerð sem hver sem er gæti fram-
kvæmt.
Karl Karlsson, dýralæknir hjá
Umhverfisstofnun, staðfesti að hon-
um hefði borist skrifleg tilkynning
þar sem óskað er eftir að fram fari
rannsókn á hvernig þessum málum
er háttað á Dalsmynni.
„Ég hef þegar rætt við ýmsa sem
að málinu koma og mun taka á
þessu máli. Það er skýrt í mínum
huga að sæðingar á gæludýrum séu
eingöngu á valdi dýralækna en þetta
er mjög vandasöm aðgerð og að
ýmsu að hyggja í þessu sambandi,"
segir Karl og bendir á að dýralæknar
þarfnist sérstakrar fæmi við sæð-
ingu vegna smæðar gæludýra:
„Jú, það er alltaf hætta á sýkingu
og vissulega geta dýr kenht til ef ekki
er varlega farið."
Geir staðfestir
Fjármálaráðherra hefur staðfest
samkomulag við stéttarfélög innan
BHM um kjarasamning félaganna.
Öll aðildarfélög BHM sem að sam-
komulaginu stóðu, utan eitt, sam-
þykktu það, flest með yfirgnæfandi
meirihluta. Við gerð samkomulags-
ins gerði fjármálaráðherra það að
skilyrði fyrir samþykki sínu að aUir
aðilar að því staðfestu það. í ljósi
þess hagræðis sem af samkomulag-
inu leiðir, m.a. með gerð sam-
ræmdra stofnanasamninga, er það
eigi að síður mat ráðherra að rétt sé
að staðfesta samkomulagið.