Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 13
ÖV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 2005 13 Vill vita um sendiherra Sigurjón Þórðarson hef- ur lagt fram tvær fyrir- spurnir fyrir Davíð Oddsson utanríkisráðherra varðandi fjölgun og ráðningar í utanríkisþjónust- unni. Vill Sigurjón fá svör við því hversu margar ráðningar sendiherra komu eftir eðlilegan framgang starfsmanna í utanríkis- ráðuneytinu á tímabilinu 1995-2005 og hversu marg- ar af ráðningunum hafi verið pólitískar og hvaða stjórnmálaflokkum þær hafi tengst. Dýr hektari á Klaustri Vegagerðin á að borga eigendum jarðar- innar Kirkjubæjarklaust- urs rúmar 2,4 milljónir króna í bætur vegna 1 hektara skika sem tekin var eignarnámi þar eystra. Matsnefnd eign- amámsbóta tók undir með þeim Lárusi Sig- geirssyni, Sverri Gísla- syni, Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur, Auði Winn- an Helgadóttur, Elínu Frigg Helgadóttur og Lámsi Helgasyni að til- tekið land hafi ónýst. „Verulegur hluti hinnar eignarnumdu spildu er ræktað land og að áhti matsnefndarinnar er spildan öll ákjósanlegt byggingarland." Hundrað starfsmenn Toyota hér á landi fengu Ray Ban-sólgleraugu við brottför úr landi á leið á árshátíð á Sikiley á dögunum. Kostnaðurinn hleypur á bílverði en hópurinn vakti mikla athygli ytra fyrir bragðið. Um hundrað starfsmenn Toyota-umboðsins hér á landi eru ný- komnir heim af árshátíð sem haldin var á Sikiley. Flaug hópurinn út í gegnum London með viðkomu í Leifsstöð eins og lög gera ráð fyrir. í flugstöðinni biðu allra sólgleraugu frá Ray Ban sem er eitt magnaðasta merkið í sólgler- augnabransanum og mikið notað af poppstjömum jafiit sem kvikmynda- leikurum bæði austan hafs og vestan. Gleraugun fékk Toyota-fólkið í versl- uninni Optical Studio í Leifsstöð - hundrað stykki á línuna. Níu þúsund stykkið Verslunarstjórinn í Optical Smdio í Leifsstöð segir að meðalverð á Ray Ban sólgleraugum sé um mu þúsund krón- ur. Þó sé hægt að fá þau niður í sjö þús- und og níuhundruð krónur og allt upp í þrettán þúsund: „En þetta vom engin vandræði fyrir okkur. Við eigum alltaf nóg á lager," segir verslunarstjórinn. Ægilega gaman Kristján Aðalsteinsson, fjármála- stjóri Optical Studio, vill ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina en kannast þó við að Toyota-fólkið hafi fengið umrædd sólgleraugu áður en flogið var á ársháti'ðina á Sikiley. Fanný Bjamadóttir, starfsmannastjóri hjá Toyota, er þó ekki feimin að tjá sig um sólgleraugun: „Þetta vom frábær sólgleraugu og vissulega em þau dýr. En það var alveg ægilega gaman á árshátíðinni á Sikiley en ferðin var skipulögð fyrir okkur af Úrvali-útsýn," segir starfsmannastjór- inn. Brad Pitt? Á ferðum Toyota-fólksins um Sikiley gegndu sólgleraugun úr Leifs- stöð hlutverki sameiningartákns sam- stillts hóps sem kominn var um lang- an veg til að skemmta sér. Hvar sem fólkið fór um þröng stræti Palermo mátti þekkja það á Ray Ban-sólgler- augunum. Héldu margir heimamenn að þama væri á ferð kvikmyndagerð- arfólk frá Hollywood við upptökur. Líklega vegna þess að Brad Pitt hefur verið duglegur við að auglýsa Ray Ban og Tom Cruise reyndar líka. Engin bíiaskipti Miðað við það magn af sólgleraug- um, sem Toyota keypti handa starfs- fólki sínu í Leifsstöð má gera ráð fyrir að kostnaður hafi numið um milljón króna: „Nei, við greiddum ekki fyrir með Toyota-bíl og það er okkar mál hvem- ig að þessu var staðið," segir Fanný starfsmannastjóri aðspurð. ta sleaið í cjecjn. Gar&húsgöcjn sem haja stecji Sérstahlecja sterhbycjcjh, hönnuh jyrir íslensha vehráttu til ah standa úti allt árid Mjöj jjölhreytt úrval. & Dalvegi 28 • 201 Kópavogur • Sími: 517 8509 • Fax: 517 8508 • Netfang: vidarko@vidarko.is • Veffang: www.vidarko.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.