Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 25
DV Sport Þrír íslenskir skíðamenn hafa verið valdir i hóp 60 evrópskra iþróttamanna sem VISA Europe ætlar að styrkja til þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Tórinó á næsta ári. Það er sjálfur Björn Dæhlie sem mun hafa yfirumsjón með hópnum. Það eru þau Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona og svig- skíðafólkið Dagný Linda Kristjánsdóttir og Kristján Uni Óskars- son sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að hljóta styrkinn frá VISA og verða þannig fulltrúar fslands í 60 manna hóp VISA sem ber heitið „Vonarstjörnur Visa“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ís- lenskir íþróttamenn hljóta náð fyrir augum VISA en fyrir ÓL í Aþenu síð- asta sumar voru stangarstökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir og sundkapp- inn Örn Arnarson, ásamt íslenska handknattíeikslandsliðinu á styrk fráVISA. Mesta athygli vekur að Dagný Linda skuli hafa verið valin þar sem hún er enn að jafna sig eftír slæm krossbandsslit og hefur ekki náð að beita sér af kraftí í rúmt ár. Dagný sagði við DV að vahð hefði komið sér mjög á óvart. „Mér var tilkynnt að ég væri ein af skíðamönnunum sem komu til greina fýrir um mánuði síð- an og ég ætíaði varla að trúa því. Þetta er auðvitað alveg frábært tæki- færi fyrir mig og ég er staðráðin í að ná mér af þessum meiðslum. Svona styrkur hjálpar alveg gríðarlega og ég ætía að sýna þeim sem stóðu að vahnu að ég á heima í þessum hópi,“ sagði Dagný Linda. Dæhlie er innan handar Hópurinn og þar með taldir ís- lendingarnir þrír verða undir hand- leiðslu ekki minni spámanns en Björns Dæhlie, margfalds ólympíu- meistara I skíðagöngu og eins mesta affeksmanns íþróttasögunnar. Dæhlie kvaðst í samtali við DV ekki hafa þekkt tíl neins af íslenska skíða- fólkinu áður en vahð var í afreks- hópinn. „En ég er búinn að umgangast þau í nokkurn tíma núna og þetta eru frábærir krakkar með rétt hugar- far. Það er mikill metnaður í þeim og ég verð að segja að ég er nokkuð bjartsýnn á að þau geti komist á ÓL og staðið sig þar með sóma,“ segir Dæhlie en þess má geta að enginn íslensku skíðamannanna hefur náð tilsettum lágmörkum fyrir ÓL. Dæhlie sagði það einnig vera mjög skemmtilega tilviljun að Elsa Guðrún og Dagný Linda skyldu búa í Noregi, heimaiandi Dæhhes. „Það þýðir að ég og Elsa getum kannski æft saman,“ sagði Dæhlie og hló. íslensku krakkarnir báru norsku goðsögninni vel söguna og sögðu Dæhhe lausan við aha stjörnustæla. Hans hlutverk er fyrst og fremst að gefa hópnum ráð um aht milli him- ins og jarðar og segir Kristján Uni að það hafi hann þegar gert. „Hann th dæmis er búinn að gefa okkur ráð um hvernig eigi að koma fram við fjölmiöla. Og svo lfka litlir hlutir sem koma að smávægilegum tækniatrið- um, mataræði og fleiru,“ sagði Krist- ján Uni. vignir@dv.is - besta sætið CHELSEA LIVERPOOL ÍKVÖLD KLUKKAN 18:30 íslensku íþróttamennirnir í vonarstjörnuhópnum: Dagný Linda Kristjánsdóttir Fædd: 8.janúar 1980 íþrótt: Skíði/alpagreinar (Brun, svig, stórsvig, risasvig) Félag: Skíðafélag Akureyrar Dagný Linda er fædd og uppalin á Akureyri og hóf að læra á skíði þeg- ar hún var átta ára gömul. Hún hef- ur verið kosin skíðakona ársins hér á landi fjórum sinnum og nú þegar hefur hún sigrað á 22 alþjóðamót- um. Hún hefur keþpt á tveimur heimsmeistaramótum og einnig tekið þátt á ÓL í Salt Lake City árið 2002. Dagný Linda hefur átt við meiðsli að stríða í hné frá því f janú- ar 2004. Hún er bjartsýn á að ná bata innan skamms og stefnir ótrauð á ÓL íTórínó á næsta ári. Elsa Guðrún Jónsdóttir Fædd: 23.júní 1986 íþrótt: Skíði/ganga (Brun, svig stórsvig, risasvig) Félag: Skíðafélag Ólafsfjarðar Það er löng hefð fyrir skíðagöngu í fjölskyldu Elsu Guðrúnar og hefur hún sjálf stundað skíðaíþróttina alla sína ævi. Frá fimm ára aldri hef- ur hún æft reglulega og unnið alla þá titla sem hægt er að vinna hér- lendis. Elsa Guðrún hefur sigrað í göngu á Skíðamóti íslands fimm sinnum í röð og þá hefur hún sigr- að á Unglingameistaramóti (slands í skíðagöngu frá árinu 1999. Hún getur því státað af 17 gullpening- um i grein sinni. Kristján Uni Óskarsson Fæddur: 4. febrúar 1984 tþrótt: Skíði/alpagreinar (Brun, svig, stórsvig, risasvig) Fétag: Skíðafélag Ólafsfjarðar Kristján Uni hefur stundað skiði frá unga aldri og fór mjög snemma að keppa á alþjóðamótum. (þeim hef- ur hann öðlast dýrmæta reynslu og árið 2003 náði hann 15. sæti á heimsmeistaramóti unglinga í svigi. Síðan þá hefur hann bætt sig jafnt og þétt og hefur han'n meðal annars náð ágætis árangri á FIS- stigamótunum. Sem dæmi um það náði hann 1. sætinu í Slóveníu á þessu ári og á timabilinu endaði hann í 4. sæti samanlagt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.