Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 Fréttir DV Ofsaakstur við Smáralind Lögreglan í Kópavogi stöðvaði ungan ökumann á ofsahraða á Reykjanesbraut- inni um miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Að sögn lögreglunn- ar mældist bifreið öku- mannsins á ríflega 140 kíló- metra hraða á móts við Smáralindina í Kópavogi. Hámarkshraði á þessu svæði er 70 kílómetrar og er því um tvöfaldan hámarks- hraða að ræða. ökumaður- inn ungi á von á boði til fufl- trúa sýslumanns þar sem hann verður væntanlega sviptur ökuréttindum, auk þess að fá væna sekt. Sannleikurinn í deilu kristilega trúbadorsins Guðlaugs Laufdals og prédikarans Árna Björns Guðjónssonar virðist kominn fram. Guðlaugur situr á húsgögnum prédikarans og nafni verslunarinnar Micasa án þess að hafa greitt fyrir. Hann sagðist aðeins geyma húsgögnin fyrir Árna - en vitni á Spáni segja hann hafa ætlað að taka yfir reksturinn. Vitni é Spáni stafifesta svik trúaöa trúbadorsins Hörð átök í Yrsufelli ICristín Guðríður Hjalta- dóttir, hjartveikur öryrki í íbúð félagsbústaða í Yrsufefli, fór á spítala í gær. „Læknir staðfesti að ég hefði fengið tvö rifbeinsbrot. Það gerðist í átök- um í stigagangin- um mínum. Svo þegar ég kom aftur heim var búið að brenna hurðina hjá mér, eins og oft áður,“ sagði hún í gær. Að sögn Kristínar réðust nágrannar hennar að henni. Nágranni sem DV ræddi við vildi ekki tjá sig um átökin. Hún sagði und- irskriftarlista í gangi meðal nágranna í stigaganginum til að koma Kristínu og syni hennar úr húsinu. Stoliö Geir Ólafsson söngvari „Ég er nú búinn aö hlusta á lagið og kannast ekki viö að þaö sé stoliö. Ungt fólk I dag heldur aö þaö sé alltafað gera eitthvaö nýtt en svo er ekki. Það er erfitt aö semja lag sem hefur ekki sömu hljóma eða nótur og eitthvaö annaö. Meö þessu er miklu frekar verið að reyna að skemma stemming- una en kannski betrumbæta. Mér finnst þetta flnt lag og þaö er góð stemming I því." Hann segir / Hún segir „Ég hefnú ekki pælt svo mikið f þessu en aö það sé stoliö var ekki það fyrsta sem mér datt í hug. En hafa þessir Sum 41 ekki stolið öllu hvort eð er? Mér finnst lagiö samt hljóma vel og hún á örugglega eftir aö flytja þaö mjög vel, ég hefengarsér- stakar áhyggjur afþví hvort það sé stoliö eöa ekki. “ Andrea Jónsdóttir dagskrárgeröarkona á Rás 2 Kristilegi trúbadorinn Guðlaugur Laufdal sagði ósatt um aðkomu sína að húsgagnaversluninni Micasa, ef marka má orð spænskra húsgagnaframleiðenda sem hann hitti í nóvember í fyrra. Prédikarinn Árni Björn Guðjónsson segir Guðlaug hafa vélað undir sig húsgagnaverslunina og ekki greitt krónu fyrir, þrátt fyrir undirritaðan samning þeirra beggja. Guðlaugur, þekktur fyrir að syngja kristileg lög á sjónvarpsstöð- inni Ómega, tók við rúmlega 700 þúsund króna virði af húsgögnum og fékk nafnið Micasa frá Árna Birni, prédikara á sömu stöð. Hann borg- aði hins vegar hvorki 700 þúsund krónurnar né 300 þúsund krónur fyrir nafn verslunarinnar sem hann samþykkti, samkvæmt samningi undirrituðum af þeim báðum, að greiða. Afneitaði Micasa Aðspurður sagði Guðlaugur Laufdal í samtali við DV í mars að hann hefði aldrei haft í hyggju að reka húsgagnaverslun. Hann hefði aðeins boðist til að hjálpa trúbróður sínum með því að geyma húsgögn verslunarinnar heima hjá sér. „Við erum trúbræður og ég bauð ffam hjálp mína. Ég er ekki að fara að stofha neina húsgagnaverslun, það stendur ekki tfl,“ sagði hann, og af- neitaði með öllu þeim ásetningi að kaupa nafn og lager verslunarinnar. En húsgagnaframleiðendur sem hittu Guðlaug í nóvember í fyrra vitna um annað. Prédikarinn Árni Björn Guöjónsson vará barmi gjaldþrots þegar trúbróöir hans bauö hjálp slna. Þaö var Guðlaugur Laufdal sem bauöst til aö kaupa reksturinn, en neitaði þvl siöar þegar hann hafði fengiö húsgögnin og nafn verstunarinnar. sem starfsmann. Hann sagði: Árni verður starfsmaður minn og ég borga honum laun. En svo skrifaði hann mér aldrei og sendi mér aldrei póst,“ segir Pedro. Vitnisburður frá Múrsíu „Hann sagði mér að hann vildi halda áffam með Micasa," segir Pedro Azorín, ffamkvæmdastjóri húsgagnaframleiðandans Aryecla í borginni Yecla í héraðinu Múrsíu á Spáni, um Guðlaug Laufdal, við- skiptafélaga Árna Björns. Fyrirtæki Pedros hefur skipt við Árna Björn í áratug, og því mundi hann vel eftir manninum sem vildi taka yfir rekst- ur hans. „Hann vildi halda áfram, með nafninu Micasa, og með Árna Kynnti sig sem Doodly Elena Marco, hjá Samtökum hús- gagnaframleiðenda á Spáni (Conexmu), hitti einnig Guðlaug, sem kynnti sig reyndar með öðru nafni. „Hann kom hingað með Áma og kynnti sig með nafninu Doodly. Hann sagðist vilja taka yfir rekstur búðarinnar," segir hún. Og þrátt fyrir að afneita með öllu þeim ásemingi að taka við rekstri Micasa er Guðlaugur Laufdal skráð- ur fyrir einkahlutafélagi með nafn- Trúbadorinn á Ómega Hús- gagnaframleiðendur á Spáni hittu kristniboðann og trú- badorinn Guðtaugur Laufdal, sem kynnti sig undir nafninu Doodly, I nóvember I fyrra. inu Micasa hjá Ríkisskattstjóra. Er hlutverk félagsins sagt vera póst- verslun og önnur fjarverslun. Ekki náðist í Guðlaug Laufdal vegna málsins í gær. Tortryggði trúbróður Árni Bjöm segist í samtalið við blaðið hafa fundið tortryggni í garð trúbróður síns þegar hann byrjaði að kynna sig með nafninu Doocfly á Spáni. „Ég var búinn að segja hon- um að búa . til bissnesskort með nafninu sínu en hann gerði það ekki. Það er nú eitt að kynna sig með dul- nefni í viðskiptum, en svo sagðist hann afltaf hafa notað þetta nafn erlendis." Trúbræðurnir Árni og Guðlaugur eiga nú aðeins samskipti skriflega í gegnum lögfræðinga sína. jontrausti@dv.is Glæpamönnum létt Verjandi árásarmanns ósáttur Tæplega helmingur dómara erlendis Tæplega helmingur íslenskra hér- aðsdómara em famir úr héraði sínu og úr landi. Rólegt er yfir dómstólum landsins vegna þess. Dómaramir em á ferðinni á írlandi og er ferðin á vegum Dómara- félags Islands. Samkvæmt heimildum DV er ætlunin dómaranna að kynna sér dómskerfið á írlandi og spjalla við írska dómara. Af 38 dómurum á land- inu em á milli 15 og 20 erlendis, flest- ir frá Héraðsdómi Reykjavíkur, eða 7. Það er Hjördís Hákonardóttir, góðkunnur héraðsdómari á Suður- landi, sem leiðir ferðina. Hún er for- maður Dómarafélagsins. Svo virðist sem dómarar hafi farið af flestum héraðsdómsstólum, fyrir utan Vest- firði: „Hér er bara einn dómari og hann fer hvergi," sagði skrifstofu- stúlkan þar, og Norð urland eystra: „Þeir em hér allir á fullu, mínir menn,“ sagði skrifstofustúlka þar. Ekki svaraði hjá Héraðsdómi Austurlands. Hjördís Hákonardóttir Farin með á annan tug dómara til Irlands. Hæstiréttur ver prófessor „Nú hefði ég haldið að búið sé að skapa sóknarfæri fyrir lögreglur landsins til að hneppa handrukkara og ofbeldismenn sem ganga lausir í varðhald," segir Sveinn Andri Sveins- son í samtali við DV aðeins nokkrum mínúrnm eftir að Hæstiréttur hafði staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Guðmundi Þórarins- syni, umbjóðanda. Sveins Andra, vegna ( líkamsárásar sem Guð- mundur hefúr játað á' sig. Athygli vekur að Hægt að fangeisa hann Hæstiréttur hefur að mati verj- anda Guðmundar nú skapað fordæmi til að hneppa menn eins og Þorstein Hafberg, hand-1 rukkarann og ofbeldismanninn f á Akureyri, I varðhald. Hæstiréttur rökstyður úrskurð sinn með því að vísa til D-flðar 103. grein- ar laga um meðferð opinberra mála, sem hljóðar svo: „Að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna.“ Sveinn Andri segist ósáttur við niðurstöðu Hæstaréttar enda telji ^hann of langt gengið í að " i svipta skjólstæðing sinn Jffelsi. Hann hafi ekki | áður hlotið dóma fyrir % ofbeldisbrot auk þess • sem hann sættist á jiálgunarbann á hend- ur sér. I Áfram í gaeslu Hæstiréttur vill að Guð- I mundur Þórarinsson verði áfram i gæsluvarð- I haldi enda sé það mat dómsins aö prófess- I ornum stafí hætta afhonum lausum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.