Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Síða 2
2 LAUCARDAGUR 14. MAÍ2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar. Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórar Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjdnsson heima og að heiman Skelfiiegur $ir i^f>fnuíífilf,fíegar ég skoð- aði nýtt Kópavogsblað, þar sem Smáralindarsvæðinu er líkt við Manhattan. Sú samllk- ingerfráleit Smáralindar- svæðið er skelfilegt svæði, eins konar ávfsun á slömm, meðan Manhattan er eitt bezta dæmi heimsins um vel heppnaða þröng háhýsa. Man- hattan er miðja heimsins, allt sem máli skiptir í heiminum f einum punkti. Smáralindarhverfið er hins vegar skipulagsslys, stórbrot- in mistök f tilraun tii að búa tii miðju höfuðborgarsvæðisins. En þetta hverfi er eins og úthverfi f Los Angeles og verður ekki miðja Kópavogs, hvað þá höfuðborgar- svæðisins í heild. Ávanabindandi r upplýst að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af rftalfni f bömum, af þvf aö lyfiö sé ekki ávanabindandi fyrir böm, þótt full- orðiðfólksévarað viö þvf. Eflaust hefur landlæknir einhverja af- skekkta rannsókn til stuðnings máli sfnu, en svo gildir um allar fullyrðingar í læknisffæði, hversu langsóttar sem þær eru. En það strföir gegn heilbrigöri skynsemi að halda ffam, að lyf, sem getur verið ávanabindandi fyrirfullorðna, geti ekki veriö þaö Ifka fyrir böm. Innskot landlæknis f umræðuna um rftalfn erengan veginn til þess fallið að sefa áhyggjurfólks. Ónýtir þingmenn tilígmenr? höfuðborgarsvæðisins eru svo ónýtir og algerlega gagnslauslr umbjóðendum sfn- um, að þeir samþykktu allir nema Gunnar I. Birgisson fjögurra ára samgönguáætlun, sem dregur fé ffá brýnum stórverkum á höfuð- borgarsvæðinu í óþörf vegagöng á fáfömum leiðum fjarri alfaraleið- um. Þetta voru þingmenn beggja Ig'ör- dæmanna f Reykja- víkog kragakjördæm- isins umhverfis Reykjavfk. Þetta voru þingmenn alíra flokka á þessu svæði. Höfuðborgarsvæðið vantar einn stjómmálaflokk, sem ver svæðið fyrir ágangi og áreiti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálsiyndra. Leiðari Þetta er nútímamyndlist, elskan. Páll Baldvin Baldvinsson Nýju fötin keisarans Brellumeistarar mæta til borgar- innar og áður en varir eru hirð og keisari flækt í kænlegan ofinn blekkingarvef: það sem sýnist er ekki. Og þegar hirðin kemur fyrir almenn- ingssjðnir með keisara sinn kallar barn- ið: Hann er ekki í neinu! í nútímaútgáfu dæmisögunnar svarar móðirin barninu í ávítunartón: Þetta er nútímamyndlist, elskan. Listahátíðin í Reykjavík hefst í dag og er nú haldin í þrítugasta og flmmta sinn. I augnabliki má rekja hvað hefur áunnist í listsköpun og listneyslu: leik- húsum hefur fjölgað, ópera býr enn við óviðunandi aðstæður sem og sinfónían og hin menntaða tónlist. Enn er alþýðu- lagið sett skör lægra. Arkitektúr, hönnun og handíðir sækja á í vitund og almennri umræðu. Skáldskapurinn þróast í hinum ýmsu greinum og frásagnarform síðustu ald- ar, kvikmyndin, stendur styrkum fótum. Ný leiðarhnoð eru smíðuð fýrir gátu- leiki tölvunnar - jafnvel hér á landi. Og myndlistin á sér æ fleiri iðkendur meðal leikra og lærðra - enda er Listahátíð í vor helguð myndlist. Á þessari Listahátíð gefst kostur á að sjá hvað tók við þegar hinn kaþólski sið- ur laut í lægra haldi í landinu og hvern- ig myndlist þróaðist áfram. Við sjáum haldgott yfirlit um lífsstarf Dieters Roth sem bætti okkur víddum í myndmennt og listskilning. Hingað koma erlendir myndlistar- menn og blanda geði við valinn hóp eldri og yngri starfssystkina sinna. Framundan er gróskumikið vor þegar fólkið í landinu tekst á við verk lista- manna af sínu viti: umskapar þau í þög- ulli undrun, hrifningu eða vandlætingu. Hver og einn skynjar listaverk og túlk- ar ef vifl og hvers manns réttur er að segja eins og barnið: Hann er ekki í neinu. Enginn í hirðinni er þess umkominn að gefa forskriftir af upplifun okkar á list. Tökum þátt en verum ekki hrædd við að segja hvað okkur finnst. TU þess er leikurinn gerður. Ámi Johnsen Þá ætti hann sjens á að komast afturá þing. Jón Ólafsson Gæti þá reyntað kaupa eign ir stna á fs- landi aftur. Ólina Þor- varðardóttir Vestfirsku fjöllin eru ekkl nógu há fyrir hana. Sfiims Björnsdóttir Þarf að byggja upp eigin ímynd eftir vænt- anlega út- reiðí Eurovision I Kænugarði. Sigurður G. Guðjónsson Gæti loks séð norður- Ijósin (réttu Ijósi eftir að slokknaði á þeim heima hjá honum. sjálfsmynd- ina með því að ganga á Mont Blanc Asgrímsson HÉR ÁÐUR FYRR þóttí við hæfi að senda óknyttastráka í lögguna. Talið var að þeir gerðu minna af sér en ella væm þeir komnir í búning. Yfirleitt gekk þetta eftír og margur prakkarinn varð góður og gegn þegn eftír dvöl í löggunni. ÞAÐ VAR ÞÁ en nú er tíðin önnur. Upp á síðkastíð hefur almenningur þurft að horfa upp á hverja lögguna á fætur annarri bijóta sér leið út úr þeirri betrunarvist sem löggustarfið áttí að vera. Búningurinn heldur ekki lengur og er alls engin trygging íyrir löghlýðni. NÚ SKYLDIMADUR halda að brottrekn- ar löggur ættu erfitt uppdráttar í at- vinnuleit í framhaldinu. Áður íyrr hefði ekki verið um auðugan garð að gresja í þeim efiium. En nýir tímar bjóða upp á ný tækifæri eins og sannast á tveimur lögregluþjónum sem reknir voru úr starfi fyrir áð misbjóða stúlku á sam- lokubúllu í miðborginni. Þeir Þóijón Pétursson og Þórir Sigurðsson eru komnir til Bagdad og sinna löggæslu- störfum þar undir stjóm mannræn- ingjans Donalds Feeney. ÞÓRJÓN 0C ÞÓRIR þurfa ekki að verða Fræknar löggur Áður fyrr þótti vls- asti vegurinn tilað koma böndum d prakkara og óknyttastrúka að koma þeimllögg- una. Þeir umbreytt- ustviðþaðeittað fara í búninginn. En ekki lengur. einmana eða fá heimþrá í Bagdad því fleiri íslendingar eru þar í alþjóðlegri afbrotalögreglusveit Donalds Feeney. Vitað er um Jón Gest Ólafsson sem slas- aðist þar um daginn í einni hetjudáð- inni sem reyndar enginn veit hver var. Jón Gestur og Feeney kynntust á Litla- Hrauni þar sem þeir sátu í fangelsi sam- an; Feeney fyrir mannrán en Jón Gestur fyrir nauðgun á sextán ára stelpu. ÞEGAR ALLT UM þrýtur hjá brottrekn- um lögreglumönnum og öðrum vand- ræðagerrúingum er Bagdad staðurinn. Þar er alltaf nóg að gera og verður enn um sinn. Hitt er eins víst að íslenski löggubúningurinn er ekki lengur nein trygging fyrir því að menn hagi sér sómasamlega. Það er af sem áður var og eiginlega miður. eir@dv.is Amazing Race í 101 Útsendarar risaveldanna úr kalda stríðinu þræða nú götur Reykjavikur og fara um í smáum flokku Aðgerðimar eiga að ver; leynilegar en leyna sér þó ekki því hópamir em hvor um sig vopnaðir kvik- myndatökuvélum og liljóð- igK nemum. Vísast skilja þeir eftír v lilemnarbúnað um víðan völl. Skofmark beggja fylkinga er það sama; skeggjaður maður með skalla og ístm, kominn af léttasta skeiði og var um sig svo af ber. Erfiðlega geng- ur að finna manninn sem leitað er að. Bobby heitir hann Fischer. W A Það er skiljanlegt að stór- veldin vilji ná tali af ókkar nanni sem lifði af fanga- iúöirnar í Japan, einu landanna sem voru burðarásarnir í öxul- veldi hins illa í þá gömlu góðu daga. Og 7 hafandi í huga hversu jafnar þessar þjóðir hafa ávallt verið í kapphlaupum sínumkaupa þeirvafalaustsamtímis götukort af ReykjavíkíEymundsson. Hefst þá lokaspretturinn. Vonandi hefst þriðja heimsstyrjöldin ekki í Fischersundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.