Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 14. MAÍ2004 Fréttir DV Gríðarlega fylginn sér, vinnu- samur og góður tónlistar- maður. Einfari, geimfari og latur við hestaræktina. „Helstu kostir Óskars eru þeir að hann er gríðar- lega fylginn sér og dug- legur maður. Það sést og sannast í þeim árangri sem hann hefur náð, hérlendis og erlendis. Hann á það þó til að hverfa stundum út ígeiminn og dveija þar við rannsóknir. Hann kemur þó alltafaftur til okkar, hinna geimfaranna." Gunnlaugur Briem, tónlistarmaður. „Hann Óskar Páll er ein- hver glæsilegasti hjarð- sveinn tónlistarlífsins, sem uppi er á íslandi um þessar mundir. Hann er frábær húmoristi, traustur vinur og úrvalslistamaður. Halli á Óskar i einhverju væri það helst það að hann hefur látið hrossa- ræktina svotil afskiptalausa, en hún hefur fært feðrum hans og bræðrum verðskuldaða lands- frægð." Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður. „Óskar er æðislega vinnusamur og nákvæmur. Hann hefur frábært tóneyra og er afbragðs músi- kant. Það er erfiðara að finna galla, en öll erum við mannleg. Ég býst við að öll þessi vinnusemi geti gert hann að svolitlum einfara stundum. Svo er alveg vonlaust að ná honum á pöbbinn." Einar Tönsberg, hljómlistar- maður í Oxford. Öskar Páll Sveinsson er Skagfíröingur. Þaö sást til hans í upphafi ferils þegar hann spilaði meö Herberti Guðmundssyni á nl- unda áratugnum. EftiraÖ hafa þróað sig á íslandisem hljóöupptökumaöur lá leiðin til Englands þar sem hann hefur unnið sem upptökustjóri og lagahöfundur slöastliðin tlu árin. óskar er kominn heim. Mikill áhugi á Bryggjuhátíð íbúar á Drangsnesi voru svo fjölmennir á fundi vegna fyrirhugaðrar Bryggjuhátíðar í sumar að fjöldinn svaraði til þess að sextán þúsund Reykjavík- ingar hefðu mætt á undir- búningsfund vegna Lista- hátíðar. Þetta kemur fram á strandir.is þar sem einnig segir að Drangsnes- ingar hafi verið einhuga um að gera Bryggjuhátíð- ina vel úr garði í þetta tí- unda sinn sem hún verði haldin. Ein stærsta sjónvarpsstöð Rússlands er með tökulið hér á landi sem leitar að Bobby Fischer. Tökuliðið fór í Bókina þar sem Rússarnir fundu Stalín og Pétur Pétursson þul sem leiddi þá í allan sannleikann um íslenska kommúnista. Á sama tíma er hér fréttateymi á vegum Inside Edition, einhverjum virtasta og vinsælasta fréttaskýringaþætti USA. Þeir eru einnig í leitinni að Bobby Fischer. „Getur þú staðfest að Fischer hafi ient í upp- þoti á tælensku veit- ingahúsi á íslandi?' t" „Ég veit ekki hvemig þetta endar, þessi ósköp. Og á meðan situr Fischer hérna úti í horni hinn prúðasti. Stundum fer hann upp í einhvem gyðingafasa en það truflar okkur ekkert," segir Bragi Kristjónsson fombókasali í Bókinni við Klapparstíg. Sá friðsæli staður er nú að verða einhver sá heitasti í víðri veröld - þökk sé fastakúnna Braga, Bobby Fischer. Já, það var gaman hér í Bókinni í vikunni," segir Bragi og hefur sér- kennilega sögu að segja. „AUt í einu voru komnir inn á mitt búðargólf þrír vígalegir Rússar með sjónvarps- vélar og allar græjur. Voða kurteisir og töluðu slæma ensku, sem skildist þó. Þeir voru auðvitað að leita að Róberti Fischer og höfðu frétt frá einhverjum í stuðningshópn- um að hann væri stundum að finna hér í þessari klikkuðu búð.” Bragi segir að áður en þeir komu inn höfðu þeir séð í einum glugga búðarinnar, sér , til ánægjulegr- ar furðu, að þar stóð yfir sýning I á fjölda mynda af Jósep Kreml- arbónda Stalín og segir Bragi áhuga þeirra hafa aukist við þetta. „Innan dyra var Pétur Pétursson útvarpsþulur að flytja fræðandi er- indi í reykvískri persónusögu og benti þeim á að svona hefðu ís- lensku kommúnistarnir litið út, þótt Pétur hafi reyndar alltaf verið krati." Uppþot á tælenskum veit- ingastað vekur eftirtekt Annar hópur sjón- varpsmanna er hér einnig og er það lið á vegum sjónvarps- þáttarins Inside hver elsti fréttaskýringaþáttur Bandaríkjanna. Að sögn vilja þeir gera mannlegan þátt um Bobby Fischer. Þeim er engu að síður mjög í mun að fá staðfestar fregnir af upp- þoti sem varð þegar Fischer fór mik- inn á tælenskum veitingastað fyrir nokkru. „Getur þú staðfest að Fischer hafi lent í uppþoti á tælensku veitinga- húsi á íslandi," spurði Paul Waifair fréttamaður á Inside Edition blaða- mann DV sem hefur oftar verið í þeim sporum að fá eitthvað staðfest fremur en að staðfesta nokkurn skapaðan hlut. Bandarísku sjón- varpsmennimir ætla að vera hér í viku. Þeir koma á morgun og em að afla sér upplýsinga. Þeir vita til að mynda að Fischer er tíður gestur hjá Braga - en þangað em Rússamir þegar komnir. Edition, en . það er IL ein- ' - Pétur „þulur" Pétursson Sagði Rússunum allt um íslenska komm- únista auk þess að sýna þeim hvern- Bobby Fischer Heims- pressan er á eftir honum og nú eru það Rússarnirsem eru komnir á slóð Fischers. Bragi Kristjónsson Tóká móti rússnesku tökuliðisem skyndilega varkomið inn á gólf til hans í leit að Fischer. Inside Edition Starfsfólk á landinu í leitað Fischer. ■ ig kommúnistarnir litu út. Pétur útvarpsþulur lendir í rússnesku sjónvarpi Rússamir spurðu mikið um skákmeistarann sem því miður var ekki staddur í Bókinni á þeirri stundu. Og fyrst hann var hvergi að finna tóku Rússamir Braga tali en hann segist hafa svarað án þess að segja nokkuð. „Þeir sögðust vera hér á vegum stærstu sjónvarpsstöðvar Rússlands og áttu meðal annars að reyna að hafa upp á snillingnum, sem ekki hafði tekist. í staðinn mynduðu þeir allt í bak og fyrir, myndirnar af Stalín, Pétur útvarps- þul og annað sem þeim þótti for- vitnilegt. Síðan fóm þeir glaðir í bragði." Dormar og spjallar um skrautleg hugðarefni sín „Svona var þetta nú,“ segir Bragi bóksali sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið en tekur öllu þessu brambolti með stóískri ró. „Mér skilst að allar helstu sjónvarps- stöðvar heims séu í startholunum að reyna að nálgast umræddan Fischer. En á meðan situr hann á stól sínum á Klapparstígnum, dormar stundum og les á milli og spjallar um hugðarefni sín, sem em vægast sagt skrautleg." jakob@dv.is þj@dv.is Símafyrirtækin, Siminn, Og Vodafone og Hive, villa um fyrir neytendum Takmark á „ótakmörkuðu" niðurhali Símafýrirtæki keppast nú við að laða til sfn viðskiptavini með alls kyns gylhboðum um ADSL-tenging- ar. Það er vinsælt hjá fyrirtækjunum að auglýsa ótakmarkað niðurhal en þegar vel er að gáð kemur í ljós að þetta ótakmarkaða niðurhal er alls ekki ótakmarkað. Sverrir Hreiðarsson, markaðs- stjóri Og Vodafone, sagði í samtali við DV að það væri ekki verið að villa um fyrir neytendum því það stæði í skilmálum að fýrirtækið áskilur sér rétt til að grípa til aðgerða ef notend- ur hala niður meira efini en 40 gíga- bætum á mánuði. „Ef 40 gígabæt duga ekki venju- legum netnotenda á mánuði á sá að- ili ekki að vera með ADSL-teng- ingu,“ sagði Sverrir og bætti við að það væri ekki sanngjarnt gangvart öðrum notendum þar sem þeirra tenging myndi truflast. Síminn býður notendum sínum einnig upp á ótakmarkað niðurhal en þó með þeim fýrirvara að fyrir- tækið áskilur sér rétt til að tak- marka þjónustu til rétthafa teng- ingar, sé hann uppvís að síendur- teknu óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar ann- arra viðskiptavina. Fyrirtækið mun þá senda viðkomandi tölvupóst þar sem hann verður varaður við því að hlaða niður meira efni. Bregðist hann ekki við mun Sím- inn takmarka þjónustuna tíma- bundið. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, sagði í samtali við DV í gær að hún gæti ekki sagt hvað síendurtekið óhóflegt erlent niður- hal þýddi hjá fyrirtækinu. „Þetta er nýtilkomið og við vitum hreinlega ekki hversu mikil notkunin þarf að vera til þess að það trufli tengingar annarra viðskiptavina. Við munum skoða netnotkún viðskiptavina á næstunni og sjá svo til í framhald- inu. Við stöndum við ótakmarkað erlent niðurhal eins og staðan er í dag því við höfum ekki þurft að hafa afskipti af neinum okkar viðskiptavina," sagði Eva.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.